Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 9. ágúst 2014 | HELGIN | 25 skipta neinu máli. Flest sam- kynhneigt fólk er fætt af gagnkyn- hneigðu fólki og ætti þá samkvæmt þessu að vera gagnkynhneigt.“ Sigga: „Það er mjög mikilvægt að það komi fram að börn verða ekki samkynhneigð af því að eiga sam- kynhneigða foreldra. Það er inni- haldslaus klisja.“ Hilmar: „Og þó hann yrði sam- kynhneigður þá er það líka bara allt í lagi. Það skiptir okkur engu máli. Við ræddum líka þann mögu- leika að barnið myndi fæðast með Down’s-heilkenni eða eitthvað slíkt og vorum alveg tilbúin að taka því. Það var aldrei spurning. Það kemur ekkert í veg fyrir að þú elskir barn- ið þitt.“ Sigga: „Ég hef eiginlega meiri áhyggjur af því að hann verði sjálf- stæðismaður!“ Hilmar: „Minn stærsti ótti í þessu sambandi er að hann verði fótbolta- maður, ég hef svo innilega lítinn áhuga á fótbolta, en að sjálfsögðu mun ég styðja hann í öllu því sem hann langar að gera. Ég á reyndar líka mjög erfitt með að sjá Siggu fyrir mér í hlutverki fótboltamömm- unnar.“ Sigga: „Ég líka. En hin mamma hans hefur áhuga á boltaíþróttum og er meira í sportuppeldinu. Reyndar vorum við alveg viss um að hann væri stelpa fyrst á meðgöngunni og þegar við fengum að vita að þetta væri strákur voru viðbrögðin hjá mér og Hilmari eiginlega: Hvað eigum við að gera við strák? En að sjálfsögðu skiptir það engu máli, strákar og stelpur eiga ekki að fá mismunandi uppeldi að mínu mati, það sem skiptir máli er að börn fái uppeldi sem hentar þeirra persónu- leika. Ég hef mikið verið að vinna með transfólki og það hefur vakið mig til umhugsunar um hvað sam- félagið er fullt af stelpu- og stráka- dóti, flestar búðir sem selja barna- vörur skipta þeim upp í strákavörur og stelpuvörur strax frá fæðingu, ég versla hiklaust í „stelpudeildinni“ enda oft fallegri og litríkari vörur þar. Við klæðum hann í rautt og bleikt án þess að vera neitt að pæla í hvort það sé stráka- eða stelpulegt.“ Hilmar: „Það er skemmtilegast að sjá viðbrögðin hjá fólki þegar hann er kannski í bleikum buxum og fólk spyr hvað hún sé gömul og maður svarar að HANN sé fimm- tán mánaða. Fólk fer gjörsamlega í fát og heldur að það hafi móðgað mann svakalega. En mér er alveg sama hvort fólk heldur að hann sé strákur eða stelpa. Hann er fyrst og fremst manneskja.“ Deila gildum og lífssýn Þau Hilmar og Sigga segjast vera mjög samhent í uppeldinu, enda hafi þau svipuð gildi og áherslur. Það hafi aldrei komið til greina að setja hvort öðru skilyrði. Sigga: „Eina skilyrðið sem Hilm- ar setti þegar við byrjuðum að ræða barneignir var að barnið yrði ekki skírt.“ Hilmar: „Auðvitað erum við ólíkar persónur, Faye, Sigga og ég, en við höfum þekkst mjög lengi og deilum gildum og lífssýn. Við renndum ekkert blint í sjóinn með það.“ Sigga: „Það sem er svo frábært er hvað við erum samt ólík. Þótt við séum hundrað prósent sammála um allt sem í rauninni skiptir máli í uppeldinu þá erum við að öðru leyti mjög ólík. Kári Valur fær mismun- andi hluti frá hverju okkar og stór- græðir auðvitað á því.“ Spurð hvort þau séu kannski að hugsa um að eignast annað barn líta þau hvort á annað og skella upp úr. Sigga: „Ja, við höfum reyndar rætt það, aðallega til að Kári Valur eignist systkini, en það tók fimm ár að eignast hann og ekkert gefið að það tækist þótt við reyndum. Það er nefnilega ekkert sjálfsagt að eign- ast barn. Það er mikil gjöf að þetta hafi tekist – og svona vel! Hann er mjög vel heppnað eintak, eins og öll börn eru auðvitað.“ HJARTAKNÚSARINN Kári Valur er töffari af guðs náð og veit af því. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SIGGA BIRNA OG FAYE Með augasteininn á eyjunni Lesvos á Grikklandi. MYND/ÚR EINKASAFNI FÖSTUDAG R Túnfiskbátur LAUGARDAG R Ítalskur BMT SUNNUDAG R Kjúklingabringa 549kr Aðeins LAUGARDAG R Ítalskur BMT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.