Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 128
12. apríl 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 84
FÓTBOLTI Stórleikur helgarinnar í
ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er
risavaxinn. Þetta er stærsti leikur
ársins. Liverpool mætir Manchest-
er City í hálfgerðum úrslitaleik
um enska meistaratitilinn. Þetta
er leikur sem Liverpool-menn eru
búnir að bíða lengi eftir. Þeir eru
jú búnir að bíða eftir enska meist-
aratitlinum í heil 24 ár.
Eins og leikurinn sé ekki nógu
stór þá blandast inn í að hann fer
fram tveimur dögum fyrir 25 ára
afmæli Hillsborough-slyssins
og verður þeirra 96 sem létust í
þeim hroðalega atburði minnst
fyrir leikinn. Hann hefst þess
vegna sjö mínútum á eftir áætl-
un rétt eins og aðrir leikir á Eng-
landi um helgina. Þetta er meira
en bara knattspyrnuleikur – þetta
verður knattspyrnuviðburður.
Hægt að lofa mörkum
Bæði lið hafa verið á ótrúlegum
skriði í úrvalsdeildinni eftir ára-
mót. Liverpool er enn taplaust
í deildinni árið 2014 og er búið
að vinna níu leiki í röð. Í heild-
ina er Liverpool búið að vinna 12
leiki og gera 2 jafntefli á árinu.
Manchester City er búið að vinna
fimm af síðustu sex og gera eitt
jafntefli en árangur þess á nýju
ári eru níu sigrar, tvö jafntefli og
aðeins eitt tap.
Bæði lið skora nánast að vild.
Liverpool er búið að mölbrjóta
eigið met yfir flest mörk skoruð
í deildinni en þau eru 90 talsins.
City er ekki langt á eftir með 84
mörk en samtals hafa þessi lið
skorað 174 mörk á tímabilinu.
Liðin sem eru næst þeim: Chel-
sea, Arsenal og Everton, eru
samtals búin að skora 173 mörk.
Ef rýnt er í tölfræðina má
búast við því að heimamenn skori
í fyrri hálfleik og Manchester
City sæki í sig veðrið í þeim síð-
ari. Þau eru bæði í sérflokki í að
skora í hvort í sínum hálfleikn-
um.
Liverpool er búið að skora 55
mörk í fyrri hálfleik, 18 mörkum
meira en City. Strákarnir hans
Pellegrinis eru búnir að skora 47
mörk í seinni hálfleik, tíu mörk-
um meira en næsta lið, Chelsea.
Fjórir góðir
Í báðum liðum má finna leikmenn
sem auðveldlega má kjósa í lið árs-
ins og einn þeirra verður klárlega
kosinn leik-
maður ársins. Það er Luis Suárez
sem hefur verið ótrúlegur á tíma-
bilinu en hann er búinn að skora
29 mörk og gefa 11 stoðsendingar.
Hann er sumsé búinn að skora eða
leggja upp 40 af 90 deildarmörk-
um Liverpool á tímabilinu.
Daniel Sturridge hefur einnig
verið frábær en maðurinn sem
hefur haft hvað mest áhrif á
gengi Liverpool eftir áramót er
fyrirliðinn Steven Gerrard. Eftir
að hann tók að sér hlutverk aftar
á vellinum og hóf að stýra leik
liðsins eins og konsertmeistari
hefur það ekki litið um öxl. Hann
verður gríðarlega mikilvægur í
baráttunni inni á miðjunni.
Á miðjunni hjá Manchester
City er nefnilega líklega besti
miðjumaður deildarinnar, Yaya
Touré. Fílabeinsstrendingur-
inn er búinn að skora 18 mörk
og gefa 5 stoðsendingar. Magn-
aður leikmaður sem virðist ekk-
ert hafa fyrir þessu.
Hann verður í
lykilhlutverki og
svo má ekki
gleyma Ser-
gio Agüero
sem verð-
ur vænt-
anlega klár í slaginn á sunnu-
daginn. Eðlilega er mest rætt og
ritað um SAS-tvíeykið hjá Liver-
pool en Agüero er búinn að skora
15 mörk í 17 leikjum. Ef ekki
væri fyrir meiðslin væri hann
búinn að gera mun fleiri mörk.
Ekki á toppinn
Þó að Manchester City vinni á
sunnudaginn fer liðið ekki á topp-
inn – því má ekki gleyma. Liðið á
enn inni leik til góða gegn Sund-
erland. Það er ekki nóg að eiga
leikina bara inni heldur verður
að vinna þá.
Liverpool á eftir tvo mjög erf-
iða leiki gegn City og Chelsea en
báða á heimavelli. Auk Liverpool
þarf City að mæta Everton á úti-
velli.
En allt snýst þetta um sunnu-
daginn. Þar kemur í ljós hverjir
ætla sér þann stóra.
tom@frettabladid.is
STÆRSTI LEIKUR ÁRSINS
Liverpool og Manchester City mætast í hálfgerðum úrslitaleik um enska meist-
ara titilinn. Liverpool þarf að yfi rstíga þessa hindrun á leið að þeim stóra.
Leikirnir sem
Liverpool á eftir
Man. City (h)
Norwich (ú)
Chelsea (h)
Crystal Palace (ú)
Newcastle (h)
Leikirnir sem
Man. City á eftir
Liverpool (ú)
Sunderland (h)
West Bromwich (h)
Crystal Palace (ú)
Everton (ú)
Aston Villa (h)
West Ham (h)
Flest mörk
í fyrri hálfleik
55 Liverpool (+36 í markatölu)
37 Manchester City (+27)
28 Chelsea (+19)
25 Manchester United (+6)
25 Southampton (+6)
19 Arsenal (0)
19 Stoke (0)
Flest mörk
í seinni hálfleik
47 Manchester City (+28 í markatölu)
37 Chelsea (+22)
37 Arsenal (+16)
36 Everton (+17)
35 Liverpool (+14)
31 Manchester United (+12)
31 Tottenham (+5)
FÓTBOLTI Dregið var til undanúr-
slita í Meistaradeild Evrópu í fót-
bolta í gær sem og Evrópudeild-
inni. Sannkallaður risaslagur er
í boði í undanúrslitum Meistara-
deildarinnar þar sem Real Madrid
og Bayern München eigast við.
Í hinum undanúrslitaleiknum
mætast Chelsea og spænska liðið
Atlético Madrid.
Markvörður Atlético, Belginn
Thibaut Courtois, er í láni frá
Chelsea en Lundúnaliðið gaf það
út í gær að hann megi spila sem er
fagnaðarefni.
Í undanúrslitum Evrópudeildar-
innar mætast Benfica og Juventus
annars vegar og Sevilla og Val-
encia hins vegar. - tom
Courtois má spila
Dregið til undanúrslita í Evrópukeppnunum.
Í LAGI Thibaut Courtois er löglegur í
undanúrslitunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
LIVERPOOL SKORAR MEST Í FYRRI HÁLFLEIK
SVONA LÍTUR FRAMHALDIÐ ÚT