Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 110
9. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 66 Listamaðurinn Ojay Morgan, betur þekktur undir listamannsnafni sínu, Zebra Katz, kom eins og stormsveip- ur inn í íslenskt listalíf. Frá því að hann kom hingað fyrst um miðjan júlí hefur hann starfað með rúmlega 20 íslenskum listamönnum í ýmsum verkefni. „Tengingin verður að vera frá náttúrunnar hendi,“ segir Ojay. „Þetta getur verið allt frá því að sjá einhvern á Facebook eða Twitt er sem þig langar að vinna með í það að kynnast einhverjum á bar einhvers staðar.“ Meðal listamanna sem Ojay hefur starfað með eru til dæmis tónlistar- maðurinn Logi Pedro Stefánsson, fatahönn- uðirnir Harpa Ein- arsdóttir, Alexander Kirch ner og Eygló Mar- grét Lárusdóttir, rappar- inn Blaz Roca og svo mætti lengi telja. „Þetta er orðinn smá hring- ur sem er svo frábært, það fréttist allt svo fljótt hérna,“ segir Ojay. „Ég held að margir Íslendingar segi já við verkefn- um þó að þeir vilji kannski ekk- ert endilega vera hluti af því. Ég vildi því frekar sýna þeim hvað ég væri að gera og bjóða þeim að taka þátt í því.“ Þrátt fyrir að vera aðeins þriggja ára gamalt nafn, þá hefur Zebra Katz verið á hraðri uppleið og er sá árangur beinn afrakstur þeirrar vinnu og eljusemi sem ein- kennir listamann- inn. Ojay sér um öll sín mál sjálfur, bókanir, að svara tölvupóstum, að tengjast öðrum lista- mönn- u m og að koma fram, en hefur öll þessi vinna ekki áhrif á einkalíf lista- mannsins? „Þetta er einkalífið mitt,“ segir hann. „Svo lengi sem ég er með stað til þess að sofa og mat til þess að borða á meðan ég sinni listinni þá er ég hamingjusamur. Núna er ég að afreka hluti í andrúmslofti sem að ég hélt að ég myndi aldrei ná.“ Íslenska auglýsingastofan er meðal fyrirtækja sem hafa haft samband við Ojay og beðið hann að halda svokallað Spurt og svarað þar sem árangur hans í tónlistarbrans- anum er krufinn og hvernig list- sköpun hans fer fram. Nú fer hins vegar dvöl lista- mannsins á Íslandi að ljúka. Hann kemur fram í lokapartíi fyrir Gay Pride-hátíðina á Dolly í kvöld en síðan flýgur hann út að leggja loka- hönd á plötu sína Nu Renegade sem væntanleg er í haust. baldvin@frettabladid.is Lagði Ísland undir sig Zebra Katz er nafn sem fæstir Íslendingar þekktu fyrir rúmum mánuði. Nú er hins vegar annað upp á teningnum eft ir mánaðardvöl listamannsins hér á landi. STÓRKOSTLEGUR ÁRANGUR Zebra Katz ásamt stórum hluta þeirra listamanna sem hann hefur unnið með á Íslandi. FRETTABLADID/STEFÁN Rapparinn Zebra Katz er best þekktur fyrir smellinn Ima Read, sem náði gríðarlegum vinsældum úti um allan heim þegar tískuhönnuðurinn Rick Owen notaði lagið á sýningu sinni á tískuvikunni í París árið 2012. Lagið hefur verið „re-mixað“ af listamönnum á borð við Tricky, Azealiu Banks, Gangsta Boo, Grimes og Busta Rhymes sem öll eru stór nöfn í tónlistarheiminum. Zebra Katz, sem heitir réttu nafni Ojay Morgan, stundaði nám við Eugene Land College í New York. Zebra Katz er afsprengi gjörnings sem Morgan framdi í skólanum, Moor Contradictions. Í kjölfarið hóf hann að semja lög og búa til myndbönd í frítíma sínum, og sá um veisluþjónustu samhliða því. Eftir að Rick Owens notaði lag hans á tískusýningu sinni fór Zebra Katz að einbeita sér að tónlistinni og hefur allar götur síðan getið sér gott orð í tón- listarbransanum, og hefur haldið tónleika um allan heim, oft sem upphitunaratriði Azealiu Banks. Hver er þessi Zebra Katz? SÉR UM ALLT SITT Zebra Katz er gríðarlega vinnusamur þegar það kemur að listsköpun. RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN AÐGANG AÐ TÓNLISTINNI Í ÖLLUM HERBERGJUM Sonos er kerfi þráðlausra hátalara og hljómtækja. Það sameinar stafræna tónlistarsafnið þitt og útvarpsstöðvar í einu appi sem þú getur stjórnað frá hvaða síma eða spjaldtölvu sem er. HJÓNABANDSSÆLA Í KANADA Stuttmynd Jörundar Ragnarssonar leik- ara, Hjónabandssæla, verður frumsýnd á Montreal World Film Festival í lok ágúst. Jörundur, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt í Næturvaktinni, leikstýrði myndinni síðasta sumar. Hann skrifaði hana jafnframt ásamt Elizabeth Rose. Aðalhlut- verk leika stórleikararnir Sigurður Skúlason og Theódór Júlí- usson en myndin gerist í hinu litla en sjarmerandi bæjarfélagi á Patreksfirði. - nej „Foreldrar mínir sögðu alltaf að fólk sem blótaði mikið væri verr gefið en annað fólk. Það finnst mér líka.“ CHLOE MORETZ Gerður Kristný er á leiðinni til Iowa þar sem hún dvelur ásamt rithöf- undum hvaðanæva úr heiminum við skrif og upplestra þar til í nóvember. Áður en hún fer á hún eftir að selja varning fyrir Samtökin ´78 í Gleðigöngunni, lesa upp fyrir krakka í bókasafninu í Þorlákshöfn og fara yfir handritið að nýrri ljóðabók sinni sem kemur út rétt áður en hún snýr aftur heim. Aldrei lognmolla hjá Kristnýju. GERÐUR KRISTNÝ STENDUR Í STRÖNGU TEKUR VIÐ AF LÁRU Í ÍD Erna Ómarsdóttir hefur verið ráðin listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins og tekur þar við taumunum af Láru Stefánsdóttur. Erna er einn virtasti dansari og danshöfundur Íslendinga, verk hennar hafa notið mikilla vinsælda og hún hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga. Erna mun leiða dans- flokkinn á komandi leikári og verður lögð áhersla á frumsamin verk eftir íslenska og upprennandi danshöf- unda. Fyrsta verkefni Ernu verður að leiða flokkinn í gegnum haust- frumsýningu flokksins í lok október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.