Stígandi - 01.01.1949, Síða 50

Stígandi - 01.01.1949, Síða 50
leitt nema 60% a£ þeim matarforða. Nú er dreifing matvæla- framleiðslunnar meðal mannkynsins þannig, að nokkur hluti þess lifir í allsnægtum, aðrir hafa nóg til hnífs og skeiðar, en nær þriðjungur mannkynsins sveltur að staðaldri, þótt ekki sé tekið tillit til afleiðinga ófriðarins. Þegar ástandið er þannig nú, hvernig verður það þá eftir einn mannsaldur, þegar mann- kyninu hefir enn fjölgað um 500 milljónir? Hér vakna tvær spurningar, hvort hægt sé að liafa hemil á fólksfjölguninni, og hvort hægt sé að auka matvælaframleiðsluna. Ýmsar framfarir síðustu ára á sviði læknisfræði hafa leitt til þess, að manndauði Iiefir minnkað mjög og fjölgun aukizt. Sem dæmi tun það má nefna, að 1945 tóku brezku yfirvöldin í Guyana í Afríku að framkvæma ýmsar heilbrigðisráðstafanir. Þau sprautuðu m. a. skordýraeitri í öll ltíbýli, og gerðu ráð- stafanir, sem höfðu í för með sér, að mjög dró úr malaríunni, er rnikið liafði kveðið að áður. En síðan fjölgar íbúum Guyana um 10% á ári. Að sjálfsögðu má á hinn bóginn gera ráð fyrir, að jafnhliða því sem lífskjör rnanna í löndum eins og Indlandi og Kína batna, þá hafi það í för með sér tilhneigingu til hægari fólksfjölgunar, svo sem reynslan í Evrópu og Ameríku hefir sýnt. En ýmislegt veldur því þó, að ekki er líklegt, að fólksfjölgunin verði í þessum stóru löndum jafnhæg á næstunni og hún er nú orðin í Evrópu og Ameríku, svo að gera verður ráð fyrir mikilli fjölgun mannkynsins á þessari öld. En hverjar horfur eru þá á, að hægt verði að auka matvæla- framleiðsluna? Tæplega þriðjungur jarðarinnar er þurrlendi, en aðeins sjöttung hennar er hægt að hagnýta til landbúnaðarfram- leiðslu. Nú eru liins vegar aðeins 7% hagnýtt lil slíkrar fram- leiðslu, svo að eflaust er hægt að auka ræktun og matvælafram- leiðslu verulega frá því, sem nú er. Þess er að vísu að geta, að það land, sem bezt er fallið til ræktunar, hefir þegar verið ltag- nýtt, og það mun kosta mikið fé og mikla fyrirhöfn að auka ræktunina verulega. Ýmsar stórfenglegar framkvæmdir á þessu sviði eru þó á döfinni, svo sem áveitugerð Bandaríkjamanna í eyðilandi Kaliforníu og ræktun Gyðinga á Negeb-eyðimörkinni, sem komið hefir svo mjög við sögu í Palestínu-stríðinu. I Suður- Rússlandi er og unnið að miklum ræktunarframkvæmdum,' og áætlað hefir verið, að hægt væri að auka matvælaframleiðsluna í Indlandi um 30% á 10 árum, ef bændurnir hefðu efni á að nota betra útsæði og gætu keypt nógan áburð og skordýraeitur. 48 STÍGANDI

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.