Stígandi - 01.01.1949, Síða 45

Stígandi - 01.01.1949, Síða 45
efnafræðingar og læknar; meira að segja þótti öruggara að hafa geðveikralækna með í förinni, ef ske kynni að þeirra gerðist þörf. Fyrstu sprengjunni var varpað 1. júlí. Af henni hlauzt miklu minna tjón en búizt hafði verið við, fá skip sukku eða skemmdust og geislaverkana gætti lítið eftir á, nema í skipum þeim, sent legið höfðu í miðju sprengjusvæðinu. Eftir aðra tilraunina, sem gerð var tæpum mánuði síðar, kom annað hljóð í strokkinn. Sú sprengja var látin springa undir yfirborði sjávar, og kom bráð- lega í ljós, að áhrif hennar urðu bæði varanlegri og geigvænlegii en þeirrar fyrri. Hafið umhverfis varð geislamagnað og hafsbotn- inn líka, vatnið, sem þyrlazt hafði óralangt í loft upp við spreng- inguna, féll sem geislavirkt regn niður á skipin og sjóinn og breiddi geislamagnaða blæju, ósýnilega, en banvæna, yfir hvað eina, sem fyrir varð. Smáfiskar átu geislavirkan sjávargróður og smituðust þannig af þessari dularfullu plágu, en voru síðan étnir af stærri fiskum, sem áttu sér einskis ills von. Ýtrustu varkámi varð að gæta við neyzlu vatns og þeirra fæðutegunda, sem hugsan- legt var, að eitrið hefði náð til, og þegar sjóherinn tók sig til og hugðist hreinsa óþverrann burt af þilfari skipanna, kom í ljós, að livernig sem þvegið var og burstað, nuddað og jafnvel skafið, var geislaverkunin söm og jöfn og engum manni vært á þiljum þessara eitruðu skipa nema skamma stund í senn. Að vísu sást þar ekkert óvenjulegt, hver krókur og kimi var fágaður og lneinn, og þeir, sem þar voru á ferli, fundu heldur ekki til neins, sem vekja mætti grun um hættu, en mennirnir, sem höfðu geislamælingarnar með höndum, voru alls staðar nálægir, horfandi á skífur sínar og með heyrnartól yfir eyrunum, hlustandi eftir snarkinu, sem gaf geisla- magnið til kynna. Þeir kváðu svo á um, hvar óhætt væri að vera og hversu lengi, og skipunum þeirra var hlýtt skilyrðislaust. Dr. Bradley getur þess, að mörgum gömlum sægarpi hafi þótt þröngt fyrir dyrum, þegar honum var tjáð, að lífshættulegt væri að standa á nýspúluðu dekkinu í blíðskaparveðri og öruggast væri að anda ekki að sér þessu tæra sjávarlofti öðruvísi en með gasgrímu fyrir vitunum. En þetta var afturelding nýrra tíma: öld kjarnorkunnar var runnin upp með öllum sínum furðulega umskiptingshætti. í rauninni hafði enginn búizt við þessum málalokum, og skyndilega var sem allir hefðu fengið nóg af Bikini. Við þriðju sprenginguna var hætt, svo að ennþá veit enginn, hver verða myndi árangur kjarnorkusprengingar í hyldýpi. Menn fóru að tínast burtu, hver heim til sín, nema þeir, sem fylgdust með eftir- STÍGANDI 43

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.