Stígandi - 01.01.1949, Qupperneq 49

Stígandi - 01.01.1949, Qupperneq 49
HUNGUR OG GERVIMATUR Eftir GYLFA Þ. GÍSLASON Sú kynslóð, sem nú er á bezta aldri á íslandi, þekkir ekki hungur af eigin raun. Sem betur fer hefir lífsbarátta hennar ekki mótazt af áhyggjum af því, hvað hafa skyldi til næsta máls. Auðvitað hefir þessa kynslóð skort margt, og hana skortir margt — það mun fylgja manninum, meðan hann er maður, að hann hafi meiri þarfir en þær, sem hann á kost á að fullnægja —, en þessa kynslóð hefir þó ekki skort hinar brýnustu nauðsynjar, t. d. ekki mat til að seðja hungur sitt. Af þessum sökum hættir mönnum oft við að gleyma því, að öflun daglegs brauðs var miklu ríkari þáttur í lífsbaráttu kynslóðarinnar næstu á undan, svo ríkur þáttur, að oft var á hausti horft með áhyggjum fram á vetur. Orðið sultur hljómaði ekki jafnóraunverulega í eyrum þeirrar kynslóðar og þessarar, sem nú lifir. Og mönnum hættir líka við að gleyma því, að þótt svonefndar menningarþjóðir hafi á þessari 20. öld yfirleitt ekki þurft að óttast matarskort — fyrst og fremst sökum stórbættra samgangna í heiminum — þá á mikill hluti mannkynsins enn þann dag í dag við mikinn matarskort að búa. Hundruðir milljóna manna þekkja sultinn ekki einungis af afspurn eða sem örlagavald í skáldsöguin, heldur sem ægilega staðreynd. Heismsstyrjöldin síðari og þær hörm- ungar, sem í kjölfar hennar hafa siglt, hafa leitt í ljós, að hungur- vofan hefir ekki verið hrakin eins langt frá menningarþjóðun- um svokölluðu, og menn höfðu þó álitið. Hún hefir birzt við dyr ýmissa þeirra, og það hefir valdið því, að menn hafa nú enn á ný tekið að hyggja vandlega að hinu gamla vandamáli: Er hægt að framleiða nægan mat á jörðunni handa öllu mannkyni? Á jörðunni eru nú 2125 milljónir manna. Eftir einn manns- aldur, eða um 1975, hefir mannkyninu líklega fjölgað um 500 milljónir að minnsta kosti. Ef allir menn ættu að geta fengið daglegan matarskammt, sem í væru 2600 hitaeiningar, þá gæti sá landbúnaður, sem nú er stundaður í heiminum, ekki fram- STÍGANDI 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.