Fréttablaðið - 09.08.2014, Síða 40

Fréttablaðið - 09.08.2014, Síða 40
FÓLK|HELGIN Bökur sem þessar eru ef til vill ekki þær fljót-legustu og einföldustu en fegurðin og bragðið gerir fyrirhöfnina sannarlega þess virði,“ segir Berglind Ólafsdóttir matgæðingur sem heldur úti blogginu Krydd og krásir. Þann 17. júní síðastliðinn ákvað hún að skella í eina blómum skreytta böku sem vakti kátínu í hjörtum þeirra sem smökkuðu. „Uppskriftin kemur héðan og þaðan. Ég hef oft gert botninn og man ekki hvaðan hann er upprunninn og fyllingin breytist reglulega,“ segir Berglind og bendir þeim sem búa til bökuna á að kæla hana vel og hafa hana ekki of lengi frammi á borði í einu. „Bakan er ekki bökuð og ekkert matar- lím sem heldur fyllingunni saman. Því er nauðsynlegt að hafa hana vel kalda.“ BLÓM Í KÖKUR Berglind hefur gaman af matargerð af öllu tagi og hefur jafn gaman af því að baka gamaldags kökur og nýmóðins bökur. Innt eftir því hvort allir geti búið til svona flókna böku svarar hún: „Ef þú hefur gaman af að stússast í eldhúsinu er þetta ekkert mál. Maður þarf bara að fylgja nokkrum grundvallarreglum eins og þeim að hafa hráefnin í botninn köld.“ Skreyting bökunnar vakti sérstaka athygli blaða- manns. „Ég rækta æt blóm í garðinum sem ég nota í kökur, salöt og út í drykki. Fjólurnar fannst mér passa vel á þjóðhátíðardaginn, enda spretta þær snemma í garðinum,“ segir Berglind en þeir sem ekki hafa aðgang að ætum fjólum geta notað morgunfrúr eða skjaldfléttur sem skraut. „Þá er ekkert heilagt að hafa jarðarber. Maður getur eins notað hindber og bláber henta líka vel, sérstaklega ef skreytt er með appelsínugulum morgunfrúm,“ segir Berglind. Sömuleiðis segir hún lítið mál að skipta út fyllingu. „Til dæmis má setja í fyllinguna sítrónubörk og sítr- ónusafa í stað vanillunnar en þá þarf að bæta aðeins af sykri út í uppskriftina.“ SÆTUR BÖKUBOTN 170 g hveiti 2 msk. sykur 100 g kalt smjör skorið í litla bita 1 eggjarauða 2-3 msk. kalt vatn 40-50 g suðusúkkulaði, rífið á rifjárni í smáar flögur (t.d. með Microplane-járni) Hnoðið saman smjöri, hveiti og sykri, til dæmis í mat- vinnsluvél. Bætið eggjarauðu og hluta af vatninu saman við og hnoðið þar til deigið er komið í góða kúlu. Athugið að ekki er víst að það þurfi allt vatnið. Mikilvægt er að hnoða deigið eins lítið og mögulegt er, þannig verður það stökkt og gott. Ef það er hnoðað of mikið er hætt við því að það verði seigt. Setjið deigið í skál og geymið í kæli í u.þ.b. 15 mínútur. Fletjið deigið út á hveitistráðu borði og setjið í 24-26 cm bökuform. Setjið farg á deigið og bakið við 180°C í 10-15 mínútur, takið fargið af botninum og bakið áfram í 3-5 mínútur eða þar til botninn er gullinn á lit. Rífið súkkulaðið niður og dreifið því yfir botninn um leið og þið takið hann úr ofninum. Kælið og setjið á kökudisk. FYLLING 1 egg 2 tsk. sykur 1/2 tsk. vanilludropar (mikilvægt að nota dropa sem eru unn- ir úr ekta vanillu. Berglind útbýr sína sjálf með því að kljúfa vanillustangir, setja þær í 200 ml flösku og fylla með vodka) 250 g mascarpone-ostur 1/2 dl rjómi 250-300 g jarðarber ferskar fjólur Hafið mascarpone-ostinn við stofuhita. Setjið egg, vanillu og sykur í skál og hrærið vel saman. Bætið ostinum og rjómanum smátt og smátt saman við og hrærið þar til allt er vel samlagað, ljóst og létt. Takið græna stilkinn af jarðarberjunum og skerið berin í jafnar og fallegar sneiðar. Raðið þeim yfir fyllinguna og skreytið með fjólum. BLÓMLEG BAKA SUMARLEG BAKA Berglind Ólafsdóttir matarbloggari tók sig til á þjóðhá- tíðardaginn og bakaði sérlega þjóðlega böku. Þessi sumarlega og fallega skreytta baka á vel við hvenær sem sól skín í heiði. SUMARLEG Bakan er skreytt með jarðarberjum og ætum fjólum úr garði Berglindar. ALLTAF AÐ BAKA Berglind hefur gaman af því að gera gamal- dags kökur og nýmóð- ins bökur. HVERAGERÐI - blómstrandi bær! 14. til 17. ágúst Skoðið dagskrána á hveragerdi.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.