Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 47
/ / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / /
Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna
Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 850 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbygg-
ingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk
yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.
VERKEFNASTJÓRI Í VIÐSKIPTADEILD
Isavia leitar að metnaðarfullri og snjallri markaðsmanneskju í viðskiptadeild fyrirtækisins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gerð er krafa um háskólapróf
á sviði viðskipta, markaðsmála eða þjónustu. Í boði er spennandi framtíðarstarf hjá fyrirtæki í miklum vexti.
Á meðal verkefna eru:
• Þátttaka í stefnumótun fyrir markaðsráð verslunar- og veitingasvæðis FLE
• Framkvæmd á verkefnum fyrir markaðsráð
• Mótun og framkvæmd viðburða
• Umsjón með mati og greiningu á verslunar- og veitingaaðilum
• Umsjón og ábyrgð á efni um verslunar- og veitingaaðila á vefsíðum og samfélagsmiðlum
• Samvinna í teymi með markaðs- og viðskiptadeild
FLUGVALLARSTARFSMENN Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI
Við leitum að kraftmiklu fólki til starfa á Keflavíkurflugvöll. Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir og kröfur eru gerðar til líkamlegs atgervis.
Aukin ökuréttindi og tölvukunnátta eru skilyrði auk þess sem iðnmenntun, vinnuvélapróf og reynsla af slökkvistörfum, snjóruðningi og hálkuvörnum
eru kostir.
Á meðal verkefna eru:
• Viðhald flugvallar og umhverfis hans
• Viðhald bifreiða, þungavinnuvéla og annarra tækja
• Björgunar- og slökkviþjónusta
• Snjóruðningur, hálkuvarnir og hreinsun aðskotahluta á flugvallarsvæðinu
Umsækjandur þurfa að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar. Isavia mun sjá umsækjendum fyrir
þeirri þjálfun sem nauðsynleg er vegna starfsins.
Þeir sem ráðnir verða munu hefja störf í dagvinnu en fara síðar á vaktir eftir atvikum.
Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á www.isavia.is/atvinna. Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst.