Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 30
9. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30
1. Úr efnum náttúrunnar
Sveitabragginn á Kirkjubæjar-
klaustri selur afurðir beint frá
býlum héraðsins, lambakjöt
og bleikju á grillið, grænmeti,
heimabakstur og sultu. Einn-
ig handunna nytjahluti, fatnað
og skart úr hinum ýmsu efnum
náttúrunnar og snyrtivörur og
heilsufæði úr íslenskum jurtum.
Sveitabragginn er í kjallara
Kirkjuhvols, Klausturvegi 10, og
er opinn frá 11 til 19 alla daga.
2. Í óbyggðum
Suðurlandið býr yfir sögu-
legri og stórbrotinni náttúru í
óbyggðum. Þar má nefna svæðin
við Laka og Langasjó. Frá Geir-
landi á Síðu er boðið upp á dags-
ferðir þangað yfir sumarið og
teknir þar hringir með nokkrum
stoppum. Geirland.is.
3. Þægileg ganga
Hjörleifshöfði á Mýrdalssandi
er um tvo kílómetra frá þjóðveg-
inum. Þangað er fært öllum far-
artækjum og við bílastæðið eru
upplýsingaskilti, borð og bekkir.
Þaðan liggur stígur að rústum
bæjar sem búið var í fram á
síðustu öld og áfram upp á topp
Þar er fjörusandurinn svartur
Suðurland er ríkt að náttúru- og jarðfræðiminjum. Lómagnúpur er meðal hæstu standbjarga á Íslandi, Eldhraun-
ið er hið stærsta úr einu gosi í veröldinni, Hekla hefur mótað umhverfi sitt og sótsvartar fjörurnar við suður-
ströndina eru brunasandur að hluta. Hamrabelti og fossar gleðja augað og enginn er svikinn af heimsókn til Eyja.
9. Í Hollywood-stíl
Sveitagrill Míu í miðbæ Hellu er
grillvagn sem málaður er í Holly-
wood-stíl. Vertinn Mía sérhæfir sig
í hamborgurum af nokkrum gerðum
og er Beikon-brjálæðingur sá lang-
vinsælasti. Kjötið kemur frá SS og
brauðin eru sérbökuð í bakaríi á
Hellu. Opið er alla daga nema mánu-
daga milli 11.30 og 16 og á föstudags-
og laugardagskvöldum frá 18 til 21.
10. Matur og menning
Önnuhús á Moldnúpi undir Eyjafjöll-
um er veitingastaður í rómantískum
anda. Moldnúpur er bernskuheimili
listvefarans og rithöfundarins Önnu
frá Moldnúpi og fróðleik um hana
og langferðir hennar er að finna á
staðnum.
Veitingar eru allt frá kaffi og kökum
til glæsilegs kvöldverðar.
Neytum og njótum
Íslenskt og amerískt
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Útivist og afþreying
Margt er að sjá, finna og smakka á Suðurlandi og í Eyjum
SUÐAUSTURLAND
9
1112
1
5
2
3
4
6
7
8
10
AÐ FJALLABAKI Hvanngil er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem ferðast um hálendi Íslands og þar þiggja margir gistingu sem ganga Laugaveginn milli
Landmannalauga og Þórsmerkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
8. Fjölskyldan
Strandarvöllur milli
Hellu og Hvolsvallar
þykir með bestu
golfvöllum í dreifbýlinu og
þar geta fjölskyldur átt góðar
útivistarstundir. Auk átján holu
aðalvallarins er annar með sex
brautir, sá er góður bæði fyrir
börn og byrjendur á öllum
aldri. Einnig er æfingasvæði
við völlinn og tjaldstæði. Ekki
skemmir svo útsýnið til Heklu,
Tindfjalla og Eyjafjallajökuls.
Golfaðstaða fyrir alla
höfðans þar sem fyrrverandi
ábúendur hvíla í heimagrafreit.
4. Krosskirkja með álfakaleik
Breiðabólsstaðarkirkja í Fljóts-
hlíð er byggð í kross. Arkitekt
hennar var Rögnvaldur Ólafs-
son. Í henni eru merkir munir,
meðal annars kaleikur og patína
sem talin eru komin frá álfum
og mikil helgi hvílir á.
5. Leyndarmál í hrauninu
Gaujulundur er gróðurvin í nýja
hrauninu í Vestmannaeyjum.
Þar breyttu hjónin Guðfinna
Ólafsdóttir og Erlendur Stefáns-
son auðn í lystigarð með litfögr-
um blómum, lágum grindverk-
um, göngustígum, burstabæ og
lítilli myllu.
6. Ævintýrahellirinn
Paradísarhellir er í hamra-
belti Eyjafjalla, skammt austan
Heimalands. Þar bjó útlaginn
Hjalti Magnússon, unnusti Önnu
frá Stóruborg, í tvö ár á 16.
öld. Hellirinn er manngengur
og með rennisléttu steingólfi.
Handvaður er upp í hann.
7. Áhrifamiklar gosminjar
Í Eldheimum í Vestmannaeyjum
er nýleg sýning um gosið í
Heimaey árið 1973 og hvernig
þær náttúruhamfarir gripu inn
í samfélagið og líf fólksins. Mið-
punktur sýningarinnar er húsið
við Gerðisbraut 10 sem hvarf
undir ösku í gosinu og hefur nú
verið grafið upp.
9
71
8
11
12