Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014
Kynningarblað Joe & the juice, Græni
hlekkurinn, uppskriftir og góð ráð.
Joe & the juice rekur tvo vin-sæla djúsbari hérlendis sem bjóða upp á fjölbreytt úrval
af ferskum og hollum söfum,
mjól k u r h r i s t i n g u m , k a f f i-
drykkjum og heilsusamlegum
samlokum. Síðar í ágúst verður
þriðji staðurinn opnaður í glæsi-
legu húsnæði World Class í Laug-
um en sá staður verður stærri
en djúsbarirnir í Smáralind og
Kringlunni. Anna Fríða hjá Joe
& the juice segir aðaláhersl-
una vera á ferskt og hollt hráefni
og að allir réttir séu búnir til á
staðnum fyrir framan viðskipta-
vininn. „Allir safarnir okkar eru
gerðir úr ferskum ávöxtum og
grænmeti sem blandað er saman
á ólíka vegu svo ólíkar bragð-
samsetningar og víta mínin njóti
sín. Við leggjum mikið
upp úr ferskleika og þess
vegna eru safarnir út búnir
á staðnum þegar viðskipta-
vinurinn pantar.“
Fyrsti Joe & the juice-staður-
inn var opnaður í Kaupmanna-
höfn árið 2002 og hefur allt-
af verið lögð áhersla á að bjóða
viðskiptavinum upp á holl-
an og næringarríkan skyndi-
bita. Í dag rekur keðjan yfir 50
staði víðs vegar í Evrópu og vex
hratt að sögn Önnu. „Íslend-
ingar hafa tekið okkur vel enda
bjóðum við í senn upp á hollan
og góðan skyndibita og hraða
og góða þjónustu í fallegu um-
hverfi. Við opnum kl. 10 í Kringl-
unni og kl. 11 í Smáralind og
erum gríðarlega vinsæll kostur í
hádeginu fyrir fólk á öllum aldri
en ekki síður sem síðdegissnarl
eða kvöldmatur. Nýi staðurinn í
World Class verður með rýmri
afgreiðslutíma og er til dæmis
opnaður fyrr á morgnana.“
Létt og góð stemning
Boðið er upp á tæp-
lega 20 safa með
ý m s u m br a gð -
tegundum. „Yngra
fólkið er mjög hrif-
ið af drykkjum eins
og Iron Man sem er
sætur en fullorðna
fólkið, sem hugsar
meira um heilsu og
næringu, fer í drykki sem inni-
halda grænmeti eins og
Joe’s Green Kiss, Veggie
Focus og Go Away Doc.“
Það er vinsælt að fá sér
ljúffenga samloku með saf-
anum en Joe & the juice býður
upp á úrval af hollum og góðum
samlokum. „Það er sama hugs-
unin á bak við þær og saf-
ana. Samlokurnar eru gerð-
ar á staðnum þegar þær
eru pantaðar og byggjast
að stærstum hluta á nýju og
fersku hráefni.“
Það er ekki bara á djús-
börum sem viðsk iptavin-
ir hafa notið góðra veitinga
frá Joe & the juice. Fyrirtækið
býður upp á „uppskotsbar“ sem
skýtur upp á ýmsum viðburðum
á vegum fyrirtækja og stofnana.
„Það hefur verið mikið að gera hjá
okkur við að skipuleggja ýmsa við-
burði, stóra og smáa. Þá mætum við
á staðinn með ljúffengar samlokur,
djúsa og leggjum mikla áherslu á
létta og góða stemningu. Í náinni
framtíð stefnum við líka á
að vera sýnilegri á úti- og
bæjarhátíðum á nýjum
veitingabíl þannig að
sem flestir geti notið
góðra veit inga frá
okkur.“
Allar upplýsingar
um safa Joe & the juice
má finna á www.joe-
andthejuice.is og á Fa-
cebook og Instagram.
Ljúffengir safar og frábær stemning
Á einu ári hefur Joe & the juice stimplað sig rækilega inn sem vinsæll djúsbar sem selur úrval af ferskum söfum og heilsusamlegum
samlokum. Í dag er Joe & the juice í Kringlunni og Smáralind en bráðlega verður nýr staður opnaður í World Class í Laugum.
Joe & the juice eru
í Kringlunni og
Smáralind.
Hröð og góð þjónusta í
björtu og fallegu umhverfi.
Safarnir byggja
á fersku og hollu
hráefni.
Ljúffeng sam-
loka og hollur
safi er frábær
blanda.
SAFAR OG ÞEYTINGAR