Fréttablaðið - 12.04.2014, Side 128

Fréttablaðið - 12.04.2014, Side 128
12. apríl 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 84 FÓTBOLTI Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er risavaxinn. Þetta er stærsti leikur ársins. Liverpool mætir Manchest- er City í hálfgerðum úrslitaleik um enska meistaratitilinn. Þetta er leikur sem Liverpool-menn eru búnir að bíða lengi eftir. Þeir eru jú búnir að bíða eftir enska meist- aratitlinum í heil 24 ár. Eins og leikurinn sé ekki nógu stór þá blandast inn í að hann fer fram tveimur dögum fyrir 25 ára afmæli Hillsborough-slyssins og verður þeirra 96 sem létust í þeim hroðalega atburði minnst fyrir leikinn. Hann hefst þess vegna sjö mínútum á eftir áætl- un rétt eins og aðrir leikir á Eng- landi um helgina. Þetta er meira en bara knattspyrnuleikur – þetta verður knattspyrnuviðburður. Hægt að lofa mörkum Bæði lið hafa verið á ótrúlegum skriði í úrvalsdeildinni eftir ára- mót. Liverpool er enn taplaust í deildinni árið 2014 og er búið að vinna níu leiki í röð. Í heild- ina er Liverpool búið að vinna 12 leiki og gera 2 jafntefli á árinu. Manchester City er búið að vinna fimm af síðustu sex og gera eitt jafntefli en árangur þess á nýju ári eru níu sigrar, tvö jafntefli og aðeins eitt tap. Bæði lið skora nánast að vild. Liverpool er búið að mölbrjóta eigið met yfir flest mörk skoruð í deildinni en þau eru 90 talsins. City er ekki langt á eftir með 84 mörk en samtals hafa þessi lið skorað 174 mörk á tímabilinu. Liðin sem eru næst þeim: Chel- sea, Arsenal og Everton, eru samtals búin að skora 173 mörk. Ef rýnt er í tölfræðina má búast við því að heimamenn skori í fyrri hálfleik og Manchester City sæki í sig veðrið í þeim síð- ari. Þau eru bæði í sérflokki í að skora í hvort í sínum hálfleikn- um. Liverpool er búið að skora 55 mörk í fyrri hálfleik, 18 mörkum meira en City. Strákarnir hans Pellegrinis eru búnir að skora 47 mörk í seinni hálfleik, tíu mörk- um meira en næsta lið, Chelsea. Fjórir góðir Í báðum liðum má finna leikmenn sem auðveldlega má kjósa í lið árs- ins og einn þeirra verður klárlega kosinn leik- maður ársins. Það er Luis Suárez sem hefur verið ótrúlegur á tíma- bilinu en hann er búinn að skora 29 mörk og gefa 11 stoðsendingar. Hann er sumsé búinn að skora eða leggja upp 40 af 90 deildarmörk- um Liverpool á tímabilinu. Daniel Sturridge hefur einnig verið frábær en maðurinn sem hefur haft hvað mest áhrif á gengi Liverpool eftir áramót er fyrirliðinn Steven Gerrard. Eftir að hann tók að sér hlutverk aftar á vellinum og hóf að stýra leik liðsins eins og konsertmeistari hefur það ekki litið um öxl. Hann verður gríðarlega mikilvægur í baráttunni inni á miðjunni. Á miðjunni hjá Manchester City er nefnilega líklega besti miðjumaður deildarinnar, Yaya Touré. Fílabeinsstrendingur- inn er búinn að skora 18 mörk og gefa 5 stoðsendingar. Magn- aður leikmaður sem virðist ekk- ert hafa fyrir þessu. Hann verður í lykilhlutverki og svo má ekki gleyma Ser- gio Agüero sem verð- ur vænt- anlega klár í slaginn á sunnu- daginn. Eðlilega er mest rætt og ritað um SAS-tvíeykið hjá Liver- pool en Agüero er búinn að skora 15 mörk í 17 leikjum. Ef ekki væri fyrir meiðslin væri hann búinn að gera mun fleiri mörk. Ekki á toppinn Þó að Manchester City vinni á sunnudaginn fer liðið ekki á topp- inn – því má ekki gleyma. Liðið á enn inni leik til góða gegn Sund- erland. Það er ekki nóg að eiga leikina bara inni heldur verður að vinna þá. Liverpool á eftir tvo mjög erf- iða leiki gegn City og Chelsea en báða á heimavelli. Auk Liverpool þarf City að mæta Everton á úti- velli. En allt snýst þetta um sunnu- daginn. Þar kemur í ljós hverjir ætla sér þann stóra. tom@frettabladid.is STÆRSTI LEIKUR ÁRSINS Liverpool og Manchester City mætast í hálfgerðum úrslitaleik um enska meist- ara titilinn. Liverpool þarf að yfi rstíga þessa hindrun á leið að þeim stóra. Leikirnir sem Liverpool á eftir Man. City (h) Norwich (ú) Chelsea (h) Crystal Palace (ú) Newcastle (h) Leikirnir sem Man. City á eftir Liverpool (ú) Sunderland (h) West Bromwich (h) Crystal Palace (ú) Everton (ú) Aston Villa (h) West Ham (h) Flest mörk í fyrri hálfleik 55 Liverpool (+36 í markatölu) 37 Manchester City (+27) 28 Chelsea (+19) 25 Manchester United (+6) 25 Southampton (+6) 19 Arsenal (0) 19 Stoke (0) Flest mörk í seinni hálfleik 47 Manchester City (+28 í markatölu) 37 Chelsea (+22) 37 Arsenal (+16) 36 Everton (+17) 35 Liverpool (+14) 31 Manchester United (+12) 31 Tottenham (+5) FÓTBOLTI Dregið var til undanúr- slita í Meistaradeild Evrópu í fót- bolta í gær sem og Evrópudeild- inni. Sannkallaður risaslagur er í boði í undanúrslitum Meistara- deildarinnar þar sem Real Madrid og Bayern München eigast við. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Chelsea og spænska liðið Atlético Madrid. Markvörður Atlético, Belginn Thibaut Courtois, er í láni frá Chelsea en Lundúnaliðið gaf það út í gær að hann megi spila sem er fagnaðarefni. Í undanúrslitum Evrópudeildar- innar mætast Benfica og Juventus annars vegar og Sevilla og Val- encia hins vegar. - tom Courtois má spila Dregið til undanúrslita í Evrópukeppnunum. Í LAGI Thibaut Courtois er löglegur í undanúrslitunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY LIVERPOOL SKORAR MEST Í FYRRI HÁLFLEIK SVONA LÍTUR FRAMHALDIÐ ÚT
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.