Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 134

Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 134
12. apríl 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 90 MYNDAR HEIMSFRÆGA FATAHÖNNUÐI Silja Magg ljósmyndari, sem býr og starfar í New York, opnaði í vikunni sýningu á ljósmyndum sínum í Milk Studios-galleríinu þar í borg í sam- starfi við Simon Collins, deildarfor- seta í Parsons School of Design, en Silja útskrifaðist úr ljósmyndadeild skólans árið 2011. Sýningin samanstendur af þrjátíu andlitsmyndum af þekktustu hönnuðum sem útskrifast hafa úr skólanum, en þar á meðal eru frægir fatahönnuðir á borð við Alexander Wang, Önnu Sui og Donnu Karan. - ósk „Þú getur verið athafnakona, móðir, listamaður og femínisti – hvað sem þú vilt vera – og enn verið kynvera.“ SÖNGKONAN BEYONCÉ UM TVÖFALT SIÐGÆÐI Í VIÐ- TALI VIÐ TÍMARITIÐ OUT. „Ég þekkti hana ekki neitt fyrir en var þó mikill aðdáandi hennar, núnar er ég hins vegar orðinn sérstaklega mikill aðdáandi hennar,“ segir gítar- leikarinn Friðrik Karlsson en hann spilar með tón- listarkonunni Kate Bush á 22 tónleikum í London í haust. Mikil aðsókn er að tónleikunum, 110.000 miðar seldust á einungis fimmtán mínútum. Friðrik, sem er nýfluttur heim eftir átján ára búsetu í Lundúnum, segir það mikinn heiður að spila á svona tónleikum. „Umboðsmaðurinn hennar hafði samband við mig og athugaði hvort ég væri laus á þessu tímabili. Ég þekkti hljómsveitarstjórann vel því við höfum unnið tals- vert saman í ýmsum söngleikjum. Svo kom að því að ég spurði umboðs- manninn hennar með hverjum ég væri að fara spila og hann svaraði Kate Bush. Klukkutíma eftir símtalið við umboðsmanninn hringdi Bush í mig og spurði hvort ég væri til í verkefnið,“ útskýrir Friðrik og bætir við: „Það ætlar að ganga eitthvað illa að flytja heim aftur,“ en aðalástæð- an fyrir flutningunum heim er að dóttir Friðriks, María Von sem er 12 ára, vildi verða Íslendingur en hún er fædd og uppalin á Bretlandi. Það eru engir aukvisar sem spila í hljómsveit Kate Bush en á meðal þeirra eru trommuleikarinn Omar Hakim, sem trommaði meðal annars vinsælasta lag síðasta árs, Get Lucky með Daft Punk, og David Rhodes sem hefur í fjölda ára verið gítarleikari Peters Gabriel, ásamt fleiri reynsluboltum. „Það var alveg smá stress í manni þegar ég mætti í fyrstu æfingatörnina fyrir skömmu en þetta gekk mjög vel og allur aðbúnaður var til fyrirmyndar,“ bætir Friðrik við. Friðrik er þó vanur að vinna með miklu fagfólki í tón- listarheiminum, hann spilaði til að mynda inn á fjölda platna þegar hann bjó í London, til dæmis með hljómlistar- fólki á borð við Boyzone, Westlife, Ronan Keating og Spice Girls, ásamt því að spila í söngleikjum og í X Factor UK. „Það var alltaf nóg að gera þegar ég bjó úti, ég kynntist góðu fólki og fékk fullt af frábærum verkefnum.“ Friðrik segir það mikil- vægt að komast í klíkur, því menn fái talsvert af verkefnum ef menn eru vel tengdir. Friðrik gekk fyrir skömmu á ný í hljómsveit- ina Mezzoforte en hann er einn af upprunalegum meðlimum sveitarinnar. „Það er frábært að vera kominn á ný í Mezzoforte, við erum að spila tals- vert á næstunni.“ Síðast en ekki síst hefur Friðrik í nægu að snúast í slökunartónlistinni en hann hefur gefið út fimm- tán plötur hér á landi og 40 í Bretlandi með slökun- artónlist sem hefur farið sigurför um heiminn en plöturnar hafa farið í dreifingu um allan heim. Þú finnur stjörnuspána þína í Spádómsegginu frá Góu. PIP P PA R PAAA R\ A R\\TTBWBW A W AA • SÍA • SÍA • S • 1 4 0 5 0 5 0 55 9 5 9 5 9 7 9 7 9 77 Aðalfundur KEA Einnig verður hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðunni verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi miðvikudaginn 30. apríl kl. 20:00. Á dagskrá fundarins eru venjubundin aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Tillögur sem óskað er ef tir að verði afgreiddar á fundinum skulu berast stjórn skriflega eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá og ársreikningur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund. www.kea.is Friðrik var einn af stofnendum Mezzoforte árið 1977 en sveitin sló í gegn árið 1983 með laginu Garden Party. Friðrik flutti til London árið 1996 og tók þátt í fjölda verkefna þar ytra en þar ber helst að nefna: ● X Factor í Bretlandi. ● Ýmsa söngleiki, til dæmis Jesus Christ Superstar. ● Hljóðfæraleik á plötum með hljómlistarfólki á borð við Boyzone, Westlife, Ronan Keating, Sheryl Crow, Robbie Williams, Il Divo, Kelly Clarkson, Madonnu, Spice Girls og Leonu Lewis, ásamt mörgum fleirum. FRIÐRIK ÚT UM ALLT Kate Bush er margverðlaunuð tón- listarkona og árið 1978 gaf hún út smáskífulagið Wuthering Heights og var jafnframt fyrsta konan til að komast í fyrsta sæti breska smáskífu listans með frumsamið lag. Hún hefur átt 25 lög á toppi breska smáskífulistans en þeirra á meðal eru lögin Wuthering Heights, The Man with the Child in His Eyes, Babooshka, Running Up that Hill, og Don‘t Give Up sem er dúett með Peter Gabriel. KATE BUSH Spilar með Kate Bush Gítarleikarinn Friðrik Karlsson, sem er nýfl uttur heim, kemur fram á 22 tónleikum með Kate Bush í London. 110.000 miðar seldust á tónleikana á 15 mínútum. Gunnar Leó Pálsson gunnarleo@frettabladid.is Í NÓGU AÐ SNÚAST Tónlistarmaðurinn Friðrik Karlsson flutti nýlega til Íslands aftur, eftir 18 ára dvöld í London. Hann þarf þó að hafa annan fótinn í London á meðan hann spilar með Kate Bush. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í FYRSTA SÆTI Í APP STORE Á ÍSLANDI Fyrsta útgáfan af samskiptamiðlin- um Blendin kom út í App Store og Google Play í gær og fór vel af stað. Fimm þúsund manns höfðu náð sér í Blendin-appið á fyrstu klukkustund- unum og það komst í fyrsta sæti í App Store á Íslandi, sem verður að teljast ansi gott þar sem þetta er fyrsta afurð Blendin-piltanna. Davíð Örn Símonar- son og félagar hans í Blendin eru mjög sáttir við byrjunina á Blendin-ævin- týrinu. - glp MAMMÚT Á FERÐALAGI Hljómsveitin Mammút hefur lagt upp í tónleikaferð um landið en sveitin kom fram á Græna hattinum á Akur- eyri í gærkvöldi. Alexandra Baldursdóttir gítarleikari sveitarinnar segir að um hringferð um landið sé að ræða því eftir tón- leikana á Akureyri verði allir Austfirð- irnir þræddir áður en haldið er heim til Reykjavíkur. Sveitin kemur fram á Eskifirði í kvöld og hafa nokkrir rokkþyrstir Aust- firðingar lýst því yfir að þeir séu spenntir fyrir komu bandsins í bæinn. - ssb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.