Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 112
NÆRMYND
Jón Arnór
Stefánsson
ALDUR: 32 ára
MAKI: Lilja Björk Guðmundsdóttir
Jón Arnór spilar ekki með íslenska lands-
liðinu í undankeppni EM sem hefst með
heimaleik við Bretland á sunnudaginn. Jón
Arnór er samningslaus og tekur ekki áhætt-
una á að meiðast í þessum landsleikjum og
missa af möguleikanum á því að fá nýjan
samning.
„Jón er mjög traustur vinur og hlý
manneskja. Hann er ljúfmenni og
semur vel við alla. Þægilegur og góður
í umgengni– ég held samt að
allir sem þekkja hann geti
verið sammála um það að
hann virkar á öðru tímabelti
en við hin – hann er aldrei
á réttum tíma og svo
er mjög erfitt að ná í
hann.“
Pavel Ermolinskij,
vinur og fv. liðsfélagi
„Jón Arnór er með hjarta úr gulli. Hann
er rólegur að eðlisfari og með góða nær-
veru. Hann er jákvæður og sér einungis
það besta í öllu í kringum sig. Fyrir utan
það hvað hann er fjallmyndarlegur þá
er hann frábær faðir og góð fyrirmynd.
Hann er svakalega góður
í því að þrífa, þegar hann
byrjar á því þá má gera ráð
fyrir því að heimilið verði
tilbúið til myndatöku fyrir
Hús og híbýli, ókosturinn
er sá að það gerist alltof
sjaldan.“
Lilja Björk Guð-
mundsdóttir,
sambýliskona
„Jón Arnór er slakur gaur. Hann er
stundum dálítið seinn, en það er bara
af því að hann er að hugsa um eitthvað
annað. Hann er kominn með 2 börn og
orðinn fjölskyldumaður, en
einbeitir sér vel að því sem
hann tekur sér fyrir hendur.
Hann er duglegur og fylginn
sér, og hann væri ekki
besti körfuboltamað-
ur landsins ef hann
væri það ekki!“
Ólafur Stefáns-
son, bróðir
Opið allan sólarhringinn
í Engihjalla,
Vesturbergi og
Arnarbakka
THE MORE YOU USE IT
THE BETTER IT LOOKS
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja