Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 6
9. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 Skattfrádráttur Umsóknarfrestur til 1. september vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar Göngugreining Pantaðu tíma í síma 5173900 Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Vandamál sem göngugreining Flexor getur hjálpað til við að leysa eru til dæmis: • þreytuverkir og pirringur í fótum • verkir í hnjám • sársauki eða eymsli í hælum (hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.) • beinhimnubólga • óþægindi eða verkir í baki og/eða mjöðmum • verkir í tábergi og/eða iljum • hásinavandamál • óþægindi í ökklum • þreytu- og álagsverkir hjá börnum og unglingum NEYTENDUR Á Íslandi hefur merk- ingum verið ábótavant á eðalmálm- um síðustu árin. Vörur sem eru unnar úr eðalmálmum í atvinnu- skyni eiga að vera merktar með ábyrgðarstimplum. Annars vegar hreinleikastimpli, sem segir til um magn eðalmálms, og nafnastimpli sem segir hver ber ábyrgð á vör- unni. Árin 2006-2007 var gefið upp rangt magn af eðalmálmi í tíu pró- sentum af vörum sem Neytenda- stofa skoðaði og árið 2009 var hlut- fallið sex prósent. Mun oftar skortir nafnastimplun, en árið 2005 vantaði slíkan stimpil á 83 prósent varanna sem voru skoðaðar. Guðrún Lárusdóttir, verkefna- stjóri á Neytendastofu, segir ástandið hafa lagast síðustu árin með auknu eftirliti. Þó skorti enn verulega merkingar á skarti á mörkuðum og handverkssýningum. „Sem dæmi var aðeins einn aðili með vörurnar sínar í lagi á hand- verkssýningunni í Ráðhúsi Reykja- víkur síðastliðið vor.“ Guðrún segir skipta miklu máli fyrir neytendur að hafa þessar merkingar á hreinu, enda viti það annars ekkert hvað það er með í höndunum og geti ekki dregið neinn til ábyrgðar ef það hefur keypt kött- inn í sekknum. „Við höfum kannað hálsmen sem ekki var eitt gramm af silfri í þótt það væri selt sem slíkt. Sama hefur komið upp með silfurskeiðar. Einn- ig er mikið af lituðu gleri í umferð sem er selt sem demantar, rúbínar eða aðrir náttúrusteinar. Fólk þarf að vera vakandi fyrir þessu.“ Guðrún ítrekar að hún telji ekki að um einbeittan brotavilja sé að ræða hjá skartgripasölum heldur verði oft mistök eða um vanþekk- ingu sé að ræða. Dæmi séu um að skartgripir séu fluttir inn úr eðal- málmi, síðan í næstu sendingu af sama skartgrip hefur magnið minnkað eða horfið. „En eins og gengur og gerist eru þetta yfirleitt sömu aðilar sem er vandræði með.“ Guðrún bendir einnig neytendum á að kanna nikkel í skartgripum. „Áður var alfarið bannað að hafa nikkel í skarti en fyrir ári var lítið magn leyft að nýju vegna reglu- gerða Evrópusambandsins. Lítið magn getur þó vakið upp ofnæmis- viðbrögð.“ Fyrir fjórum árum voru 817 sendingar af skartgripum skoð- aðar á Spáni í ítarlegri könnun. 41 prósent af vörunum var ekki í lagi. Aðallega var um of mikið magn af hættulegum efnum að ræða, til dæmis nikkeli. erlabjorg@frettabladid.is Engar eða rangar merkingar á skarti Neytendastofa hefur aukið eftirlit með merkingum á eðalmálmum. Dæmi eru um að ekki sé gramm af silfri í „silfurhálsmeni“, náttúrusteinar séu ódýrt gler og á handverkssýningunni í Ráðhúsinu í vor var aðeins einn með réttar merkingar. SKART Árið 2011 voru 318 vörur skoðaðar hjá 54 aðilum á Íslandi. Nítján þurftu að bæta úr merkingum á vörum sínum eða 35 prósent söluaðila. NORDICPHOTOS/GETTY HEILBRIGÐISMÁL Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri segist eindregið vilja að Reykjavíkurborg taki alfar- ið yfir rekstur heilsugæslu í borg- inni og samtvinni hana félagsþjón- ustu. Hann segir mjög marga deila þessari framtíðarsýn hans. „Bilið á milli heilbrigðismála og félagsmála er oft óljóst,“ segir Dagur. „Eins er það orðið viður- kennt að þegar maður er að ræða málefni fjölskyldna, þá virkar ein- faldlega betur heildstæð nálgun þar sem sérfræðingar vinna saman sem teymi en ekki sem afmarkað- ar stofnanir sem vísa fólki hvor á aðra.“ Þetta kallar Dagur „Akureyr- ar-módelið“ með vísun til þess að Akureyrarbær hefur undan- farið rekið heilsugæslu bæjarins samhliða annarri þjónustu. Með sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi mun ríkið yfirtaka reksturinn á heilsugæslu Akur- eyrar. Í Fréttablaðinu í gær segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra að það sé engin ástæða til að ætla að við það dragist þjónust- an saman, en af þessu hefur Dagur áhyggjur. „Ég hef áhyggjur af því að þessi góða samvinna og samþætting sem náðst hefur á Akureyri sé í hættu ef ábyrgðin færist til,“ segir hann. „Ég held að það séu tvímælalaust rök fyrir því að þetta eigi einmitt að vera á einni hendi.“ - bá Borgarstjóri vill að Reykjavík reki saman heilsugæslu og félagsþjónustu: Vill taka upp „Akureyrar-módel“ EINDREGINN VILJI Dagur segir borgina tilbúna að taka að sér rekstur heilsu- gæslu í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Við höfum kannað hálsmen sem ekki var eitt gramm af silfri í þótt það væri selt sem slíkt. Sama hefur komið upp með silfurskeiðar. Guðrún Lárusdóttir, verkefnastjóri á Neytendastofu BANDARÍKIN Ríflega níu hundruð rithöfundar hafa ritað netrisan- um Amazon bréf sem birtast mun á síðum New York Times á sunnu- dag. Þar kvarta höfundarnir yfir framferði Amazon gagnvart bókaútgáfunni Hachette, sem rit- höfundarnir eru á mála hjá. Á meðal rithöfunda sem Hach- ette hafa gefið út bækur frá eru J.K. Rowling, Stephen King og Stephenie Meyer. Fyrirtækin hafa deilt undan- farna mánuði vegna skilmála á rafbókum sem seldar eru á vef- síðu Amazon. Starfsmenn Ama- zon hafa meðal annars látið seinka sendingum og stöðvað forsölu bóka frá Hachette samkvæmt frétt BBC um málið. Rithöfundarnir telja Amazon með þessu reyna að þrýsta á Hach- ette að selja rafbækur á lægra verði. „Mörg okkar hafa stutt Amazon síðan það var lítið frumkvöðla- fyrirtæki,“ rita rithöfundarnir sem bæta við að þeir hafi skapað Amazon miklar tekjur í gegnum árin. Amazon segir hins vegar Hach- ette rukka okurverð fyrir raf- bækur. Í nýlegri tilkynningu frá fyrirtækinu segir netrisinn að rafbækur ættu að vera seldar á helmingi lægra verði. Mun ódýr- ara sé að gefa út rafbækur en hefðbundnar bækur. Amazon fullyrðir einnig að lægra verð rafbóka myndi auka sölu þeirra sem skapi meiri tekjur fyrir alla aðila. - ih Rithöfundar mótmæla en Amazon segir að ódýrari rafbækur sé allra hagur: Ósáttir við framferði Amazon ÓSÁTTUR Stephen King er einn þeirra rithöfunda sem ritað hafa nafn sitt á mótmælabréfið. MYND/FILMMAGIC VERSLUN Ný metandæla á bensín- stöð ÓB við Miklubraut gegnt Kringlunni var opnuð í gær. Met- anið á dæluna kemur frá Sorpu sem vinnur það úr lífrænum úrgangi. Nóg er um að vera á stöðinni því í dag verður veitingastaður- inn Dirty Burgers & Ribs opn- aður á sama stað. Veitingastaður- inn verður opinn milli klukkan 16 og 20 þar sem boðið verður upp á fríar kræsingar á meðan birgðir endast. - ih Gefa mat við Miklubraut: Ný metandæla tekin í notkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.