Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 36
FÓLK|HELGARSPJALL FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir ÆTTARMÓT Elín er með fjölskyldu sinni á ættarmóti um helgina. Hún hefði annars verið í miðbænum í dag og sýnt réttindabaráttu samkynhneigðra stuðning. „Það er hægt að úthýsa fordómum með upplýstri umræðu.“ MYND/GVA Elín vonast til að hópurinn fái áframhaldandi kostendur svo hægt verði að halda gerð þátt-anna áfram. „Þáttagerðin er byggð á stuðningi og fjárframlögum. Það er ekki búið að ákveða fram- haldið en sannarlega vonum við að það geti orðið. Við leitum til fyrirtækja eftir stuðningi en höfum einnig fengið styrk frá velferðarráðuneytinu og Landssamtökunum Þroskahjálp. Það hefur reynst hálfgjör barningur að fá styrki en hefur alltaf tekist á endanum,“ útskýrir Elín og bætir við: „Þættirnir hafa sannað sig. Þeir hafa opnað augu fólks fyrir þroska- hömlum, brotið niður múra og eytt fordómum.“ Með okkar augum var fyrst sýnt árið 2011 og vakti strax athygli. Þættirnir hafa verið verðlaun- aðir. Má þar nefna Múrbrjót Þroskahjálpar 2011, Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins 2011 og Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 2012. Þá hafa þættirnir tvisvar verið tilnefndir til Eddunnar. Þegar Elín er spurð hvernig þetta hafi allt byrj- að segir hún að Friðrik Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Þroskahjálpar, hafi komið að máli við hana í upphafi. „Hann spurði hvort einhver flötur væri á því að þroskahamlaðir gætu unnið í sjónvarpi. Ég hafði fulla trú á því og í framhaldinu fórum við af stað með námskeið fyrir þá sem höfðu þennan fjölmiðlaáhuga. Það reyndust vera sex krakkar sem er sá kjarni sem er enn að vinna við þættina. Verkefnið hefur síðan undið upp á sig,“ segir hún. EINLÆGNI OG HLÝJA „Frábært er hversu krökkunum hefur gengið vel að vinna saman, þau hafa þroskast og þróast í þessu fagi. Þess utan hefur starfið gefið þeim mikið. Þau hafa tekið leiðsögn og leiðbeiningum einstaklega vel. Viðmælendur hafa einnig tekið virkan þátt í verkefninu með einlægni og ánægju. Einlægnin og hlýjan frá þáttagerðarfólkinu hefur augljóslega áhrif á viðmælendur,“ segir Elín. „Við þurfum ekkert að gera veröldina öðruvísi en hún er. Við höfum öll okkar veikleika eða styrkleika.“ Elín veit ekki til þess að slíkir þættir hafi verið gerðir í öðrum löndum. „Þegar við vorum að hanna þetta prógramm fannst mér liggja beinast við að gera magasínþátt, enda kem ég sjálf úr fréttaumhverfi. Við vildum hafa fréttir, menningu, listir, íþróttir, mat og mann- líf. Svo var toppnum náð þegar Andri Freyr kom með hugmyndina að spurningaþætti sínum. Sá hluti er algjörlega hans hugarsmíð frá upphafi til enda,“ segir Elín. Þáttagerðarmenn á skjánum eru Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Andri Freyr Hilmarsson og Katrín Guðrún Tryggvadóttir. Með þeim eru síðan Bjarni, Eiður, Richard og Skúli Steinar. ALVÖRU SJÓNVARPSFÓLK „Í fyrstu þurftu viðmælendur okkar að spyrja mikið út í þættina þegar þeim var boðið í viðtal en það hefur gjörbreyst. Við höfum fengið marga fræga einstaklinga til að taka þátt í þessu með okkur. Við höfum ekki orðið vör við fordóma, sem betur fer,“ segir Elín. „Við erum búin að sanna okkur sem alvöru sjónvarpsfólk.“ Þegar hún er spurð hvort sjónvarpsfólkið hafi ekki öðlast nokkra frægð sjálft, svarar hún: „Jú, mér heyrist það á þeim. Fólk heilsar þeim úti í búð eða á götu eins og gerist með aðra sem starfa í þessum sýnileika í fjölmiðlum. Þau hafa hins vegar ekki ofmetnast, einlægnin og heiðarleikinn er í fyrirrúmi. Steinunn Ása er með kaffihúsið Gæs sem er frábært framtak. Þáttagerðin sýnir að við getum gert allt sem okkur langar til ef við fáum þá aðstoð sem þarf,“ segir Elín. Þar sem þáttagerðin með þessum hressu krökk- um er í bið er Elín farin að vinna við annað verk- efni. „Ég er á fullu að undirbúa aðra þáttaröðina af Biggest Loser fyrir Skjá einn. Þættirnir fara í gang aftur í haust en það er ákaflega skemmtilegt að vinna að gerð þessara þátta,“ segir Elín. Í þeim er markmiðið að fólk létti sig og öðlist nýtt og betra líf. „Þetta er vissulega frábrugðið þáttunum Með okkar augum. Starf mitt er margbreytilegt sem gerir það áhugavert. Verktakavinna er þannig að maður fær ólík verkefni hverju sinni til að fást við.“ ÆTTARMÓT Í MÝVATNSSVEIT Þegar Elín er spurð hvað hún ætli að gera um helgina segist hún vera á leið á ættarmót í Mý- vatnssveit með móðurfólki sínu. „Afi minn, Vésteinn Guðmundsson, hefði orðið hundrað ára 14. ágúst, og af því tilefni hittumst við í sveitinni hans. Hann starfaði lengi sem framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar. Sum okkar dvelja í gamla húsinu hans en einnig verður slegið upp tjöldum. Við munum halda Vésteinsleika fyrir krakkana, grilla úti og hafa gaman. Ef ég hefði verið í bænum myndi ég fylgjast með gleðigöngunni. Við erum nýflutt í miðbæinn og erum með frábært útsýni yfir bæinn. Það hefði verið hægt að horfa á gönguna úr stofuglugganum. Mér hefur alltaf þótt gaman að fylgjast með gleði- göngunni og vil sýna málstaðnum stuðning. Það er hægt að úthýsa fordómum með upplýstri umræðu. Við eigum að tala saman og vera góð hvert við ann- að,“ segir Elín en hún og eiginmaður hennar, Sig- mundur Ernir Rúnarsson, eru mikið golfáhugafólk og fara á golfvöllinn eins oft og tækifæri gefst. „Við eigum þetta áhugamál sameiginlegt með tveimur yngstu börnum okkar.“ ■ elin@365.is BURTU MEÐ FORDÓMA GLEÐIGJAFAR Elín Sveinsdóttir upptökustjóri hefur farið fyrir þeim hópi sem stendur að þáttunum Með okkar augum. Fjórða þáttaröðin er nú í sýningu og hefur vakið mikla athygli ekki síður en fyrri þættir. Lítið hringlótt og uppfullt af möguleikum. www.weber.is - Samkvæmt 840.000 notendum GoodReads! www.bjortutgafa.is Framhald Divergent- kvikmyndarinnar! Önnur bókin í hinum geysivinsæla Divergent-bókaflokki er nú komin út í kilju. Fæst hjá öllum betri bóksölum! Hlíðasmári 10, 201, Kópavogi Sími 568 3868 Stjórnar át og þyngdarvandi lífi þínu? matarfikn@mfm.is www.matarfikn.is Nýtt líf: 5 vikna byrjendanámskeið með 3 mánaða eftirfylgni hefjast 19.8.14. og 02.10.14. Fráhald í forgang: framhaldsnámskeið hefjast 30.08.14. og 20.09.14. Esther H. Guðmundsdóttir MSc.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.