Fréttablaðið - 09.08.2014, Síða 16

Fréttablaðið - 09.08.2014, Síða 16
9. ágúst 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Lekamálið sem svo hefur verið kallað hefur vakið spurningar um hvort inn-anríkisráðherra hefði átt að víkja í tengslum við lögreglurann- sókn sem beinst hefur að ráðu- neytinu. Tilefnið er skjal með per- sónuupplýsingum sem ráðuneytið bar ábyrgð á að kæmu ekki fyrir almenningssjónir. En það gerðist og sú gáta er óleyst. Ríkissaksóknari bað um lög- reglurannsókn sem ráðherra fagn- aði. Í byrjun var þó ekki ljóst hvort ráðherrann átti frumkvæðið. Það er líka aukaatriði. En það er ein- stök staða að ráðuneyti og þar með ráðherra sæti sakamálarannsókn. Fyrrverandi ríkissaksóknari sagði fyrir viku að það væru síð- ust u for vöð fyrir ráðherra að segja af sér. Formaður Sjálf- stæðisflokks- ins hefur sagt að þetta sé við- k væmt má l og staðan sé óþægileg fyrir innanríkisráðherra. Jafnframt hefur hann sagt að ráðherrann hafi notið stuðnings hans í því að víkja ekki sæti. Lýsing formanns Sjálfstæð- isflokksins á stöðu málsins er glögg og nokkuð raunsæ. Taka verður með í reikninginn að erf- iðleikar Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur eru dýpri en þetta mál eitt gefur tilefni til meðal annars vegna þess að það var litið mis- jöfnum augum þegar hún reyndi að bregða fæti fyrir formanninn á lokametrum kosningabarátt- unnar á síðasta ári. En um leið veitir þessi veikleiki henni nokk- urt skjól. Ef formaður Sjálfstæðis- flokksins gengi hart fram nú er hætt við að einhverjir litu svo á að hann væri að nota tækifærið til að ná fram hefndum. Þá gæti samúð almenningsálitsins flust yfir á innanríkisráðherrann. Þetta sýnir vel hversu öfugsnúin pólitísk lögmál geta oft á tíðum reynst. Í þessu ljósi hefur Bjarni Benediktsson haldið vel á málinu og með yfirveguðum hætti. Á ráðherra að vera eða fara? Þegar málið fór af stað var það þannig vaxið að engar skýrar lagareglur mæltu fyrir um að ráðherra þyrfti að víkja. Ekki var þá séð að til ákvörðunar eða þess konar afskipta kæmi af hálfu ráð- herra að ákvæði stjórnsýslulaga um hæfi til meðferðar einstaks máls ætti með ótvíræðum hætti við. Að baki vangaveltum um afsögn lágu því frekar pólitísk eða siðferðileg sjónarmið. Hafa þarf í huga að ráðherrar geta ekki vikið tímabundið eins og aðrir embættismenn þegar þannig stendur á að lögreglurannsókn bein- ist að þeim. Þeir segja formlega af sér og það er alfarið háð pólitískri stöðu hvort þeir eiga afturkvæmt. Árið 1932 tók nýr dómsmálaráð- herra við embætti þótt lögreglu- rannsókn á atviki úr lögmannsstarfi hans stæði yfir. Hann var síðan dæmdur í undirrétti og sagði þá af sér. Rúmum mánuði síðar var hann sýknaður í Hæstarétti. Þingflokkur sjálfstæðismanna tilnefndi hann þá aftur sem ráðherra og staðgengill- inn vék til hliðar. Nýlega var upplýst að innanrík- isráðherra hefði á ákveðnum tíma- punkti talið nauðsynlegt að eiga samtöl við lögreglustjórann um framgang rannsóknarinnar. Ráð- herra segir að það hafi verið nauð- synleg og eðlileg samtöl. Ástæðu- laust er að véfengja það. En um leið var þá komin upp ný staða. Er hér var komið sögu sýnast hæfisreglur stjórnsýslulaga hafa náð til málsins. Þegar ráðherra mat aðstæð- ur með þeim hætti að slík samtöl væru óhjákvæmileg hefði hann þar af leiðandi átt að óska eftir því við forsætisráðherra að forseti Íslands skipaði annan ráðherra í ríkis- stjórninni til þess að fara með yfir- stjórn lögreglunnar að því er varð- aði þessa tilteknu rannsókn og eiga þau samtöl sem nauðsynleg þættu. Setning ráðherra til meðferðar einstaks máls er vel þekkt eftir gildistöku stjórnsýslulaga fyrir tuttugu árum. Hún veikir ekki stöðu viðkomandi ráðherra, hvorki lagalega né pólitískt, en eyðir tor- tryggni. Samtöl um framgang rannsóknar Hafi lögreglurannsóknin ekki leitt í ljós hver bar ábyrgð á því að skjalið umtalaða komst út úr ráðuneyt- inu þannig að hafið sé yfir allan vafa getur ríkissaksóknari ekki aðhafst. En málið er aftur á móti þannig vaxið að héðan af getur ráðherrann ekki sætt sig við að það sofni þannig án nokkurrar niðurstöðu. Megi ganga út frá því sem vísu að öryggisreglur innanrík- isráðuneytisins séu í lagi hefur skjalið varla komist til vanda- lausra án atbeina starfsmanns þess. Einhver hefur komið skjal- inu út úr ráðuneytinu og til vit- undar aðila sem ekki er bundinn af opinberum reglum um þagn- arskyldu. Hver sem þetta er þá er það svo að hann einn býr yfir þeirri vitneskju sem leyst getur ráð- herrann úr klípunni. Þessi huldumaður er hinn raunveru- legi ógnvaldur sem sveiflar sverðinu yfir höfði ráðherrans og sýnist gersamlega kæra sig kollóttan um pólitísk örlög hans. Ráðherrann þarf einfaldlega að geta hreinsað alla starfs- menn ráðuneytisins eða dreg- ið einhvern þeirra til ábyrgðar. Takist það ekki gæti þrengst um varnir hans sjálfs. Huldumaður sveifl ar sverði THE MORE YOU USE IT THE BETTER IT LOOKS G leðigangan, sem farin verður í Reykjavík í dag, er dálítið sérstakt fyrirbæri. Hún er nánast orðin ein af okkar þjóðlegu hefðum, rétt eins og sautj- ándi júní eða menningarnótt, en um leið er hún í stöðugri uppreisn gegn hefðbundnum hugsunar- hætti um það hvernig fólk á eða má vera og ekki vera. Í gleði- göngunni er fjölbreytileika mannlífsins fagnað, í öllum sínum regnbogans litum. Mannlífið er nefnilega dásamlega fjölbreytt – og um leið býsna flókið. Nú orðið njóta samkynhneigðir sömu lagalegu réttinda og gagnkynhneigðir á nánast öllum sviðum. En mann- fólkið skiptist ekki bara í sam- kynhneigt fólk og gagnkyn- hneigt. Í gleðigöngunni taka líka þátt hinir tvíkynhneigðu, transfólk og intersex-fólk. Þetta er fólk sem samfélagið viðurkenndi ekki einu sinni að væri til fyrir ekki svo löngu síðan og löggjöf landsins endur- speglar ekki tilvist þess og réttindi nema að takmörkuðu leyti. Eva Rún Snorradóttir sviðslistakona var í gær í athyglis- verðu viðtali í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins. Hún segist þar telja að gleðigangan skipti enn miklu máli í mannréttindabar- áttunni, sem sé í raun nýhafin. Þó hafi hún haft áhyggjur af að hátíðin styrki skiptinguna í samkynhneigða og gagnkyn- hneigða sem sé „náttúrlega alveg hundgömul og er bara skáld- skapur sem á ekki lengur við“. Eva segir að rammarnir í samfélaginu séu áfram sterkir: „Það er allt í lagi að vera hommi eða lesbía innan viss ramma en svo verður þetta allt annar handleggur þegar kemur að intersex-fólki og transfólki til dæmis. Ég held að það sé meira að segja enn þá mjög erfitt að vera tvíkynhneigður því að þá koma fordómarnir bæði frá samkynhneigða og gagnkyn- hneigða samfélaginu. Þú verður að vera annaðhvort eða.“ Eva segist þannig þeirrar skoðunar að mannréttindabar- áttan sem er undirliggjandi í gleðigöngunni, snúist „alls ekkert um samkynhneigða og gagnkynhneigða heldur um að opna hugann og leysa upp þetta heterónorm“. Hún segir hátíðina „tækifæri fyrir alla til að líta í eigin barm og skoða sig og uppgötva að ekkert eitt er eðlilegra en annað. Það eru allir frík á einhvern hátt og eiginlega er mest fríkí að finnast maður vera „eðlilegur“. Hvað þýðir það eiginlega? Það er ekki hægt að vera eins og allir hinir, það hugtak fuðrar upp um leið og maður segir það.“ Það er býsna mikið til í þessu. Íslenzkt samfélag er að opn- ast og viðurkenningin á því að allir þurfi hreint ekki að vera eins fer vaxandi. Samt eimir mjög eftir af alls konar fordóm- um og jafnvel sumir þeir sem telja sig hafa verið fórnarlömb fordóma eru hugsanlega ekki alveg lausir við þá sjálfir þegar þeir eru komnir inn í hlýju normsins. Gleðigöngunnar er því sannarlega þörf. Þess er skemmst að minnast að reynt var að kæra gönguna í fyrra til lögreglu og barnaverndaryfirvalda af því að einhverjar þröngsýnar sálir töldu sér misboðið. Það eru alls ekki allir reiðubúnir að viðurkenna rétt fólks til að vera það sjálft. Baráttu þeirra sem vilja brjóta hina þröngu ramma einsleits samfélags er hvergi nærri lokið. Baráttan fyrir viðurkenningu fjölbreytileikans: Út fyrir rammana
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.