Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 40
12. apríl 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 40 Hagnýtt App vikunnar er að þessu sinni ákaflega hagnýtt íslenskt smá- forrit og ber það nafnið Já.is-appið, en það fór í loftið fyrir skömmu. Þetta er í fyrsta skipti sem upp- lýsingar af Já.is eru gefnar út á app-formi. Auðvelt Allir þekkja það að vera í vandræðum með að leita að símanúmeri og þurfa að bíða eftir því í langan tíma að já.is-síðan í símanum hlaði sig, hvað þá að bíða eftir því að ná sambandi við já.is símleiðis þegar maður þarf að nálgast símanúmer í snatri. Já.is appið leysir mörg vandamál í þeim efnum. Þriðjungur þeirra sem heimsækja Já.is gerir það í gegnum spjaldtölvur eða snjallsíma og mun appið bæta aðgengi þeirra notenda að upp- lýsingum vefjarins til muna. Þægindi Hönnun og framsetning upplýsinga í appinu er mikil bylting frá því sem Íslendingar þekkja í númeraleit. Til að mynda tekur aðeins 5-10 sekúndur að opna appið og fá þær upplýsingar sem óskað er eftir í samanburði við 30- 50 sekúndur sé farið í gegnum Já.is í vafra símtækis. Hentugt Ókeypis verður að fletta upp í appinu líkt og á vefnum Já.is. Ásamt því að geta fundið upplýs- ingar um símanúmer er einnig hægt að hringja, senda sms-skilaboð eða tölvupóst, skoða staðsetningu á korti, fá vegvísun, finna afgreiðslu- tíma, samfélagsmiðla og finna umsagnir um fyrirtæki í gegnum appið. Ókeypis Appið er frítt og virkar fyrir Android stýrikerfið (2.3.3 og nýrri) og Apple stýrikerfi, iPhone og iPad (iOS 6 eða nýrri). Já.is tekur skýrt fram að Já.is- appið kemur ekki í staðin fyrir Já Núna appið sem veitir þér upp- lýsingar um þann sem er að hringja áður en símtali er svarað. APP VIKUNNAR JÁ.IS Heimasíða barnafatatískutímaritsins La petite Magazine er einstaklega skemmtileg og veitir góða innsýn í heim tískunnar fyrir yngri kynslóðina. Á síðunni er að fi nna blaðið í vefút- gáfu og blogg sem ljúft er að fylgjast með. Myndirnar eru hver annarri fe- gurri. Þetta er síðan fyrir mæður sem hafa áhuga á tísku. Skoðið hugmyndir að fl ottum barnaherbergjum og ýmiss konar heimasmíði og föndri. La petite Magazine er einnig að fi nna á Insta- gram og Facebook. FYLGSTU MEÐ... Barnatiskusíðunni lapetitemag.com 1 Hvað halda margir um þig sem er alls ekki rétt? Að ég sé miklu eldri. Ég er þrjátíu en sumir halda að ég sé 42 ára. 2 Hvað kæmi fólki sem kynntist þér mest á óvart? Mjög líklega hvað ég er laginn rafsukkari. Ég átti að fara í rafvirkjun frekar en að verða viðskiptafræðingur. 3 Hvað kemur út á þér tárunum? Gleðiefni, oftast tengd bata, sögulegum sáttum eða einhvers konar upprisu. 4 Hvað gerir þig pirraðan? Stundum allt, stundum næstum ekkert. Ég er raketta. Snöggur upp en sneggri niður. 5 Hvað er fyndnast í heimi? Bresku Office-þættirnir hafa ekki enn verið toppaðir. 6 Er líf á öðrum hnöttum? Ég treysti mér allavega ekki til að útiloka það. 7 Hvert er fallegasta hljóð sem þú hefur heyrt? Ok, væmið, en það er sennilega hjalið í drengjunum mínum nýfæddum. 8 Hvað gerirðu þegar allir aðrir eru sofn-aðir? Fer í FIFA 14. 9 Hvaða frægu persónu ertu skotinn í? Oliviu Pope í sjónvarpsþáttunum Scandal. 10 Ef þú mættir taka eina bók, eina plötu og eina bíómynd með þér á eyðieyjuna, hvað yrði fyrir valinu? Ég myndi taka Gamlingjann, því ég á eftir að lesa hana, platan (geisladisk- urinn) yrði Sumarliði, Hippinn og allir hinir, sem er safnplata með Bjartmari. Síðan myndi ég horfa daglega á Jón Odd og Jón Bjarna. 11 Hver er fyrsta minningin þín? Ég stand-andi í stofuglugganum heima í Kamba- hrauni 44. Amma Hulda heitin er að renna úr hlaði á litlu Súkkunni (Suzuki) sinni. Ég horfi á hana keyra í burtu og segi: „Haltu kjafti, amma.“ 12 Hvað verðurðu að gera eftir fimm ár? Ég held ég verði að gera svipaða hluti. Tengda fjölmiðlum og skemmti- bransa. Ég er að gera það sem mér finnst skemmtilegast. 13 Pálmi Gunnars eða Björn Jörundur? Pálmi, að sjálfsögðu. Björn er dásamlegur en Pálmi er bara samanburður sem enginn myndi standast. 14 Hver var æskuhetjan þín? Maradona, þangað til hann fór að grenja þegar hann tapaði í úrslitum á HM 1990. Það fannst sjö ára Sólmundi ótækt. Þá tók Bruce Lee við keflinu. 15 Er ást í tunglinu? Þegar það er fólk þar, annars ekki. YFIRHEYRSLAN SÓLMUNDUR HÓLM, SKEMMTIKRAFTUR OG DAGSKRÁRGERÐARMAÐUR Snöggur upp en sneggri niður KÁLFASÍÐ PILS ERU ÞAÐ SEM KOMA SKAL Í SUMAR ROKSANDA ILINCIC CHRISTIAN DIOR BOTTEGA VENETA MARNI DELPOZO ➜ Skemmtikraftur í útvarpið Sólmundur Hólm hefur getið sér gott orð sem skemmtikraftur og eftirherma. Nýlega varð hann hluti af tvíeykinu Andra Frey og Gunnu Dís í útvarpsþættinum Virkir morgnar á Rás 2. Sólmundi, sem gjarna er kallaður Sóli, er margt til lista lagt. Meðal annars hermir hann vel eftir söngvurunum Pálma Gunnarssyni og Gylfa Ægissyni en hann skrifaðu einmitt ævisögu þess síðarnefnda sem kom út árið 2009. Pósthólf 8409 128 Reykjavík www.if i.is IÐNFRÆÐINGAFÉLAG ÍSLANDS Iðnfræðingafélags Íslands Verður haldinn þann 30. apríl næstkomandi, kl. 20.00 í Verkfræðingahúsinu að Engjateigi 9. Aðalfundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.