Stígandi - 01.01.1949, Qupperneq 56

Stígandi - 01.01.1949, Qupperneq 56
enda kominn vel miður september, og ég er orðinn þreyttur, en þó þreyttastur a£ því að hafa hugsað um það allan daginn, livort mér muni stoða eða ekki stoða að biðja föður minn um leyfi til að fara á Hraunsrétt að morgni. Mér finnst ég ekki muni afbera það, ef mér verði neitað um þessa ævintýraför, ég, sem er bráðum 11 ára og þekki allar ær föður míns og veturgamla féð líka, og ætti því að geta orðið að liði við sundurdrátt á rétt. Og skyndilega grípur örvæntingarhugrekki mig — eða var það friðandi hauströkkrið, sem gaf mér hugdirfðina? — og ég spyr föður minn þessarar þýðingarmiklu spurningar: „Pabbi, má ég fara á Hraunsrétt á morgun?" Faðir minn þegir svo lengi, að ég fer að óttast, að liann hafi alls ekki heyrt til mín. Svo gerir liann síðasta reipið upp á klakkinn, lítur til lofts og segir brosandi: ,,Við sjáunr nú til í fyrramálið, ef ekki rignir.“ Það, sem eftir er kvöldsins, finn ég varla til fótanna á mér. Mér finnst ég svífa um. Fara á Hraunsrétt á rnorgun! Loksins átti sá draumur að rætast, því að óefað færi algóður guð ekki að láta rigna, þegar það skipti lítinn 11 ára sveinstaula svo óendanlega miklu, að veðrið væri gott. Urn kvöldið, þegar ég er háttaður, gleymi ég ekki að lesa Faðir- vorið, gleymska, sem annars lienti mig oft. En í jretta skipti er svo geysilega mikið í húfi. Ég les það meira að segja þrisvar. Um nóttina er svefninn stopull, og mér finnst aldrei ætla að morgna. Loksins klæðist þó faðir minn og gengur fram úr bað- stofunni. Hann er að gá til veðurs. Ég er alklæddur, þegar hann kemur inn. Faðir minn nemur tvíráður staðar á gólfinu, þegar hann sér viðbúnað minn, og segir loft Jmngbúið. Kannske rigni hann. En svo hefir honum víst sýnzt ótækt að setja albúinn ferðamann aftur, því að liann segir mér að skreppa eftir hestunum, Hring, Laxa og Þoku. Einn bræðra minna, eldri en ég, er sjálfsagður á réttina. Það er varla fullljóst af degi, þegar við erum komnir út í brún- ina fyrir ofan Stóru-Laugar, næsta bæ. Faðir minn situr á Hring, bróðir minn á Laxa og ég á Þoku. Lappi gamli, fjárhundurinn, rekur lestina. Þarna bætist Aðalgeir bóndi á Stóru-Laugum í hópinn og sonur hans fulltíða. Aðalgeir er hár og Jrrekinn myndarbóndi. Síðast- liðinn vetur hefir hann lánað mér marga íslendingasöguna úr litla 54 STÍGANDI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.