Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 92
9. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 48
„Þetta er nokkurs konar framhald
af ótrúlega vel heppnuðum tónleik-
um í fyrra, það gekk svo vel og því
ákveðið að gera þetta aftur,“ segir
tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar
Hjörleifsson en hann kemur fram
á og skipuleggur heljarmikla tón-
leika sem fram fara á laugardags-
kvöldið á Dalvík. „Það voru um 30
þúsund manns þarna í fyrra, ég
lofa mjög flottu sjói,“ segir Frið-
rik Ómar.
Hann hefur staðið fyrir afskap-
lega vel heppnuðum sýningum, sem
hafa verið til heiðurs hljómsveitum
og tónlistarmönnum á borð við Bee
Gees, Elvis Presley, Freddie Merc-
ury og Meatloaf svo að fátt eitt
sé nefnt og á tónleik unum verða
þekktustu og vinsælustu lögin úr
þessum sýningum flutt af miklum
sönghetjum. Eyþór Ingi Gunnlaugs-
son, Matthías Matthíasson, Dagur
Sigurðsson, Stefán Jakobsson,
Pétur Örn Guðmundsson, Eiríkur
Hauksson, Stefanía Svavars dóttir,
Erna Hrönn Ólafsdóttir, Heiða
Ólafsdóttir, Regína Ósk Óskars-
dóttir og Selma Björnsdóttir koma
fram auk Friðriks Ómars. Þá verð-
ur á sviðinu tíu manna hljómsveit
skipuð frábærum hljóðfæraleik-
urum.
„Þetta verður allt saman frítt í
boði Samherja og það verður öllu
tjaldað til svo að ekki sé meira
sagt,“ segir Friðrik Ómar. Risa-
hljóðkerfi, stærsta útisvið lands-
ins, stærsti sjónvarpsskjár lands-
ins sem er um 50 fermetrar og allur
ljósabúnaður sem Exton býður upp
á verður notað til þess að gera tón-
leikana sem flottasta.
„Það er svo gaman að fá svona
verkefni, þetta verða líklega
stærstu tónleikar sem haldnir hafa
verið á Dalvík, ég get ekki beðið,“
segir Friðrik Ómar. - glp
Öllu tjaldað til á Dalvík
Mikil tónlistarveisla fer fram á Dalvík á laugardagskvöldið þar sem landsþekktir
tónlistarmenn stíga á svið og fara um víðan völl.
FRÍÐUR FLOKKUR Hér sjáum við hópinn sem kemur fram á stórtónleikum á Dalvík
á laugardagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Tónleikar
17.00 Lilja Guðmundsdóttir sópran
Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran
og Ingileif Bryndís Þórsdóttir píanóleik-
ari koma fram í tónleikaröðinni Perlur
íslenskra sönglaga í Hörpu. Á efnisskrá
eru íslensk sönglög, gömul og ný, auk
þess sem sagt er frá tónskáldum og
efni og tilurð laga. Tónleikarnir eru í
Kaldalóni.
20.00 Kanadíska rokkgoðsögnin Bryan
Adams hefur undanfarin ár ferðast einn
með gítar um heiminn ásamt píanó-
leikara á svokölluðum Bare Bones Tour
en í þetta sinn kemur tónlistarmaður-
inn fram á Íslandi í Eldborgarsal Hörpu.
Miða má nálgast á heimasíðu midi.is.
21.00 Jake Shulman-Ment og Eleonore
Weill koma fram í Mengi. Jake er
klezmer- fiðluleikari á hæsta mælikvarða
og Eleonore er multi-instrumentalisti
og gjörningalistamaður. Miðaverð er
2.000 krónur.
Sýningar
11.00 Expo-skálinn í Hörpu. 360 gráðu
upplifun af íslenskri náttúru. Skálinn
verður opinn alla daga frá 10.00 til
18.00 og verður myndin sýnd á hálf-
tíma fresti. Aðgangseyrir er kr. 1.500.
13.00 Sýningin S.I.R.K.U.S. er sett
saman með yngri börnin í huga en þó
ekki á kostnað eldri áhorfenda. Hún
er klukkutími og er miðuð við leik-
skólaaldur. Sirkus Íslands er staddur
með tjaldið sitt Jöklu á Selfossi og er
miðaverð 2.500 krónur.
14.00 Þorbjörg Gunnarsdóttir sýningar-
stjóri leiðir gesti um sýninguna
Svipmyndir eins augnabliks. Ljósmyndir
Þorsteins Jósepssonar í Þjóðminjasafni
Íslands. Þorsteinn var kunnur rithöf-
undur og blaðamaður og ferðaðist
víða og hafa ljósmyndir hans mikið
heimildagildi vegna þess hve margþætt
skráning hans var á landi og lífsháttum.
15.00 Guðmundur Oddur Magnússon,
betur þekktur sem Goddur, heldur
fyrirlestur í Ketilhúsinu á Akureyri um
starfsferil Gísla B. Björnssonar í graf-
ískri hönnun síðastliðna fimm áratugi.
16.00 Heima er best er alíslensk sirkus-
skemmtun þar sem öll fjölskyldan
nýtur þess að horfa á ótrúlega leikni
listamanna Sirkuss Íslands. Sirkusinn er
staddur með tjaldið sitt Jöklu á Selfossi
og er miðaverð 3.000 krónur.
19.00 How to become Icelandic in 60
minutes er leiksýning sem leikin er á
ensku, samin og flutt af Bjarna Hauki
Þórssyni og leikstýrt af Sigurði Sigur-
jónssyni. Sýningin er flutt í Hörpu og er
miðaverð 4.200 krónur.
20.00 Eftir óralanga bið munu goð-
sagnir grínsins í Monty Python stíga
á stokk í lifandi uppfærslu á sviði árið
2014. Bíó Paradís sýnir uppfærsluna út
ágúst.
20.00 Skinnsemi er kabarettsýning
með sirkusívafi þar sem lagt er upp
úr fullorðinshúmor og stundum sýnt
smá skinn. Sirkus Íslands er staddur
með tjaldið sitt Jöklu á Selfossi og er
miðaverð 3.500 krónur.
20.00 Verkið Landsliðið á línu er skrif-
að og leikið af Arnari Dan Kristjánssyni
og er það flutt í Tjarnarbíói. Miðaverð
er 2.000 krónur.
Íþróttir
19.00 Íslenska karlalandsliðið leikur í
undankeppni Evrópumótsins, EuroBasket
2015. Í þetta sinn leikur landslið Íslands
á móti Bretlandi og fer leikurinn fram í
Laugardalshöll. Miðaverð er 1.500 krónur.
Uppákomur
11.30 Regnbogahátíð fjölskyldunnar í
Viðey. Viðey tekur vel á móti hinsegin
fjölskyldum með frábærri fjölskyldu-
dagskrá og regnbogaveitingum. Ferjan
siglir frá Skarfabakka í Sundahöfn á
klukkustundar fresti frá kl. 11.15 til
17.15.
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
Tónleikar
14.00 Lokadagur menningarveislunnar
á Sólheimum. Ragnar Bjarnason og Þor-
geir Ástvaldsson halda tónleika í Sól-
heimakirkju. Aðgangur er ókeypis.
15.00 Söngkonan Margrét Eir kemur
fram ásamt hljómsveit á sumardjass-
tónleikaröð Jómfrúarinnar við Lækjar-
götu. Tónleikarnir fara fram utandyra
á Jómfrúartorginu og er aðgangur
ókeypis.
17.00 Í tilefni hinsegin daga ætlar
hljómsveitin Lame Dudes að flytja
blúsa í öllum regnbogans litum í
Hressógarðinum. Aðgangur ókeypis og
litríkur klæðnaður áskilinn.
17.00 Söngkonan Jónína Björt
Gunnars dóttir heldur styrktartónleika
fyrir nám sitt í New York á Menningar-
húsinu Bergi á Dalvík. Frítt er inn á
tónleikana en tekið við frjálsum fram-
lögum.
21.00 Pönk á Patró í Sjóræningja-
húsinu á Patreksfirði í sjötta sinn.
Tvær hljómsveitir mæta og pönka í ár
og eru það dj flugvél og geimskip og
Grísalappalísa.
22.00 Tónlistamennirnir KK og Magnús
Eiríksson koma fram á Café Rosenberg.
Á tónleikunum spila þeir lög úr laga-
safni hvors annars auk sameiginlegra
lagasmíða, en þeir hafa gefið út þrjár
plötur með eigið efni. Aðgangseyrir er
2.000 krónur.
Sýningar
10.00 Á sýningunni Villt hreindýr
á Íslandi í Hörpu er hægt að sjá og
fræðast um hreindýr og líf þeirra.
Aðgangseyrir er 1.900 krónur.
11.00 Expo-skálinn í Hörpu. 360 gráðu
upplifun af íslenskri náttúru. Skálinn
verður opinn alla daga frá 10.00 til
18.00 og verður myndin sýnd á hálf-
tíma fresti. Aðgangseyrir er kr. 1.500.
14.00 Sýningin S.I.R.K.U.S. er sett
saman með yngri börnin í huga en þó
ekki á kostnað eldri áhorfenda. Hún
er klukkutími og er miðuð við leik-
skólaaldur. Sirkus Íslands er staddur
með tjaldið sitt Jöklu á Selfossi og er
miðaverð 2.500 krónur.
15.00 Mireya Samper opnar sýninguna
Flæði í efri sölum Listasafns Kópavogs-
Gerðarsafns. Á sýningunni eru innsetn-
ingar með tví- og þrívíða verkum sem
unnin voru á árunum 2013 og 2014.
17.00 Heima er best er alíslensk sirkus-
skemmtun. Sirkusinn er staddur með
tjaldið sitt Jöklu á Selfossi og er miða-
verð 3.000 krónur.
Íþróttir
13.00 Fjórða og þar með síðasta
umferð Íslandsmótsins í drift á
akstursbraut AÍH í Kapelluhrauni í
Hafnarfirði.
Dansleikir
23.00 Litla Gayballið haldið í fyrsta
sinn á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg
8. Tómas Magnús Tómasson og hans
kampakátu kunningjar koma fram,
ásamt fjölda gesta, en aðgangur er
ókeypis.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is
LAUGARDAGUR
SUNNUDAGUR
Umsóknarfrestur 1. september
Æskulýðs-
sjóður
Menntaskólinn við Hamrahlíð
www.mh.is
STÖÐUPRÓF Í ÁGÚST 2014
Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins
verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem hér segir:
Danska/Danish (6 einingar/10 fein*) mán. 18. ágúst kl. 16:00.
Enska/English (9 einingar/15 fein*) mán. 18. ágúst kl. 16:00.
Franska/French (12 einingar/20 fein*) fim. 14. ágúst kl. 16:00.
Ítalska/Italian (12 einingar/20 fein*) fim. 14. ágúst kl. 16:00.
Norsk/Norwegian (6 einingar/10 fein*) mán. 18. ágúst kl. 16:00.
Spænska/Spanish (12 einingar/20 fein*) fös. 15. ágúst kl. 16:00.
Stærðfræði/Mathematics fim. 14. ágúst kl. 16:00.
Sænska(Swedish (6 einingar/10 fein*) mán. 18. ágúst kl. 16:00.
Þýska/German (12 einingar/20 fein*), fim. 14. ágúst kl. 16:00.
*hámarks einingafjöldi sem hægt er að ná, frá og með fyrsta áfanga á
framhaldsskólastigi.
Rafræn skráning í stöðupróf fer fram á heimasíðu skólans www.mh.is.
Frekari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 595-5200.
Sýna þarf persónuskilríki með mynd í prófinu.
Prófgjald, kr. 8000 fyrir hvert próf, ber að greiða inn á reikning
Menntaskólans við Hamrahlíð í banka 323 hb 26 nr 106, kt. 460269-3509.
Greiðslufrestur er til hádegis á prófdegi, nauðsynlegt er að fram komi nafn og
kennitala próftaka. Réttur til próftöku byggist á að prófgjald hafi verið greitt.
PLACEMENT TESTS
Placement tests (for Secondary School credit) will be held at Menntaskólinn
við Hamrahlíð in the subjects listed above.
On-line registration takes place on the school website www.mh.is.
For more information call the school office tel. 595-5200 after August 10th.
Everyone sitting the test must show an ID with a picture.
The fee, kr. 8000 per test, should be paid to the account of the Menntaskólinn
við Hamrahlíð bank 323 – 26 – account no. 106, id. 460269-3509 before noon on
the day of the test. Please provide the name and identification number of the
examinee when paying. Only those that have paid can sit the exam.
(stæ103/5 fein, stæ203/5 fein, stæ263/5 fein)
Rektor.
Nj
óttu
með v
eitingum frá Aal
to Bi
str
o
Save the Children á Íslandi