Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 30
9. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 1. Úr efnum náttúrunnar Sveitabragginn á Kirkjubæjar- klaustri selur afurðir beint frá býlum héraðsins, lambakjöt og bleikju á grillið, grænmeti, heimabakstur og sultu. Einn- ig handunna nytjahluti, fatnað og skart úr hinum ýmsu efnum náttúrunnar og snyrtivörur og heilsufæði úr íslenskum jurtum. Sveitabragginn er í kjallara Kirkjuhvols, Klausturvegi 10, og er opinn frá 11 til 19 alla daga. 2. Í óbyggðum Suðurlandið býr yfir sögu- legri og stórbrotinni náttúru í óbyggðum. Þar má nefna svæðin við Laka og Langasjó. Frá Geir- landi á Síðu er boðið upp á dags- ferðir þangað yfir sumarið og teknir þar hringir með nokkrum stoppum. Geirland.is. 3. Þægileg ganga Hjörleifshöfði á Mýrdalssandi er um tvo kílómetra frá þjóðveg- inum. Þangað er fært öllum far- artækjum og við bílastæðið eru upplýsingaskilti, borð og bekkir. Þaðan liggur stígur að rústum bæjar sem búið var í fram á síðustu öld og áfram upp á topp Þar er fjörusandurinn svartur Suðurland er ríkt að náttúru- og jarðfræðiminjum. Lómagnúpur er meðal hæstu standbjarga á Íslandi, Eldhraun- ið er hið stærsta úr einu gosi í veröldinni, Hekla hefur mótað umhverfi sitt og sótsvartar fjörurnar við suður- ströndina eru brunasandur að hluta. Hamrabelti og fossar gleðja augað og enginn er svikinn af heimsókn til Eyja. 9. Í Hollywood-stíl Sveitagrill Míu í miðbæ Hellu er grillvagn sem málaður er í Holly- wood-stíl. Vertinn Mía sérhæfir sig í hamborgurum af nokkrum gerðum og er Beikon-brjálæðingur sá lang- vinsælasti. Kjötið kemur frá SS og brauðin eru sérbökuð í bakaríi á Hellu. Opið er alla daga nema mánu- daga milli 11.30 og 16 og á föstudags- og laugardagskvöldum frá 18 til 21. 10. Matur og menning Önnuhús á Moldnúpi undir Eyjafjöll- um er veitingastaður í rómantískum anda. Moldnúpur er bernskuheimili listvefarans og rithöfundarins Önnu frá Moldnúpi og fróðleik um hana og langferðir hennar er að finna á staðnum. Veitingar eru allt frá kaffi og kökum til glæsilegs kvöldverðar. Neytum og njótum Íslenskt og amerískt Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Útivist og afþreying Margt er að sjá, finna og smakka á Suðurlandi og í Eyjum SUÐAUSTURLAND 9 1112 1 5 2 3 4 6 7 8 10 AÐ FJALLABAKI Hvanngil er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem ferðast um hálendi Íslands og þar þiggja margir gistingu sem ganga Laugaveginn milli Landmannalauga og Þórsmerkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 8. Fjölskyldan Strandarvöllur milli Hellu og Hvolsvallar þykir með bestu golfvöllum í dreifbýlinu og þar geta fjölskyldur átt góðar útivistarstundir. Auk átján holu aðalvallarins er annar með sex brautir, sá er góður bæði fyrir börn og byrjendur á öllum aldri. Einnig er æfingasvæði við völlinn og tjaldstæði. Ekki skemmir svo útsýnið til Heklu, Tindfjalla og Eyjafjallajökuls. Golfaðstaða fyrir alla höfðans þar sem fyrrverandi ábúendur hvíla í heimagrafreit. 4. Krosskirkja með álfakaleik Breiðabólsstaðarkirkja í Fljóts- hlíð er byggð í kross. Arkitekt hennar var Rögnvaldur Ólafs- son. Í henni eru merkir munir, meðal annars kaleikur og patína sem talin eru komin frá álfum og mikil helgi hvílir á. 5. Leyndarmál í hrauninu Gaujulundur er gróðurvin í nýja hrauninu í Vestmannaeyjum. Þar breyttu hjónin Guðfinna Ólafsdóttir og Erlendur Stefáns- son auðn í lystigarð með litfögr- um blómum, lágum grindverk- um, göngustígum, burstabæ og lítilli myllu. 6. Ævintýrahellirinn Paradísarhellir er í hamra- belti Eyjafjalla, skammt austan Heimalands. Þar bjó útlaginn Hjalti Magnússon, unnusti Önnu frá Stóruborg, í tvö ár á 16. öld. Hellirinn er manngengur og með rennisléttu steingólfi. Handvaður er upp í hann. 7. Áhrifamiklar gosminjar Í Eldheimum í Vestmannaeyjum er nýleg sýning um gosið í Heimaey árið 1973 og hvernig þær náttúruhamfarir gripu inn í samfélagið og líf fólksins. Mið- punktur sýningarinnar er húsið við Gerðisbraut 10 sem hvarf undir ösku í gosinu og hefur nú verið grafið upp. 9 71 8 11 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.