Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 46
sími: 511 1144
Hótel Klettur óskar eftir starfskrafti í móttöku.
Um er að ræða næturvinnu og er
vinnutíminn frá 19.30-7.30.
Hæfniskröfur
Hæfni í samskiptum
Stundvísi
Samviskusemi
Rík þjónustulund
Góð íslensku og enskukunnátta
– kostur að kunna fleiri tungumál
Góð tölvukunnátta
Umsóknarfrestur til 17. ágúst 2014 og
þarf viðkomandi að geta hafið störf strax.
Umsóknir sendist á sigurdur@hotelklettur.is
Ert þú nátthrafn með
ríka þjónustulund?
Óskum eftir hjúkrunarfræðingi til starfa á séhæfða endur-
hæfðingargeðdeild Kleppi. Starfshlutfall er 80-100% og veitist
starfið eftir samkomulagi.
Sérhæfð endurhæfingargeðdeild er 10 rúma legudeild sem
sinnir meðferð á alvarlega geðsjúkum og fjölskyldum þeirra.
Stór hluti sjúklinganna er ungmenni á aldrinum 18-30 ára.
Flestir eru greindir með geðrofssjúkdóm og fíknivanda.
Markmið endurhæfingar er að endurhæfa skjólstæðingana
aftur út í samfélagið. Mikil uppbygging hefur átt sér stað
á deildinni undanfarið ár í teymisvinnu, meðferðarstarfi,
fjölskyldustuðningi og verklagsferlum. Næsta vetur verður
tilraunaverkefni á deildinni í aðferðum orkustjórnunar fyrir
starfsfólk og haldið verður áfram að útfæra markvissan
fjölskyldustuðning á deildinni.
Helstu verkefni og ábyrgð
Hjúkrunarfræðingurinn ákveður, skipuleggur og veitir
hjúkrunarmeðferð í samráði við skjólstæðinga og ber ábyrgð
á meðferð samkvæmt starfslýsingu.
Hæfnikröfur
» Íslenskt hjúkrunarleyfi
» Faglegur metnaður og farmúrskarandi samskiptahæfni
skilyrði
» Reynsla af geðhjúkrun er æskileg en ekki skilyrði
» Áhugi á geðhjúkrun og meðferðarstarfi skilyrði
Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun
Laun samkvæmt samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um starfið
rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Nánari upplýsingar
» Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst 2014.
» Starfshlutfall er 80 - 100%, og veitist starfið eftir
samkomulagi.
» Upplýsingar veita Eydís Kr Sveinbjarnardóttir, deildarstjóri,
eydissve@landspitali.is, sími 543 4219 og Sigríður Edda
Hafberg, mannauðsráðgjafi, shafberg@landspitali.is, sími
543 4453.
SÉRHÆFÐ
ENDURHÆFINGARGEÐDEILD
Hjúkrunarfræðingur
NÝ TÆKIFÆRI HJÁ
ORKUVEITU REYKJAVÍKUR
Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir því að ráða sérfræðing í reikningshaldi
á fjármálasviði og mannauðssérfræðing hjá Starfsmannamálum.
Sérfræðingur í reikningshaldi
Fjármálasvið Orkuveitu Reykjavíkur leitar að sérfræðingi í reikningshaldi
á uppgjörssviði.
Starfssvið og helstu verkefni:
• Samstæðuuppgjör
• Verkefni við utanumhald og afstemmingar innri sölu
• Ýmis verkefni við utanumhald, skýrslugerð og skráningar í eignakerfi
• Skýrslugerð og greiningar við uppgjör
• Kennsla og leiðsögn til starfsmanna
• Gerð leiðbeininga og gæðaskjala
• Umsjón með gerð afstemminga
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf í endurskoðun og reikningsskilum eða sambærileg menntun
• Reynsla af uppgjörsvinnu er skilyrði, t.d. 3 – 5 ára starfsreynsla
frá endurskoðunarskrifstofu
• Góð þekking á virðisaukaskattslögum er æskileg
• Góð almenn tölvukunnátta
• Frumkvæði í starfi og sjálfstæði
Mannauðssérfræðingur
Starfsmannamál Orkuveitu Reykjavíkur leita að mannauðssérfræðingi
til að vinna að ráðningar- og fræðslumálum.
Starfssvið og helstu verkefni:
• Umsjón með ráðningum og móttöku nýrra starfsmanna
• Ábyrgð á innleiðingu og viðhaldi rafrænnar fræðslu og þátttaka
í að móta fræðsluefni
• Upplýsingagjöf og viðhald á innri síðu Starfsmannamála
• Þátttaka í ýmsum verkefnum Starfsmannamála
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, nám í mannauðsstjórnun
eða sambærileg menntun æskileg
• Reynsla af ráðningum
• Góð almenn tölvukunnátta
• Hæfni til tjáningar í ræðu og riti
• Frumkvæði, fagleg vinnubrögð og kraftur
til að hrinda verkefnum í framkvæmd
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
6
94
25
0
8/
14
HAGSÝNI - FRAMSÝNI - HEIÐARLEIKI
Orkuveitan er fjölbreyttur
og lifandi vinnustaður fólks
með mikla þekkingu.
Fyrirtækið leitast við að vera
í fremstu röð hvað snertir
öryggi, vinnuumhverfi og
möguleika starfsfólks til að
samræma vinnu og
fjölskylduábyrgð eins
og kostur er.
Sóst er eftir starfsmönnum
sem eru jákvæðir, sjálfstæðir
í vinnubrögðum, með góða
samstarfshæfni og mikla
þjónustulund.
Við hvetjum jafnt konur sem
karla til að sækja um.
Umsókn þarf að fylgja ítarleg
starfsferilsskrá og kynningar-
bréf þar sem gerð er grein
fyrir ástæðu umsóknar ásamt
rökstuðningi um hæfni
viðkomandi í starfið.
Sótt er um á: https://starf.or.is
Umsjón með úrvinnslu
umsókna hefur
Sólrún Kristjánsdóttir,
starfsmannastjóri Orkuveitu
Reykjavíkur, sem veitir nánari
upplýsingar á: starf@or.is
Umsóknarfrestur er til og með
25. ágúst 2014. Farið verður
með allar umsóknir sem
trúnaðarmál.
Orkuveita Reykjavíkur hlaut
jafnréttisviðurkenningu
Jafnréttisráðs árin 2002
og 2013.
| ATVINNA | 9. ágúst 2014 LAUGARDAGUR4