Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.04.2014, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 12.04.2014, Qupperneq 2
12. apríl 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 Bjarni Frímann Karlsson sagði það ólýsanlega mikinn létti að vera loks búinn að skila frá sér skýrslunni um fall sparisjóðanna. Bjarni var í rannsóknarnefnd Alþingis um fallið. Jörundur Guðmundsson, formaður Félags háskólakenn- ara, sagði háskólakennara standa fast á því að ekki yrðu haldin nein próf næðust ekki sættir í kjaradeilunni við ríkið. Sigríður Mogensen hagfræð- ingur sagði vísbendingar um umfangsmikla svarta atvinnu- starfsemi í ferðaþjónustunni. Skatttekjurnar fylgdu ekki auk- inni neyslu ferðamanna. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, biðlaði til landeigenda við Geysi um að halda ímyndinni um frjálsa för óspilltri. FIMM Í FRÉTTUM SPARISJÓÐASKÝRSLA OG SVÖRT VINNA ➜ Tinna Helgadóttir, sem varð Íslandsmeistari í badminton í þriðja sinn, sagði að eldmóð vantaði í barna- og unglingastarfi ð í badminton hér á landi. ANDSTÆTT ÍSLENSKUM HAGSMUNUM AÐ SLÍTA 16 Þorsteinn Pálsson um aðildarviðræður við Evrópusambandið. SAGA ÚR SAKAMÁLI 18 Gestur Jónsson um vitni, upplýsingar og hlutverk verjanda. ORKA, FISKUR OG JAFNRÉTTI 18 Gunnar Bragi Sveinsson um alþjóðlega þróunarsamvinnu. FRÉTTIR 2➜12 SKOÐUN 16➜18 HELGIN 20➜58 SPORT 82➜84 SEGLAGERÐIN ÆGIR Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR Þýsk gæði ÚRSLITALEIKUR 84 Liverpool tekur á móti Man. City í leik sem er stillt upp sem úrslitaleik ensku úrvalsdeildarinnar í ár. ERFIÐ FERÐALÖG 82 Dregið var í riðla fyrir EM 2016 í handbolta í gær. Ísland lenti í snúnum riðli og þarf að leggjast í löng ferðalög. MENNING 68➜71 HAMLET LITLI FRUMSÝNDUR 68 Fylgt er upprunalegu verki Shake- speares, sögunni af drengnum litla Hamlet. FRÍMÚRARAR HALDA TVENNA TÓNLEIKA 68 Frímúrarakórinn heldur tvenna tónleika á morgun í regluheimilinu að Skúlagötu. LÍFIÐ 72➜90 UNGUR Á UPPLEIÐ 76 Grettir Valsson fer með hlutverk í sýningunni Dagbók djasssöngvarans. MCDONALD’S Í TÍSKU 74 Moschino kynnti nýja tískubylgju á tískupöllunum. HART BARIST UM HYLLI ÁHORF- ENDA 72 Næstu þátttakendur í Ísland Got Talent kynntir. GRÆÐA VEL Á BRÉFUM 4 Starfsmenn Sjóvár, sem keyptu bréf í hlutafj árútboði tryggingafélagsins, gátu við lokun markaða í gær grætt allt að 1,5 milljónir króna á bréfunum. Almennir fj ár- festar gátu mest grætt 34 þúsund krónur. TREYSTA UTANRÍKISRÁÐU- NEYTI MINNST 8 Í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup segjast fæstir treysta utanríkisráðuneytinu en fl estir menntamálaráðuneytinu. Munur er á viðhorfi til ráðuneyta eft ir stjórnmála- skoðunum. FJÖLSKYLDA FÉKK SPARISJÓÐSFÉ 12 Fyrrverandi stjórnarformaður, einn stjórnarmaður og börn sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Kefl avík nutu mikillar fyrirgreiðslu hjá sjóðnum. Útlán til starfs- manna námu alls 1.520 milljónum króna við yfi rtöku FME. FJÖLBREYTT ÚTSKRIFTARSÝNING 20 Björg Vilhjálmsdóttir er einn af tíu nemendum sem sýna afrakstur meistara- náms í hönnun og myndlist. VILL EKKI HRÆÐA FÓLK 32 Marta Eiríksdóttir hefur tvisvar fengið að kenna á hinum skæða Lyme-sjúkdómi. BESTU OG VERSTU ENDURGERÐIRNAR 36 Fréttablaðið tók saman lista yfi r nokkrar góðar og slæmar endur- gerðir kvikmynda í Hollywood. VILL ÞÉTTA BYGGÐ 38 S. Björn Blöndal um borgarmálin í Reykjavík. RÁDÝR OG VILLISVÍN Í REYKJAVÍK 54 Flækjusaga dagsins frá Illuga Jökulssyni. STJÓRNMÁL Í nýrri skoðanakönn- un sem Capacent Gallup gerði fyrir hóp sem kannar möguleika á stofnun nýs stjórnmálaflokks kemur fram að 21,5 prósent aðspurðra telja það líklegt eða öruggt að þeir myndu kjósa Evr- ópusinnaðan flokk hægra megin við miðju. Sextán prósent segja það hvorki líklegt né ólíklegt og 62,5 prósent segja það ólíklegt eða að þau myndu örugglega ekki kjósa flokkinn. Spurt var: Ef fram kæmi nýtt framboð Evrópusinnaðs flokks hægra megin við miðju, hversu líklegt eða ólíklegt er að þú myndir greiða slíku framboði atkvæði þitt í alþingiskosning- um ef kosið yrði til Alþingis í dag? Könnunin var unnin 3. til 10. apríl. Svarendur voru 1.667 og þar af tóku 1.378 afstöðu. Í nýlegri skoðanakönnun MMR sagði 38,1 prósent aðspurðra koma til greina að kjósa nýtt framboð hægri manna sem nyti stuðnings Þorsteins Páls- sonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðis flokksins. Benedikt Jóhannesson, for- maður sjálfstæðra Evrópu- manna, tengist hópnum sem stóð að könnuninni. „Ég held að niður- stöðurnar staðfesti að það virð- ist vera góður grundvöllur fyrir frjálslyndum flokki sem leggur áherslu á markaðsviðskipti og vestræna samvinnu. Miðað við þetta er allmargt fólk sem telur að það sé einmitt tímabært að fara fram með hann núna,“ segir Benedikt. Ef greint er hvað þeir sem líklegt er að kjósi þennan flokk kusu síðast kemur í ljós að 26 prósent af fylginu koma frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokk- inn vorið 2013, 20 prósent Sam- fylkinguna, 16 prósent Fram- sókn, 15 prósent Bjarta framtíð, 4 prósent Vinstri græna og 2 pró- sent Pírata. Eva Heiða Hönnudóttir stjórn- málafræðingur segir niðurstöð- ur könnunarinn- ar áhugaverð- ar. „Það kemur ekki á óvart að af þeim sem eru tilbúnir til að kjósa nýjan hægriflokk kaus fjórðung- ur Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Þar á eftir kemur Samfylkingin og þar eru væntan- lega á ferðinni hægri kratarnir sem eru Evrópusinnaðir,“ segir Eva Heiða. „Það er líka áhuga- vert að 16 prósent af þeim sem myndu kjósa nýtt framboð kusu Framsókn síðast, miðað við hversu mikið Framsókn hefur sett sig á móti ESB.“ freyr@frettabladid.is 20% myndu kjósa nýjan hægri flokk Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup myndu rúm 20 prósent að- spurðra kjósa nýjan Evrópusinnaðan stjórnmálaflokk hægra megin við miðju. BENEDIKT JÓHANNESSON Formaður sjálf- stæðra Evrópu- manna segir niðurstöðurnar staðfesta að góður grundvöll- ur sé fyrir nýjum hægriflokki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EVA HEIÐA HÖNNUDÓTTIR SUÐUR-AFRÍKA Oscar Pistorius sagði við réttarhöld í gær að kær- astan hans, Reeva Steenkamp, hefði ekki öskrað þegar hann greip byssu sína og skaut hana til bana. Saksóknarinn sagði ólíklegt að Steenkamp hefði staðið inni í baðherberginu án þess að segja nokkuð á meðan Pistorius var þrjá metra í burtu að æpa á hana að hringja í lögregluna. Pistorius sagðist ekki geta útskýrt hvers vegna hún kallaði ekki á hann. Íþróttamaðurinn hefur neitað því að hafa myrt Steenkamp og segir það hafa verið slys. Hann hafi haldið að innbrotsþjófur væri í húsinu og skaut af byssu sinni í gegnum baðherbergisdyrnar. Saksóknarinn spurði Pistorius hvers vegna hann athugaði ekki hvort Steenkamp hefði heyrt hróp hans um að hringja í lögregluna og af hverju hann hefði ekki viljað fara með hana í öruggt skjól í stað þess að skjóta á hinn meinta inn- brotsþjóf. Pistorius sagði það vera hluta af persónuleika sínum að takast strax á við þann aðila sem hann hélt að væri að brjótast inn. Saksóknarinn sakaði Pistorious um lygar. „Hún var ekki hrædd við innbrotsþjóf. Hún var hrædd við þig,“ sagði hann. - fb Yfirheyrslur yfir íþróttamanninum Oscari Pistorious héldu áfram í gær: Segir Steenkamp ekki hafa æpt OSCAR PISTORIUS Getur ekki útskýrt hvers vegna Steenkamp kallaði ekki á hjálp. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ólíklegt/örugglega ekki Öruggt/líklegt Hvorki líklegt né ólíklegt 62,5% 16,0% 21,5% Ef fram kæmi nýtt framboð Evrópusinnaðs flokks hægra megin við miðju, hversu líklegt eða ólíklegt er að þú myndir greiða slíku framboði atkvæði þitt í alþingiskosn- ingum ef kosið yrði til Alþingis í dag? STUÐNINGUR VIÐ NÝJAN HÆGRI FLOKK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.