Stígandi - 01.01.1949, Side 40

Stígandi - 01.01.1949, Side 40
HUGLEIÐINGAR Á HEIMLEIÐ Eítir ÞÓRARIN GUÐNASON Einum eða tveim dögum eftir að „Trölla£oss“ lagði af stað frá New York, heyrðum við „Útvarp Reykjavík," að vísu svo fjarlægt og afskræmt af truflunum, að sjaldan tókst að greina orðaskil, en raddirnar þekktust þó: Pétur, Jón Múli, Helgi Hjörvar. Það var ekki fyrr en við Nýfundnaland, sem við gátum lieyrt svo að segja hvert orð, að minnsta kosti til þeirra, sem skýrast tala og lang- drægastan útvarpsróm liafa. Útlendar fréttir eru ekkert nýnæmi, við hlustum enn á stöðvarnar í Halifax og St. John’s, en nú koma innlendar fréttir: Útfararkapellan í Fossvogskirkjugarði er tekin til starfa (langt mál um það) og Jólablað Æskunnar er nýkomið út með forsíðumynd af Maríu með barnið. „Flest er nú til tínt,“ verður einhverjum að orði. „Engar fréttir eru góðar fréttir," segir sessunautur hans. Ferðin gengur hægt og bítandi, stundum blæs á móti, og þá verður „Fossinum" lítið ágengt, en svo lægir aftur og batnar, og nú heyrist Reykjavíkurstöðin ágætlega: Blandaðir ávextir, Forn- aldarsögur Norðurlanda og hugvekja kollega míns, Páls Kolka, hressileg og skorinort, eins og lians var von, en slitin í sundur af stöðvarbilun, og gott ef ekki týndist stór kafli í því slagtogi. íslendingar ættu að vanda vel til útvarpsdagskrár sinnar, þótt ekki væri fyrir aðra sök en þá, að liún er síðasta kveðja landsins til þeirra, sem utan fara og fyrsta klappið á kollinn á okkur börnum þess, þegar við snúum aftur heim. Öld eftir öld hafa íslendingar á heimleið staðið í stafni og tár komið í augun, þegar skallinn á Öræfajökli gægðist upp úr öldunum. Nú á dögum er það eyrað, en ekki augað, sem fyrst skynjar nálægð heimahaganna; jafnvel þingfréttir geta hljómað sem fagnaðarboðskapur. Einhvers staðar suðvestur af suðurodda Grænlands lauk þingi Sameinuðu þjóðanna — ég á auðvitað við, að „Tröllafoss" var staddur þar, þegar okkur bárust fréttirnar af þingslitunum. Rússar og þeirra menn sögðu þingið hafa verið gagnslaust, og merkur út- 38 STÍGArtDI

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.