Fréttablaðið - 09.08.2014, Page 4

Fréttablaðið - 09.08.2014, Page 4
9. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 tók fyrir könnunargeimfarið Rosettu að komast til hala- stjörnunnar 67P/Churyomov- Gerasimenko. Það á að verða fyrsta geimfarið sem lendir á halastjörnu. 10 ár hafa látist í ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku samkvæmt staðfestum tölum WHO. Dauðsföllin gætu verið fl eiri. 932 355.000 farþegar ferðuðust með Icelandair í millilandafl ugi í júlí. Þetta er metfj öldi og í fyrsta sinn sem fl eiri fl júga með fl ugfélaginu í einum mánuði en búa á Íslandi. 743 nýir fólksbílar voru skráðir í júlí. Það er 17 prósenta fj ölgun frá því í fyrra, en samt helmingi minna en í sama mánuði 2007. 1.900 ný störf urðu til í sjávarút- veginum á árunum 2008 til 2012. Betri afl abrögð eru stór hluti skýringarinnar. er hlutfall þeirra sem sögðust styðja ríkisstjórnina í nýjustu könnun MMR. Í júní var hlut- fallið 38 prósent. 36,2% LEIÐRÉTT Nafn misritaðist Nafn Semu Erlu Serdar misritaðist á forsíðu blaðsins á fimmtudag. Beðist er velvirðingar á mistökunum. KOLBRÚN STEFÁNSDÓTTIR 02.08.2014 ➜ 08.08.2014 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is 1.000 VINNING AR 3,5 VELFERÐARMÁL Framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar segir mikinn skort á þjónustu við heyrnarskerta á Íslandi. Talað sé fyrir daufum eyrum ráða- manna þar sem fötlunin virðist álitin eðlilegur fylgifiskur ellinnar. „Mun fleiri búa við heyrnarskerð- ingu en margir telja, eða um fimm- tíu þúsund manns á Íslandi. Aðeins þriðjungur þeirra fær heyrnarskerð- ingu vegna elli og margir eru heyrn- arskertir frá blautu barnsbeini,“ segir Kolbrún Stefánsdótt- ir, framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar. Eitt helsta baráttu- mál Heyrnarhjálpar er að lækka kostnað heyrnarskertra við kaup á heyrnartækj- um. Annað mikilvægt baráttumál er aukið aðgengi heyrnar- skertra að rittúlkum. Rittúlkar skrifa niður texta á skjá eða blað fyrir heyrnarskerta á fundum, ráðstefnum og öðrum viðburðum, en ríkið styrkir ekki slíka túlkaþjónustu. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra fær rúmlega 100 milljóna króna framlag á ári frá rík- inu sem fer í kennslu, fræðslu og rann- sóknir á táknmáli. Að auki 18,6 millj- ónir á ári hverju í táknmálstúlkun en á síðasta ári nýttu 178 heyrnarlausir einstaklingar sér þá þjónustu. Heyrnarskertir, sem er mun stærri hópur, fá ekki slíkt framlag frá ríkinu. Heyrnarhjálp fær átta milljónir á ári til reksturs frá ríkinu en ekkert fjár- magn er eyrnamerkt rittúlkunum. „Táknmálstúlkun nýtist ekki heyrnarskertum þar sem íslenskan er þeirra móðurmál. Því þurfa þeir rittúlkun,“ segir Kolbrún. „Að auki tel ég að miklu fleiri en heyrnarskertir njóti góðs af rittúlkun, til að mynda heyrnarlausir og þeir sem eru að læra íslensku. En þetta er lykilatriði fyrir heyrnarskerta, því þetta er þeirra aðgengisleið að samfélaginu.“ erlabjorg@frettabladid.is Heyrnarskertir fá ekki túlka Framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar segir skorta þjónustu við heyrnarskerta en talið er að 16 prósent þjóðarinnar stríði við heyrnarskerðingu. Fjárframlög til heyrnarskertra eru þó einungis brot af framlögum til heyrnarlausra. HEYRNARTÆKI Niðurgreiðsla á heyrn- artækjum nemur um sextíu þúsund krónum. Heyrnartæki kosta aftur á móti á bilinu 150-500 þúsund og meira ef heyrnin er mjög slæm. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Inga Vigdís Einarsdóttir hefur verið heyrnarskert frá því hún var lítil. Hún segist aldrei hafa fundið fyrir stuðningi við fötlun sína og segir að það vanti sárlega fræðslu um heyrnarskerta, bæði til þeirra sjálfra og sam- félagsins. „Ég fór í gegnum alla skóla- gönguna með mjög slæma heyrn en var aldrei send til læknis eða séð til þess að ég fengi heyrnartæki. Það var í raun aldrei minnst á það við mig að ég ætti möguleika á að fá heyrnartæki.“ Inga var orðin fertug þegar hún fékk fyrsta heyrnartækið. Pabbi hennar fékk óvæntan pening og keypti það handa henni. „Tækið er orðið átta ára gamalt núna en maður þarf að skipta á fimm ára fresti. Ný heyrnartæki kosta 800 þúsund krónur og ég fæ 60 þúsund frá sjúkratryggingum. Ég hef hreinlega ekki efni á nýjum tækjum en er eiginlega hætt að heyra með þessum.“ Inga segir það skjóta skökku við hve lágan styrk heyrnarskertir fá. Móðir hennar fékk 80 þúsund króna styrk frá TR til hárkollu- kaupa vegna hárloss. Hún gat keypt tvær kollur, hárkollustand og hárkollusápu en átti samt afgang. „Það er skrýtið hvað maður fær litla þjónustu því þetta er fötlun. Ég get ekki tekið almennilega þátt í samræðum án heyrnartækja, oft svara ég út í hött þegar ég er spurð einhvers og það getur verið svo óþægilegt að ég dreg mig úr samskiptunum. Í raun hefur mér alltaf liðið svolítið einni úti í horni með þennan vanda.“ Inga fann vel fyrir því á skóla- göngunni, henni var strítt og hún átti erfitt með að eignast vini. Hún segir sárlega vanta fræðslu um heyrnarskerðingu og þjónustu við þennan stóra hóp. „Meira að segja hef ég lent í að biðja lækna um að tala hærra svo ég heyri í þeim en það er rétt fyrstu mínútuna sem þeir muna eftir því. Það eru takmörk fyrir hversu oft maður segir „ha“ í samræðum við fólk svo það er hætta á að maður gefist upp á því.“ HEFUR OFT UPPLIFAÐ SIG EINA Í HEIMINUM FR ÉT TA BL AÐ IÐ /A RN ÞÓ R MAGAKVEISA Einhverjir gestir Fiski- dagsins mikla hafa fengið í magann. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN HEILBRIGÐISMÁL Fjöldi fólks fékk matareitrun á Dalvík eftir að hafa borðað taílenskan mat á fimmtu- dagskvöld. Maturinn var eldaður af einka- aðilum í eldhúsi Dalvíkurskóla. Bjóða átti upp á heimsendan mat yfir Fiskidagshelgina en matseld- inni hefur nú verið hætt. Talið er líklegt að djúpsteiktar rækjur hafi valdið eitruninni. Heil- brigðiseftirlit Norðurlands eystra er með málið til rannsóknar. - ih Eldað í eldhúsi Dalvíkurskóla: Matareitrun á Fiskideginum SAMFÉLAGSMÁL Þrettán Sýrlending- ar sem hafa flúið átökin í heima- landinu eru á leið hingað til lands. Þetta segir í tilkynningu frá vel- ferðarráðuneytinu. Undirbúning- ur fyrir komu fólksins er þegar hafinn. Ákvörðunin er í samræmi við tillögu flóttamannanefndar og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þá segir enn fremur að sýrlenska flóttafólkið sem boðið verður að koma til Íslands dvelji nú í Tyrklandi. Það eru fjórar fjöl- skyldur, þar af sex börn. Ríkið, Rauði krossinn og sveitarfélög munu taka á móti fólkinu. - jhh Fjórar fjölskyldur fá hæli: Þrettán koma til Íslands Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá NA-ÁTT RÍKJANDI Í dag má búast við strekkingi NV-til en hægari vindi annars staðar. Rigning eða þokusúld N- og A-lands en fer minnkandi með deginum. Á morgun eru horfur á skúrum, síst SV- og V-til og á sunnudaginn hvessir heldur á landinu. 9° 6 m/s 10° 8 m/s 14° 3 m/s 11° 6 m/s Hæg NA- átt eða hafgola. Hvessir á landinu, víða strek- kingur, síst S-til. Gildistími korta er um hádegi 28° 32° 24° 25° 22° 25° 26° 23° 23° 26° 21° 32° 32° 31° 28° 26° 24° 27° 14° 4 m/s 12° 4 m/s 12° 3 m/s 11° 8 m/s 10° 5 m/s 12° 8 m/s 8° 5 m/s 13° 12° 8° 8° 14° 13° 13° 9° 12° 9° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur SUNNUDAGUR Á MORGUN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.