Fréttablaðið - 12.04.2014, Síða 4
12. apríl 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4
25%
66 konur
fengu gjafasæði á fyrstu
þremur mánuðum þessa árs. 8
200
listamenn koma fram á
tónlistarhátíðinni Iceland
Airwaves sem haldin
verður í byrjun nóvember.
Hamborgarabúlla Tómasar verður
opnuð í Kaupmannahöfn í maí.
er heildarkostnaðurinn
við fall sparisjóðanna
en hann gæti orðið hátt
í 300 milljarðar.
23 tonn er það magn sem útgerðarfyrir-tækið Vísir hefur
fengið úthlutað
í byggðakvóta
á síðustu fimm
árum.
landsmanna eru
ánægð með störf
ráðherra í ríkis-
stjórn Sigmundar
Davíðs Gunn-
laugssonar en
um helmingur
óánægður.
05.04.2013 ➜ 11.04.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
33 milljarðar2.552 milljarðar
liggja í eignum
slitabúa föllnu
bankanna eða um
143 prósent af
landsframleiðslu.
ÍSLENSK
Fljótlegt
gott&
ÍSLENSK
FRAMLEIÐSLA
KJÖTSÚPA
FRÁBÆR VEIÐIFÉLAGI
ERLENT Frans páfi hefur beðist
afsökunar á þeim skaða sem
barnaníð innan kirkjunnar hefur
valdið. Yfirlýsingin kom fram í
útvarpi Vatíkansins í Róm.
Yfirlýsingin er sögð vera sú
mest afgerandi sem komið hefur
frá páfa til þessa varðandi mál-
efnið.
Yfirlýsingin kemur eftir harða
gagnrýni Sameinuðu þjóðanna á
meðferð Vatíkansins í kynferðis-
brotum kirkjunnar manna. Kaþ-
ólska kirkjan hefur setið undir
fjölda ásakana um barnaníð víðs
vegar um heiminn. - ssb
Páfinn sendi frá sér yfirlýsingu:
Biðst afsökunar
á barnaníði
Snjólaug Ólafsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
ENN VETUR Norðan 8-15 m/s, hvassast A-til en dregur úr vindi seint í dag, fyrst V-til.
Snjókoma á N-verðu landinu í dag en stöku skúrir eða slydduél S-lands. Fremur hægur
vindur á morgun og víða nokkuð bjart. Snýst í S-læga átt á mánudag með úrkomu.
-2°
7
m/s
1°
8
m/s
2°
7
m/s
4°
12
m/s
Fremur
hægur
vindur.
Víða
fremur
hægur
vindur,
vaxandi
SV-átt
síðdegis.
Gildistími korta er um hádegi
17°
27°
10°
18°
16°
11°
19°
11°
11°
16°
16°
21°
22°
17°
20°
16°
12°
19°
3°
7
m/s
3°
11
m/s
2°
8
m/s
1°
10
m/s
0°
8
m/s
0°
8
m/s
-2°
8
m/s
4°
4°
-1°
1°
3°
4°
1°
3°
0°
3°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
MÁNUDAGUR
Á MORGUN
SAMFÉLAG Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ákvað að láta peninga-
seðla sem hann reif á Alþingi í gær renna til Mæðrastyrksnefndar.
Jón Þór hafði rifið þrjá tíu þúsund króna seðla til að gagnrýna hvernig
staðið væri að umræðum á þinginu vegna skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis um fall sparisjóðanna.
Þingmaðurinn gerði sér síðan ferð í Landsbankann þar sem hann gat
skipt rifnu seðlunum út fyrir heila. Aðalheiður Frantzdóttir hjá Mæðra-
styrksnefnd Reykjavíkur tók vel á móti Jóni Þór og kynnti honum starf-
semi samtakanna stuttlega. Gladdist hún mjög þegar þingmaðurinn
afhenti henni þrátíu þúsund krónurnar. „Mér fannst bara ágætt að láta
þessa seðla fara til þeirra sem þurfa mest á þeim að halda,“ sagði Jón
Þór. - ktd
Þingmaður Pírata reif tíu þúsund króna seðla í ræðustól:
Mæðrastyrksnefnd fékk seðlana
FÉKK 30 ÞÚSUND KRÓNUR Aðalheiður Frantzdóttir tók á móti peningunum með
bros á vör. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
ALÞINGI Sigurður Ingi Jóhanns-
son umhverfisráðherra fékk á sig
harða gagnrýni á þingi á fimmtudag
þegar hann vísaði breytingartillögu
við rammaáætlun til atvinnuvega-
nefndar Alþingis. Segja má að botn-
inn hafi dottið úr umræðunni vegna
vísunarinnar og var henni frestað
þar til eftir páska.
Þingmenn Vinstri grænna full-
yrða að tillag-
an eigi heima í
umhverfis- og
samgöngunefnd.
Svandís Svav-
arsdóttir, þing-
kona VG, segir
að umhverfis-
ráðherra hafi
með þessu rifið
rammaáætl-
un í sundur. „Stóra tillagan var
afgreidd og unnin í umhverfis-
nefnd enda er rammaáætlun á for-
ræði umhverfis ráðherra samkvæmt
forseta úrskurði. Umhverfisnefnd er
búin að vera að vinna með ramma-
áætlun þannig að þetta er ekki bara
vitlaust heldur líka óskynsamlegt.
Með þessu erum við búin að tæta í
sundur rammaáætlun og farið er út
fyrir hugmyndina um vernd og nýt-
ingu.“ Hún segir að umhverfisráð-
herra sé að reyna að draga úr vægi
umhverfisverndar. „Þetta eru ekki
mistök heldur pólitísk afstaða.“
Jón Gunnarsson, formaður
atvinnuveganefndar, segir að færsl-
an sé í takt við stefnu ríkisstjórn-
arinnar. „Þetta er í samræmi við
málflutning okkar í þessu máli. Við
gagnrýndum mjög að þetta væri
sett til umhverfisverndar en ekki
atvinnuveganefndar á síðasta kjör-
tímabili.“
Rammaáætlun hafði áður verið á
forræði iðnaðarnefndar þegar áætl-
unin heyrði undir iðnaðarráðuneyt-
ið. Það breyttist þegar umhverfis-
og auðlindaráðuneyti var stofnað
árið 2012.
Einar K. Guðfinnsson, forseti
Alþingis, sagði við umræðu máls-
ins á þingi að það samrýmdist þing-
sköpum. „Annars vegar er talað
um að mál sem lúta að rannsóknum
auðlinda eigi að fara í umhverfis-
nefnd en nýting þeirra í atvinnu-
veganefnd. Túlkun á þessu hefur
hins vegar verið umdeild í þinginu.“
Einari finnst líklegt að til atkvæða-
greiðslu komi um meðferð tillög-
unnar eftir páska.
Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstri grænna, segir þingsköp
skýr. „Ég tel að þeir séu að mistúlka
þingsköpin og hef enga trú á öðru en
að það verði leiðrétt.“
Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhanns-
son við vinnslu fréttarinnar.
snaeros@frettabladid.is
Segir að draga eigi
úr umhverfisvernd
Hart var tekist á á Alþingi á fimmtudag þegar umhverfisráðherra vísaði mál-
efnum rammaáætlunar í atvinnuveganefnd. Vinstri græn telja að með tillögunni
ætli ráðherra að draga úr vægi umhverfisverndar og þrýsta á um virkjun í Þjórsá.
Tillagan sem vísað var til atvinnuveganefndar snýr að tilfærslu Hvamms-
virkjunar í Þjórsá úr biðflokki rammaáætlunar í orkunýtingarflokk. Tillagan
er breyting á rammaáætlun sem samþykkt var í janúar í fyrra. Það var
verkefnisstjórn rammaáætlunar sem lagði breytinguna til en við samþykkt
rammaáætlunar á síðasta ári hafði tillögu verkefnisstjórnar um nýtingu
Hvammsvirkjunar verið snúið við af ráðherra.
Hvammsvirkjun í Þjórsá í nýtingarflokk
HVAMMSVIRKJUN Í ÞJÓRSÁ Ráðherra stefnir að því að koma svæðinu í nýtingar-
flokk. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SVANDÍS
SVAVARSDÓTTIR
SKÓLAMÁL Í kjölfar þriggja vikna
kennaraverkfalls hafa margir
framhaldsskólar gripið til þess
ráðs að afturkalla hluta af fríum
nemenda.
Til dæmis verður kennt í Fjöl-
brautaskólanum við Ármúla
frá mánudegi til miðvikudags í
næstu viku en þá átti páskafrí
að vera hafið. Sömuleiðis verður
ekki frí þriðjudaginn eftir páska
frekar en í Menntaskólanum á
Ísafirði þar sem einnig verður
kennsla á sumardaginn fyrsta.
Lesa má um breytta tilhögun á
heimasíðum skólanna. - gar
Eftirmál kennaraverkfalls:
Páskafrí skorið
niður í skólum