Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 20
9. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 20 GÖTULOKANIR Á LEIÐ GLEÐIGÖNGUNNAR 12.00 - 17.30 12.00 - 15.30 12.00 - 14.30 Gleðigangan Lækjargata lokuð til suðurs milli Geirsgötu og Hafnarstrætis frá 6.00 - 20.00. Lækjargata verður lokuð til norðurs frá 12.00 - 17.00. Laugardagurinn 9. ágúst 20.00 Ungmennapartí Samtakanna ´78 Samtökin ´78 bjóða í annað sinn í ár ungmennum undir 20 ára aldri í skemmtun í Regnbogasal samtak- anna að Laugavegi. Í salnum verða sett upp flott hljóð- og ljósakerfi í eitt kvöld og verður plötusnúður til að skemmta ungmennunum frá 21.00 til miðnættis. 23.00 Pride-ball Lifandi tónlist, skemmti atriði og l a nds - lið hinsegin plötusnúða gera Pride- ball ársins að stuðviðburði helg- arinnar. Ballið verð- ur haldið á Rúbín o g f r í a r sætaferðir verða í boði Reykjavík Excursions frá biðskýli Kynnisferða við Lækjartorg á 20 mínútna fresti. Sunnudagurinn 10. ágúst 11.30-17.00 Regnbogahátíð fjölskyldunnar Vel verður tekið á móti hinsegin fjölskyldum í Viðey daginn eftir Gleðigönguna. Hinsegin tilboð verða í ferj- una sem siglir frá Skarfabakka á klukkustundarfresti, regnboga- veitingar í boði og samverustund og leikir undir umsjón Félags hin- segin foreldra. 18.00 Heimildarmyndin Stonewall Uprising Sýning á heimildar- myndinni Stone- wal l Upris - ing verður í boði sendi- ráðs Banda- ríkjanna í bíó Paradís. Myndin fjallar um einstaka við- burði sem höfðu djúpstæð áhrif á mannréttindabaráttu hin- segin fólks á heimsvísu. 21.00 Leiksýningin Beckett in the raw Tinna Kristjánsdóttir leikkona sýnir þrjú örleikrit eftir Samu- el Beckett í yfirgefinni mjölverk- smiðju, Marshall-húsinu, við HB Granda á Grandagarði. Sýningin tekur um það bil klukkustund. Viðburðir á vegum Hinsegin daga Fjölbreytt dagskrá er fyrir alla aldurshópa um helgina. Gleðigangan, hápunktur Hinsegin daga, heldur af stað frá Vatnsmýrarvegi klukkan 14.00 í dag, laugardag. Hún endar á Arnarhóli þar sem taka við skemmtiatriði frá íslenskum listamönnum. Hinsegin dagar standa á bak við skipulagn- ingu göngunnar en þátttakendur koma úr ýmsum hópum hinsegin samfélagsins. Gang- an er farin í mikilli gleði og gríðarlegt fjör einkennir hana alla jafna. Hvert atriði miðlar einhverjum skilaboðum sem varða veruleika hinsegin fólks á einhvern hátt og er mikið lagt upp úr því að vandað sé til verka varðandi skreytingar, búninga og útsetningu. Besta atriðið er heiðrað eftir hátíðina og fær hvatn- ingarverðlaun og fjárstyrk. nanna@frettabladid.is Staðfesta tilveru sína í gleði Gleðiganga Hinsegin daga verður farin í dag frá Vatnsmýrarvegi. Fjölmörg atriði úr hinum ýmsu áttum gæða hana lífi en í henni staðfestir hinsegin fólk tilveru sína, sýnileika og gleði. STEMNING Gleðiganga Hinsegin daga er hápunktur daganna og leggja þátttakendur sig alla fram um að gera atriði sín sem veglegust. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÁHORFENDUR Í ÞÚSUNDATALI Gleðigangan hefur vaxið hratt síðustu ár og nú missir enginn af henni ógrátandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Við lok Gleðigöngunnar verður árleg skemmtun við Arnarhól þar sem íslenskir tónlistarmenn koma fram í nafni gleði og mannrétt- inda. Allt að 90 þúsund manns hafa sótt viðburðinn í gegnum tíðina og má því búast við miklu stuði í dag. Á TÓNLEIKA Í NORRÆNA HÚSINU klukkan 12 þar sem Kristjana Stefánsdóttir söngkona og Daði Birgisson píanóleikari munu syngja og leika á sérstökum Regnboga-pikknikktón- leikum. Tilvalin upphitun fyrir Gleði- gönguna. Á ALLT SEM ÞÚ NÆRÐ Í með gleðigjafan- um Páli Óskari. Ekkert kemur fólki í meira Gay Pride-stuð en dásamlega diskómúsíkin hans Palla. BÓKINA UM ELÍAS MAR eftir Hjálmar Sveinsson. Bókin byggir að hluta til á viðtölum við Elías og fjallar meðal annars um æsku hans í Reykjavík á þeim árum þegar samkynhneigð var feluleikur. Á HINA SÍGILDU MYND Birdcage með Nathan Lane og Robin Williams. Gleði kemst ekki einu sinni nálægt því að lýsa þeim hughrifum sem sú mynd vekur. Gleðiganga og kaffihús Mist Edvardsdóttir knattspyrnukona „Það er helgarfrí í bolt- anum og því tilvalið að gera eitthvað skemmtilegt við helgina. Í dag ætla ég að skella mér í Gleðigönguna og á kaffihúsarölt með vinkon- unum. Sunnudagurinn fer svo í hreyfingu og rólegheit.“ Langar upp í sveit Egill Helgason, sjónvarpsmaður „Mig langar að fara upp í sveit, er meira að segja boðinn í brúðkaup fyrir vestan, en ég er hræddur um að ég komist ekki. Konan mín verður að vinna og líklega ég eitthvað líka– og sonurinn æfir sig á píanó.“ Sýning kærastans Hrund Þórsdóttir, fréttakona „Í dag opnar kærastinn minn sína fyrstu einkasýningu á ljós- myndum. Svo væri gaman að kíkja á Gleðigönguna sem mér finnst alltaf sannkölluð gleði- sprauta. Um kvöldið ætlum við út að borða en sunnudagurinn fer líklega bara í afslöppun.“ Sér góða leikara Tyrfi ngur Tyrfi ngs- son, leikskáld „Ég er á Act Alone, eða Act- inu eins og menn kalla það, á Suðureyri. Voða margir eru komnir hingað til að komast á séns en ég ætla að sjá góða leikara gera vel.“ HELGIN 9. ágúst 2014 LAUGARDAGUR FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.