Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 26
12. apríl 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 Konur eru með minna sjálfstraust, það er bara staðreynd. Við þurfum líka að gera allt 100 prósent til þess að þora að sækja um stöðu- hækkun. Svo miklum við þetta mögulega fyrir okkur og höldum að við getum ekki sameinað vinnu og einkalíf ef við erum yfirmenn. Það er bara ekki rétt lengur … Við hittumst á kaffihúsi og það er stór hópur fólks með myndavélar og önnur tæki á borð-inu við hliðina á okkur. „Hvað ætli þau séu að gera, taka upp auglýsingu?“ spyr Ingibjörg og grannskoðar hópinn. Svo skellir hún upp úr og segir forvitnina fylgja því að vera fréttamaður. „Nú er ég bara farin að spyrja fólk í stað þess að velta mér upp úr því og í flestum tilfellum er það ekkert spennandi og ég sé eftir því að hafa spurt.“ Eina konan í yfirmannsstöðu Ingibjörg hefur búið í Bretlandi í 17 ár. Hún tók mastersgráðu í alþjóðastjórnmálum þar í landi og hóf störf hjá BBC fljótlega eftir útskrift. Hún byrjaði neðst í stiganum hjá fjölmiðlafyrirtæk- inu, við grunnvinnslu á fréttum, og hefur klifrað upp stigann hratt og örugglega. Nú starfar hún sem ritstjóri breskrar fréttavef- síðu BBC, stýrir fréttavali og blaðamenn miðilsins starfa undir hennar stjórn. Í deildinni eru sjö yfirmenn og hún er eina konan. „Það eru fleiri konur en karlar Ingibjörg Þórðardóttir er einn af ritstjórum fréttavefsíðu BBC og er þar með ábyrg fyrir fréttaöflun og rekstri einnar virtustu fréttasíðu veraldar. Hún ræðir mögulegar ástæður þess að færri konur en karlar eru í stjórnunarstöðum í fjölmiðlum, hvetur konur til þess að harka af sér og „sækja bara um“ og þakkar sterkum kvenfyrirmyndum og femínískum föður fyrir þann árangur sem hún hefur náð. BYRJAÐI NEÐST Ingibjörg hefur klifrað upp metorðastigann hjá BBC hratt og örugglega. BBC Kölluð íslenska hörkutólið á Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is sem byrja í neðstu þrepum fjöl- miðlanna. Svo detta þær út á leiðinni upp. Því hærra sem farið er upp, því færri konur. Það sem BBC þarf að einbeita sér að er að komast að því af hverju það gerist. Ef það er af því að konur fara í barneignafrí og á meðan ná karlarnir forskoti með auk- inni reynslu, þá þurfum við að taka á því og passa að konur séu ekki verr settar þegar kemur að því að sækja um yfirmanns- stöðu. Svo er ég hrædd um að karlar ráði einfaldlega frekar karla. Þetta er stundum spurning um tengingu en það að ráða þann sem er líkastur þér og þú tengir best við er ekki rétt hugsun. Þannig verður fyrirtækið of eins- leitt og sérstaklega í fjölmiðlun. Það er lífsnauðsynlegt fyrir fjöl- miðla að hafa breiðan hóp starfs- fólks til að skilja mismunandi hópa samfélagsins og koma með nýja vinkla á fréttirnar. Ef karl- menn eru þeir einu sem stjórna fréttamatinu þá segir það sig sjálft hversu einsleitar fréttirnar verða.“ Venja sig af fullkomnunaráráttu Ingibjörg segir vandann einnig liggja hjá konunum sjálfum og þær þurfi að komast yfir full- komnunaráráttu sína. „Konur eru með minna sjálfstraust, það er bara staðreynd. Við þurfum líka að gera allt 100 prósent til þess að þora að sækja um stöðuhækkun. Svo miklum við þetta mögulega fyrir okkur og höldum að við getum ekki sameinað vinnu og einkalíf ef við erum yfirmenn. Það er bara ekki rétt lengur, í fyrsta lagi hjálpar tæknin til því maður getur unnið að hluta til heima og í öðru lagi þurfa fyrir- tækin að skilja að það er ekki tímafjöldinn sem skilgreinir góðan starfsmann, heldur vinnan sem hann leggur fram. Konur verða að komast yfir þennan hugsunarhátt og sækja bara um!“ Ingibjörg segir mikilvægt að konur komi með sína sýn á fréttir en er algjörlega mótfallin því að kalla hörðu málin strákamál. „Við konurnar tökum annan vinkil á hörðu málin. Ég er alveg sannfærð um að oft sé betra að fá sýn konunnar. Það hefur oft sýnt sig í stríðsfréttamennsku að konur ná betri viðtölum því þær ná að tengjast betur viðmæl- endum sínum og komast að hjart- anu. Auðvitað er þetta alhæfing og örugglega margir karlmenn sem geta gert það eins vel, en ég held þeir séu færri.“ Sveitakona sem gengur í verkin Ingibjörg finnur alveg fyrir því að hún sé í karlaveldi á BBC án þess að það trufli hana sérstak- lega. Á ritstjórnarfundum líður henni stundum eins og hún sé í herbergi fullu af górillum sem berja sér á brjóst og reyna að þóknast alfa-górillunni. Á öðrum fundum tala allir í kapp hver við annan en konurnar halda sér frekar til hlés. Hún segist þó ekki finna fyrir annars konar framkomu frá starfsfélögunum af því að hún sé kona. Hún finnur meira fyrir því að hún er íslensk kona. „Ég er stundum kölluð hörkutól og þá segi ég að það sé af því að ég var í sveit á Vestfjörðum allan minn barndóm og þar gengur maður bara í verkin,“ segir Ingi- björg og hlær. „Þetta hefur snú- ist upp í að verða mín sérstaða, það að ég hafi annan bakgrunn en flestir, því ég get komið með nýja vinkla á fréttirnar. Það tók mig smá tíma að komast á þann stað að finnast ég ekki þurfa að fela ófullkomnu enskuna og að ég þekki ekki menningu og sögu Bretlands eins vel og aðrir. Ég gerði mér bara grein fyrir því að það væri allt í lagi að ég vissi ekki allt. Ég veit sumt mjög vel, annað get ég bara gúglað.“ Starfsframi og fjölskylda Ingibjörg er töluvert ólík bresk- um framakonum í sambæri- legri stöðu því hún á tvö börn, en margar breskar konur velja á milli starfsframa og fjölskyldu. „Þetta er vissulega erfiðara í Bretlandi út af dagvistunar- málum og jafnvel þótt börnin séu orðin eldri þá eru þau aldrei ein heima eins og íslensku börnin. Svo skreppur maður ekkert heim úr vinnunni. En þetta gengur upp hjá mér af því að ég og maðurinn minn sinnum þessu jafnt, sem er ekkert sjálfsagt hér úti. En ég er alin upp við það og ég hef áttað mig á því í seinni tíð hvað það er mikilvægt að hafa alist upp við að mamma og allar hinar sterku konurnar í fjölskyldunni unnu alltaf úti, létu aldrei vaða yfir sig og stjórnuðu öllu með harðri hendi. Ekki síður var mikilvægt að alast upp við að foreldrar mínir tóku jafnan þátt í uppeld- inu og pabbi gerði ekkert minni kröfur til okkar systranna hvað varðar menntun og starfsval af því að við vorum stelpur. Greyið mamma og pabbi þurfa að súpa af því seyðið núna með okkur syst- urnar harðákveðnar,“ segir Ingi- björg og hlær en systir hennar hefur tekið fjölmarga Íslendinga í einkaþjálfun og fengið viður- nefnið Ragga nagli enda hörð í horn að taka. „En þetta uppeldi hefur veitt mér ákveðna sérstöðu á breskum vinnumarkaði og því hefur mér alltaf þótt sjálfsagt að sinna starfsframanum en jafn- framt eiga börn og fjölskyldulíf.“ Nýta okkur sérstöðuna Skilaboð Ingibjargar til íslenskra fjölmiðlakvenna er að höfða til breiðari hóps með fjölbreyttari viðmælendum og skilaboð hennar til allra íslenskra kvenna er að hika ekki við að koma fram í fjöl- miðlum. Hún hefur unnið að verk- efnum, sem BBC hefur staðið fyrir til að fjölga kvenkyns við- mælendum, með því til dæmis að byggja upp sérfræðingalista með konum. „Það þarf bara að þjálfa konur til að koma fram í viðtali. Konur eru hræddari, jafnvel hégóma- gjarnari og til dæmis oft með áhyggjur af útlitinu. Þetta er erf- itt í byrjun en það venst og það eina sem skiptir máli er hvað þú ert að segja. Við konur megum ekki gera okkur að fórnarlömbum og halda okkur þar af leiðandi til baka. Við erum bara öðruvísi en karlar að mörgu leyti og það er allt í lagi. Okkar áskorun er að nýta sérstöðuna okkur í vil. Þetta gerist ekki á einum degi eða einum áratug en við þurfum samt að demba okkur svolítið út í þetta og hafa gaman af því.“ FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.