Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 22
9. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22 Það er hamingjusöm fjöl-skylda sem bregður á leik á Miklatúninu einn sólar-morgun í vikunni. Hilmar Magnússon og Sigríður Birna Valsdóttir snúast í kringum soninn, Kára Val, sem er fimmtán mánaða hjartaknúsari sem þau sjá ekki sólina fyrir, frek- ar en aðrir foreldrar. Það sem er óvenjulegt við þessa fjölskyldu er að Sigga Birna, eins og hún er köll- uð, og Hilmar hafa aldrei verið par, enda bæði samkynhneigð, og Sigga er í sambúð með Faye Rickett sem þar af leiðandi er einnig móðir Kára Vals, hún er hins vegar erlendis og fjarri góðu gamni þennan dag. Þau blása á að það sé eitthvað flókið við þetta fjölskyldumynstur. Sigga: „Á ekki annað hvert barn á Íslandi tvær mömmur eða tvo pabba eða hvort tveggja? Það er enginn að pæla í því lengur.“ Sigga og Hilmar hafa þekkst í níu ár og urðu fljótt perluvinir. Fyrir sex árum tóku þau þá ákvörðun að eignast saman barn en það tók fimm ár. Sigga: „Ég hafði alltaf hugsað mér að eignast barn þótt ég vissi ekki alveg hvernig fyrr en við Hilmar ákváðum að gera þetta saman. Það er hins vegar ekkert gefið að maður geti eignast barn strax þannig að það þurfti margar tilraunir áður en það tókst. Það er mjög misjafnt hvaða leiðir lesbíur fara til að eign- ast börn, margar þeirra hafa farið þá leið að nota sæðisgjafa. Ég virði það og það er mjög mikilvægt að það sé hægt að velja þá leið. Marg- ar yndislegar fjölskyldur hafa orðið til þannig, en það hentaði mér ekki vegna þess að mig langaði að deila þessu hlutverki með einhverjum öðrum og hafa fleiri í lífi barnsins. En ég vil ítreka það að okkar leið er ekkert réttari en aðrar, þetta er bara ein leið af mörgum til að skapa fjölskyldu.“ Búinn að afskrifa barneignir Hilmar: „Við vorum bæði einhleyp þegar við tókum þessa ákvörðun og ég var eiginlega búinn að afskrifa það að eignast börn. En þegar Sigga fór að tala um að við gerðum þetta saman þá fannst mér það alveg kjörið. Þegar ég kom út úr skápn- um fyrir bráðum tuttugu árum þá var viðkvæðið alltaf: Já, frábært, en samt leiðinlegt að þú getir aldrei eignast börn. Maður hélt bara að það væri ekkert inni í myndinni.“ Sigga: „Nokkrum mánuðum eftir að við ákváðum þetta kynntist ég Faye og hún tók þátt í öllu ferlinu. Löggjöfin er þó ennþá þannig að barn getur einungis átt tvo lögform- lega foreldra þannig að hún er ekki skráð móðir hans, þótt hún sé það auðvitað.“ Hilmar: „Þetta er eitt af því sem Samtökin ’78 eru að skoða. Það er búið að breyta löggjöfinni í Belgíu og fleiri löndum á þann veg að lög- foreldrar geti verið fleiri og von- andi kemur að því hér líka. Það myndi gagnast miklu fleirum en samkynhneigðum því fjölskyldu- mynstur hafa breyst svo mikið og það er ekkert óalgengt að barn alist upp með þremur til fjórum foreldr- um svo það er augljóst að lögin eru ekki í samræmi við raunveruleik- ann í þessu efni.“ Sigga: „Þótt Faye sé réttlaus sem móðir gagnvart lögunum þá hef ég engar áhyggjur af því, ég veit að þau Hilmar myndu koma sér saman um fyrirkomulag ef eitthvað kæmi fyrir mig. Við erum öll mjög góðir vinir, sem er oft ekki tilfellið þegar fólk hefur skilið, og engin vandamál hafa komið upp.“ Hilmar: „Sumir hafa sagt að svona fyrirkomulag sé eins og hjá skilnaðarbörnum „without the hard feelings“. Það er auðvitað einföldun en það hafa aldrei komið upp nein vandamál hjá okkur. Eðlilega hefur Kári Valur hingað til verið mest hjá mæðrum sínum enda svo lítill en við erum búin að ganga frá sam- eiginlegu forræði hjá sýslumanni og hann er farinn að vera meira hjá mér seinustu mánuðina og verður hjá mér helminginn af tímanum í framtíðinni.“ Vá, hvað hann er ríkur Hilmar er frá Ísafirði og Sigga Birna ólst upp í Neskaupstað frá fjögurra til sautján ára aldurs. Þau segjast hvorugt hafa þekkt neitt samkynhneigt fólk þegar þau voru að alast upp og ekki komið út úr skápnum fyrr en þau voru flutt suður. Er erfiðara að koma út í litlum samfélögum? Hilmar: „Ég flutti frá Ísafirði þegar ég var 21 árs, um það bil sem ég kom út. Það var ekkert rosaleg- ur stuðningur fyrir vestan en ekki andstaða heldur, það var eigin- lega bara þögn. Það var bara ekk- ert talað um þessi mál og það litla sem maður heyrði var yfirleitt nei- kvætt. Á þeim tíma var það mikill léttir að komast frá Ísafirði og ég held það sé enn þá yfirleitt þyngri róður fyrir fólk úti á landi að koma út úr skápnum. Hinsegin fólk hefur yfirleitt alltaf leitað í borgarsam- félög þar sem við erum ekkert það mörg og því stærra sem samfélagið er, þeim mun líklegra er að þú finnir umgangskreðs sem þú passar inn í.“ Sigga: „Þetta er samt að breytast. Samkynhneigt fólk er að flytja út á land með fjölskyldur sínar, reynd- ar aðallega konur með börn, og ég veit ekki til þess að þessar fjölskyld- ur hafi lent í neinum vandræðum. Yfirleitt eru þessi samfélög alveg frábær. Ég held það sé bara mjög gott að búa á Íslandi ef þú ert sam- kynhneigður. En auðvitað vitum við það að baráttunni er ekki lokið. Það kemur stundum skrítinn svip- ur á fólk þegar maður segir að Kári Valur eigi tvær mömmur og einn pabba. Það eru ekki beint fordóm- Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Það er ekkert til sem heitir eðlilegt fjölskyldumynstur Þau Sigríður Birna Valsdóttir og Hilmar Magnússon hafa verið perluvinir í níu ár. Fyrir sex árum ákváðu þau að eignast barn saman og fyrir fimmtán mánuðum fæddist augasteinninn Kári Valur. Sigríður er í sambúð með Faye Rickett svo hann á tvær mæður og einn föður með sameiginlegt forræði. Þau eru öll mjög samhent og líta á sig sem eina fjölskyldu. SIGGA, HILMAR OG KÁRI VALUR Það leynir sér ekki hver það sem er sem ræður í þessari fjölskyldu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.