Stígandi - 01.01.1949, Side 64

Stígandi - 01.01.1949, Side 64
bakur, og cr nafn fclagsins valið til þess að minna á uppruna Hagalins, eftir því sem honum segist frá í formála fyrir I. bindi ritsafnsins. En sá Kaldbakur, sem félagið er heitið eftir, er milli Arn- arfjarðar og Dýrafjarðar og „rís hæst allra fjalla á Vestfjörðum, og þá er sjó- menn eru að veiðum á dýpstu miðum út af fjörðunum, sést hann stundum einn allra hnjúka hins hrikalega hálendis þessa landshluta, sem hefir ekki aðeins alið og mótað mig einan minnar ættar, heldur og forfeður mína og formæður langt afttir í aldir," að því cr Hagalín segir. Hagalín segir í formála þessum: „Út- gáftifélagið hefir ákveðið það fyrirkomu- lag á útgáfunni, sem mér er bezt að skapi." Er hún hin smekklegasta að prentun, pappír og bandi, og prófarka- lestur góður. En erfitt er að gera sér grein fvrir, hvaða skipun á að hafa um röð ritanna, neina helzt, að sú regla eigi að gilda að hafa um það enga reglu. í fyrsta bindi ritsafnsins er, auk for- mála, er Hagalín ritar sjálfur, ra'ða, er hann flutti á listamannaþingi 1942, og 15 smásögur, ritaðar 1943—1947, sumar áður prentaðar í blöðum og tímaritum, aðrar prentaðar hér í fyrsta sinn. Þetta bindi ritsafnsins kallast Gestagangur og á líklega að tákna það, að söguefnin hafi komið aðvífandi úr ýmsum stöðum. Þó eru sutnar þessar sögur raunar minning- ar höfundarins sjálfs, misjafnlega mikið færðar í skáldlegan hjúp (Friiken Bakke, llrcnnið þið vitar, Svipvindur, og a. m. k. að cinhverju leyti Jólagjafir barn- anna o. fl.). En telja má liklega, að beztu söguefnin, eða þatt, er höfundinum varð niest úr, hafi kontið aðvífandi inn í hug hans: Strandið á heiðinni, Staddur á Lágeyri, Fornar dyggðir, Drengskapur, Snúran, Eordæmi, Undarleg er mann- eskjan, Olltt breyta þeir. Sumar þessar stigttr ertt nteðal beztu smásagna Hága- líns, en engin þeirra sýnir þó nýja ltlið á rithöfundarhæfileikum hans. í tiðru bindi er fyrst löng ritgerð eftir Stefán prófessor Einarsson: Guðmundur Gfslason Hagalín fimmtugur. Er það mjög greinargott yfirlit yfir æviferil og rithöfundarferil Hagalíns, ritað af kunn- tigleik og samúð, enda hefir Hagalín sjálfur lagt til mikið af heimildunum. Þessa ritgerð ættu allir þeir, er unna ís- lenzkum bókmenntttm, að lesa, hvert setn er viðhorf þeirra til Hagalíns sem skálds, því að úr mörgu greiðir hún til skilnings og sumu ágætlega. Verið getur að vfsu, að einhverjum þyki ekki til bragðbætis sums staðar, hve þykkt er smurt lofið. en skafi þeir það þá ofan af, því að þá er góðttr matur eftir. Eftir þessari ritgerð, sem er 140 bls., fara þrjár hinna eldri sagna Hagalíns. Vestan úr Fjprðum (lokið 1924), Veðttr öll válynd (rituð 1925) og Kristrún í Hamravík (lokið 1933). Þessar sögttr eru hér í réttri aldursröð sín á milli, en á milli þeirra ritaði Hagalín aðrar sögttr, sem eflaust eiga að koma í síðari bind- ttnum. Vestan úr fjörðttm cr fyrsta langa sagan, er Hagalín birti. Hann mttn hafa ætlað að rita framhald þeirrar sögu, en horfið frá því, e. t. v. vegna þess að hon- iim hefir fundizt sagan misheppnuð það sem komið var, og hefir það þá verið rétt á litið. \'eðttr öll válynd ber helzt að skoða sem nokkttð langa smásögu (no- vellette). Það er ein af allra beztu sögum Hagalíns, lýsing á þögulu og stórbrotnu fólki í grimmúðugu ttmhverfi, römm, sérstæð og eftirminnileg. Kristrún í Hamravík er of kunn til þess að um þurfi að ra'ða. Rit séra Jónasar Jónssonar frá Hrafnagili. I. Sahamálasögur. II. ]nn lialti og fleiri sögur. Útgáfa Jónasar og Halldórs Rafnar. Séra Jónas Jónasson á Hrafnagili var um eitt skeið einhver umdeildasti rit- höfundur þjóðarinnar og þótti þeim, er 62 STÍGANDI

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.