Stígandi - 01.01.1949, Síða 39

Stígandi - 01.01.1949, Síða 39
vegar er því haldið fram, að árásarhættan staii frá þessu landi einu, á liinn bóginn, að ósigur þess í nýrri heimsstyrjöld sé óum- flýjanlegur, og þess ósigurs muni ekki langt að bíða. Það er ekki sá aðili, sem viss er um ósigur, sem er vanur að hefja árásarstyrj- aldir, og ekki einu sinni ákveðnustu andstæðingar þeirra frýja Moskvumönnum vits. En hafa ekki Sovétríkin beitt öflugum áhrifum sínunr í næstu nágrannalöndum, þó ekki hafi komið þar til styrjalda, og stuðlað þar víðast livar að því að koma á fót stjórnarfari hliðstæðu sínu eigin? Rétt er það og ekki bót mæl- andi. En er þetta ekki í aðalatriðunr það sama og Bandaríkin hafa gert á sínu áhrifasvæði, sem er nriklu víðtækara, og er nauðsyn- legt að túlka þetta sem viðleitni til lreimsyfirráða? í grein, sem sænski sósíaldemókratinn og blaðamaðurinn Karl Fredriksson, er er aldrei hefir verið sakaður um að vera vinur Rússa eða fylgi- fiskur kommúnista, ritaði í tímarit sænskra sósíaldemókrata, Ti- den, í maímánuði sl., þ. e. eftir lrina alkunnu atburði í Tékko- slóvakíu, segir svo: „Mér kæmi það ekki á óvart, þótt viðleitni bolsévíkanna til að auka áhrifasvæði sitt, byggðist eingöngu á ósk þeirra að koma í veg fyrir, að þær eyðileggingarherferðir verði endurteknar, sem hvað eftir annað liafa geysað yfir hina rússnesku þjóðfélagsbyggingu.“ Sé þessi túlkun rétt, og mér finnst hún hafa mikið til síns máls, þá er ábyrgðarinnar á því, sem t. d. gerðist í Tékkoslóvakíu, ekki eingöngu að leita austur í Moskvu, heldur ekki síður hjá þeim leiðtogum í Bandaríkjunum og Vestur-Ev- í'ópu, sem alið hafa á styrjaldaróttanum, mönnunum með atóm- sprengjuna. Eg hefi hér gert að umræðuefni tvö aðalatriði þess áróðurs- flaums, sem flætt hefir hér yfir landið undanfarin ái', og nú mun vera talið, að sé búin að hafa þau áhrif, að þessi þjóð sé reiðubúin að afhenda land sitt sem herstöðvar til verndar sjálfri sér og ör- yggis lýðræðinu í heiminum, eins og það mun verða kallað. Um vernd í nútíma styrjöld getur aldrei verið að ræða, sízt fyrir þau svæði hnattarins, sem skipuð verða útvarðasveitunr. Lýðræðið í heiminum verður ekki tryggt með styrjaldarundirbúningi eða nýjum styrjöldum. Hitt mun óhætt að fullyrða, að átökin milli hinna tveggja risa séu þegar vel á vegi með að kyrkja lýðræðið, bæði hjá þeim sjálfum og annars staðar í heiminum, ný heims- styrjöld myndi tortíma því að fullu og öllu, hvor aðilinn sem sigraði. [Grein þessi er að mestu samhljóða ræðu, er höfundur flutti á fundi Stúdentafélags Reykjavikur þann 2. jan. 1949.] STÍGANDI 37

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.