Fréttablaðið - 12.04.2014, Qupperneq 104
12. apríl 2014 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 60TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
ðurh 5, Rv 5 1 00 t n
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
Hinrik
Valsson
Þökkum innilega samúðarkveðjur og hlýhug
vegna andláts og útfarar okkar ástkæra
SIGURÐAR SÆBERG
ÞORSTEINSSONAR
Ársölum 1, Kópavogi,
sem lést miðvikudaginn 19. mars.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heima-
hlynningar líknardeildar Kópavogs og
Hótels Sögu fyrir einstakan stuðning og hlýju.
Hrafnhildur Jónsdóttir
Þorsteinn Sæberg Gerður Sigurðardóttir
Þorgeir Sæberg Hrafnhildur Grímsdóttir
Margrét Sæberg Skúli Haukur Skúlason
barnabörn og barnabarnabörn.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Ástkær sonur minn og bróðir,
JÓN ERLINGSSON
Miðstræti 6, Neskaupstað,
sem lést á heimili sínu 7. apríl, verður
jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju
þriðjudaginn 15. apríl klukkan 14.00.
Guðný Jónsdóttir
Önundur Erlingsson
Kær systir mín og frænka,
STEINUNN M. STEPHENSEN
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 2. apríl sl. Útför
hennar fer fram frá Langholtskirkju 16. apríl
kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er
bent á líknarfélög.
Guðrún Magnúsdóttir Stephensen
Magnús Haraldsson Heiða Pálmadóttir
Björn Haraldsson
Sverrir Haraldsson Guðrún Guðbjörnsdóttir
Bergþór Haraldsson María G. Jónsdóttir
og fjölskyldur þeirra.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærs eiginmanns,
föður, tengdaföður og afa,
LOFTS HILMARS LOFTSSONAR
sem lést 14. mars sl.
Guðbjörg Jónsdóttir
Jón Borgar Loftsson Þórleif Hjartardóttir
Loftur Steinar Loftsson Matthildur Brynjólfsdóttir
Þórhildur Loftsdóttir
og barnabörn.
Kær móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
HULDA JÓNA HÁVARÐSDÓTTIR
Kumbaravogi, áður til heimilis að
Borgarhrauni 21, Hveragerði,
lést fimmtudaginn 27. mars á Kumbaravogi.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall hennar. Sendum sérstakar
þakkir til starfsfólks Kumbaravogs fyrir góða umönnun.
Reynir Örn Eiríksson
Hilmar D. Ólafsson Jóhanna Egilsdóttir
Ólafur Ólafsson Guðmunda I. Júlíusdóttir
Hlynur Ólafsson Sólborg Guðmundsdóttir
ömmu- og langömmubörn.
„Við viljum ýta við hópum sem annars
mundu kannski ekki leiða hugann að
skyndihjálp,“ segir Sólveig Ólafsdótt-
ir, upplýsingafulltrúi Rauða kross-
ins á Íslandi, um nýtt lag sem komið
er út. „Þess var gætt sérstaklega að
takturinn í laginu hentaði við endur-
lífgun sem kallar á um það bil 100
hnoð á mínútu. Vonandi festist það í
huga fólks,“ heldur hún áfram.
Í myndbandi sem fylgir með lag-
inu lendir hinn seinheppni Klaufi
í hremmingum en á skjótum við-
brögðum samferðamanna sinna
líf sitt að launa. Útgáfan er liður í
skyndihjálpar átaki sem Rauði kross-
inn er með í tilefni 90 ára afmæl-
is síns á þessu ári. Lagahöfundur
er Snæbjörn Ragnarsson en textinn
er eftir Sævar Sigurgeirsson. Tíu
þekktir söngvarar og leikarar flytja
lagið í sjálfboðavinnu, þau Gunnar
Helgason, Saga Garðarsdóttir, Sig-
ríður Eyrún Friðriksdóttir, Jóhann-
es Haukur Jóhannesson, Felix Bergs-
son, Agnes Björt Andradóttir, Ólafía
Hrönn Jónsdóttir, Rúnar Freyr Gísla-
son, Ragnhildur Gísladóttir og Vil-
helm Anton Jónsson.
Þórunn Lárusdóttir og Gunnhildur
Sveinsdóttir höfðu umsjón með gerð
myndbandsins, Erla María Árnadótt-
ir myndskreytir gerði teikningarnar
og Lára Garðarsdóttir gæðir teikn-
ingarnar lífi.
Sólveig segir skyndihjálpina eitt
elsta og samfelldasta verkefni félags-
ins í 90 ára sögu þess. Því hafi þótt
við hæfi að fara í skyndihjálparher-
ferð í tilefni afmælisins. „Okkur er
mikið í mun að gera eitthvað sem
kemur öllum til góða og við getum
skilið eftir hjá þjóðinni,“ segir hún
og heldur áfram. „Við byrjuðum
með skyndihjálpar-app sem hefur
náð mikilli útbreiðslu. 25.000 manns
hafa þegar sótt sér það enda ætti það
að vera staðalbúnaður í öllum snjall-
símum og spjaldtölvum. Appið er
gagnvirkt með fræðslu og skemmti-
legum myndböndum og þar eru hag-
nýtar leiðbeiningar um það hvernig á
að haga sér mitt í aðstæðum þar sem
maður þarf skjót og skýr svör. Skilin
milli lífs og dauða geta verið svo stutt
og fólk sem kann til verka á slysstað
er svo mikilvægt.“ gun@frettabladid.is
Hundrað hnoð á mínútu
Sérstakt lag og myndband sem hjálpar fólki að fi nna rétta taktinn þegar beita þarf endur-
lífgun er eitt af verkefnum íslenska Rauða krossins á nítugasta afmælisárinu.
LYKILKONUR Sólveig á milli þeirra Þórunnar Lárusdóttur og Gunnhildar Sveinsdóttur sem höfðu umsjón með gerð nýja myndbandsins um
hann Klaufa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fimmtán manna hópur undir stjórn
Víkings Kristjánssonar leikur syng-
ur, dansar og spilar í Edinborgar-
húsinu í kvöld og segir um leið sög-
una af Jörundi hundadagakonungi í
búningi eftir Jónas Árnason. Sagan
hefur lifað með þjóðinni í meira en
tvö hundruð ár því það var sumarið
1809 sem Jörundur var hér á land-
inu bláa.
Sveinbjörn Hjálmarsson, eða
Simbi í Hafnarbúðinni, fer með
hlutverk Jörundar og alls koma 35
manns að sýningunni.
Önnur sýning verður annað kvöld,
13. apríl, og þriðja og fjórða sýning
verða á miðvikudag og fimmtudag.
Allar hefjast klukkan 20. - g un
Sem kóngur ríkti hann
Litli leikklúbburinn frumsýnir Þið munið hann Jörund
eft ir Jónas Árnason í Edinborgarhúsinu í kvöld.
GLAÐBEITTUR Sveinbjörn Hjálmarsson
sem Jörundur hundadagakonungur.
MYND/ÚR EINKASAFNI