Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 80
9. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 36 Brandarar Að venju efna Borgarbókasafn og Reykjavík Bókmenntaborg til sumarlesturs á meðal barna. Fyrir hverja lesna bók skrá les- endur nafn sitt og titil bókarinnar á þar til gerða miða og skila í kassa sem eru í öllum söfnum Borgarbókasafns. Vikulega er dregið eitt nafn úr kassanum og Lestrarhestur vikunnar útnefndur, sem hlýtur bók að launum frá Forlaginu. Nafn Birta Líf Elíasdóttir 9 áraLestrarhestur vikunnar Af hverju fór kjúklingurinn yfir götuna? Til að komast yfir götuna. Af hverju fór kalkúninn yfir götuna? Kjúklingurinn var í fríi. Af hverju fór froskurinn yfir götuna? Kjúklingurinn fór yfir götuna. Af hverju fór tyggigúmmíið yfir götuna? Það var fast við fótinn á kjúklingnum. Hvað er skemmtilegast við bækur? „Það er gaman að lesa alls konar sögur og lifa sig inn í sögurnar.“ Hvaða bók lastu síðast og hvernig var hún? „Ævintýri H.C. Andersens, hún var geggjuð.“ Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? „Bókin um Kidda klaufa var í miklu uppáhaldi.“ Hvers lags bækur þykja þér skemmtilegastar? „Ævintýra- bækur og bækur með mörgum sögum.“ Í hvaða skóla gengur þú? „Seljaskóla.“ Ferðu oft á bókasafnið? „Já, oft.“ Hver eru þín helstu áhugamál? „Fimleikar og lestur.“ „Þessi þraut er þannig að við eigum að reikna út táknið sem vantar,“ sagði Lísaloppa. „Reikna út?“ sagði Kata spyrjandi. „Það eru engir tölustafir til að reikna með, hvernig getum við þá reiknað þetta út?“ „Jú,“ sagði Lísaloppa. „Táknin í hverri línu lesið frá vinstri til hægri fylgja ákveðnu lögmáli. En það vantar eitt táknið og hvert af táknunum A,B eða D passar í stað spurningamerkisins.“ Kata horfði tortryggin á dæmið nokkra stund. „Lögmáli! Mér litist nú betur á þrautina ef þetta væru bara tölustafir, en hver þremillinn, við hljótum að geta leyst þetta.“ Getur þú reiknað út hvaða tákn á að vera þar sem spurningamerkið er? Svar: D ? A B D Bragi Halldórsson 108 Hvenær byrjaðir þú að spila golf? Ég byrjaði 2009. Það sumar fór ég samt bara nokkrum sinnum út á völl. Hvað varð til þess að þú byrj- aðir? Afi Daði keypti handa mér kylfur og setti mig á námskeið hjá Magga Lár. Fyrstu skiptin voru ekkert æðislega skemmti- leg en því oftar sem ég fór, því skemmtilegra var og svo gat ég ekki hætt. Á hvaða golfvelli æfir þú? Ég æfi og spila mest á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ, það tekur mig um fimm mínútur að labba út á völl. Er golf vinsælt í vinahópnum þínum? Áður en ég byrjaði að æfa átti ég enga vini sem spiluðu golf en síðan hef ég eignast vini sem gera það. Þannig að svarið er já. Keppirðu? Já, ég er alltaf að taka þátt í mótum og það gengur bara ágætlega. Ég tek þátt í innan- félagsmótum hjá Kili, Íslands- bankamótaröðinni og fer stund- um með mömmu í önnur mót. Spilar þú allt árið? Ég spila og æfi eins lengi og ég get úti en þegar kólnar færum við okkur inn, sláum í net og æfum púttin. Ferðastu mikið í sambandi við íþróttina? Já, það er svo gaman að prófa nýja velli svo við förum oft með hjólhýsið og gistum kannski eina helgi og spilum golf. Ég hef líka farið tvisvar til Spánar í golfferðir. Í fyrra um páskana fórum við mamma saman til Costa Ballena og í vor fór ég æfingaferð með klúbbnum til La Monacilla. Áttu fleiri áhugamál en golfið? Á veturna æfi ég handbolta, fer á snjóbretti og spila tölvuleiki og á sumrin er ég á hjólabretti. Hefurðu gert eitthvað skemmti- legt í sumar annað en spila golf? Já, fíflast með vinum mínum og fara í útilegur með fjölskyldunni. Ertu farinn að spá í hvað þig langar að verða? Ekki mikið, en mig langar að komast í atvinnu- mennskuna í golfi og stærsti draumurinn er svo auðvitað að komast á PGA. gun@frettabladid.is Svo gat ég ekki hætt Andri Már Guðmundsson, 13 ára, var ekkert gríðarlega spenntur fyrir golfi nu fyrst þegar hann prófaði en nú æfi r hann og keppir og fer í golff erðir. ANDRI MÁR „Ég mæli með því að krakkar á öllum aldri byrji í golfi, það er frábær hreyfing. Maður er alltaf úti, lærir að stjórna hegðun sinni betur og getur spilað golf svo lengi sem maður lifir.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.