Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 45
| ATVINNA |
LÖGFRÆÐINGUR
Capacent Ráðningar
Capacent Ráðningar
Ármúla 13 // Hvannavöllum 14
Sími 540 1000
ÁRNASON FAKTOR óskar eftir að ráða lögfræðing til starfa. Leitað er að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur áhuga á að vinna
í sterku teymi starfsmanna fyrirtækisins.
Starfssvið:
• Almenn ráðgjöf á sviði hugverkaréttar og þá sérstaklega á sviði
vörumerkja, hönnunar, léna og einkaleyfa. Almenn ráðgjöf hvað
varðar önnur auðkenni og hugverk í atvinnustarfsemi
• Almennt utanumhald, rekstur og vernd á framangreindum réttindum
• Önnur lögfræðileg vinna, svo sem samningagerð, er tengist
vernd hugverka
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólagráða í lögfræði, cand.jur. eða meistaragráða
(5 ára nám í lögfræði áskilið)
• Áhugi og þekking á hugverkarétti æskileg og þá sérstaklega
hugverkarétti á sviði iðnaðar
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, mjög góð íslensku- og enskukunnátta
• Samskiptafærni og geta til að starfa í teymi
• Skipulagshæfileikar, samviskusemi, sjálfstæði og áreiðanleiki
Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is.
Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar veita Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Erik Christianson Chaillot (erik.chaillot@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.
Árnason Faktor sérhæfir sig í ráðgjöf um vernd hugverka með sérstaka áherslu á þjónustu við íslenskt atvinnulíf. Starfsfólk okkar hefur áratuga reynslu á sviði
hugverkaréttar og leggjum við mikla áherslu á þjálfun og þekkingaruppbyggingu starfsmanna til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar. Starfsmenn félagsins hafa
menntun og reynslu á sviði laga, tækni, raun- og hugvísinda.
SVIÐSSTJÓRI FJÁRMÁLA-
OG ÞJÓNUSTUSVIÐS
Capacent Ráðningar
Capacent Ráðningar
Ármúla 13 // Hvannavöllum 14
Sími 540 1000
Norðurorka hf. leitar að framsæknum einstaklingi í stöðu sviðsstjóra fjármála- og þjónustusviðs. Staðan heyrir undir forstjóra og á sviðsstjóri
sæti í framkvæmdaráði fyrirtækisins. Sviðsstjóri er ábyrgður fyrir fjármálum, bókhaldi, rekstri almennra tölvukerfa, rekstri þjónustuvers,
birgðahaldi og fasteignaumsýslu. Í framkvæmdaráði eiga sæti 4 aðilar, allt karlmenn. Konur eru sérstaklega hvattar til að sækja um starfið.
Norðurorka hf. rekur rafveitu og fráveitu á Akureyri, hitaveitu og vatnsveitu á Akureyri, Hrísey, Eyjafjarðarsveit og á Svalbarðsströnd. Þá rekur Norðurorka hf. hitaveitu á
Ólafsfirði, Grenivík og í Hörgársveit og Fnjóskadal. Norðurorka hf. annast einnig fjárreiður og bókhald fyrir dóttur- og hlutdeildarfélög m.a. Fallorku ehf. sem framleiðir
raforku og er að fullu í eigu Norðurorku hf.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
• Ábyrgð á daglegri fjármálastjórn, bókhaldi og fjárreiðum
• Undirbúningur, gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana
• Ábyrgð á árshlutareikningi og ársuppgjöri
• Greining gagna og verkefnastjórnun
• Rekstur almennra upplýsingakerfa
• Þátttaka og frumkvæði að umbótastarfi
• Önnur verkefni eftir ákvörðun yfirmanns
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf í viðskiptafræðum, framhaldsmenntun æskileg
• Reynsla af áætlanagerð og fjármálastjórn
• Víðtæk fjármálaþekking
• Ögun og skipulag í vinnubrögðum
• Yfirburðahæfni í mannlegum samskiptum
• Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is.
Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar veita Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) og Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.
Meginhlutverk Norðurorku hf. er að þjónusta heimili og
atvinnulíf með vinnslu og dreifingu á heitu vatni og neysluvatni
og rekstri dreifikerfis raforku og fráveitu. Norðurorka hf. starfar
samkvæmt vottuðu gæðakerfi ISO 9001.
LAUGARDAGUR 9. ágúst 2014 3