Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 104
9. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 60 FÓTBOLTI Stjarnan tekur á móti ítalska stórveldinu Internazio- nale frá Mílanó í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir tæplega tvær vikur. Ítalska stórveldið hefur átján sinnum unnið ítölsku úrvalsdeildina og aðeins fjögur ár eru síðan liðið vann Meistaradeildina. Árangurinn hjá Inter hefur hins vegar verið dræmur allt frá því að hinn portúgalski Jose Mourinho hætti sem þjálfari liðs- ins. Enginn af þeim leikmönnum sem voru í hópnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2010 er enn í leikmannahóp liðsins. Inter verður fyrsta liðið sem kemur til Íslands sem hefur unnið Meistaradeildina síðan hún var stofnuð 1992. Áður fyrr kallaðist keppnin Evrópukeppni meistaraliða og hafa sigurvegar- ar þeirrar keppni leikið á Íslandi líkt og sjá má í töflunni hér fyrir neðan. Stjarnan verður hinsvegar fyrsta íslenska liðið sem leikur við lið sem unnið hefur Meistaradeild Evrópu. Verkefnið verður erfitt en ljóst er að það verður mikið ævintýri fyrir leikmenn Stjörnunnar að spila á hinum sögufræga San Siro. - kpt Draumadráttur fyrir Stjörnumenn Inter verða fyrstu Meistaradeildarsigurvegararnir sem leika á íslenskri grundu. STÓR STUND Stjörnumenn réðu sér ekki fyrir kæti eftir að hafa slegið út Poznan. FRÉTTABLAÐIÐ/ADAM JASTRZEBOWSKI EVRÓPUMEISTARAR Á ÍSLANDI Átta félög hafa spilað Evrópuleik á Íslandi eftir að þau hafa náð að vinna Evrópukeppni meistaraliða. Benfica 1968 gegn Val Real Madrid 1972 gegn Keflavík Juventus 1986 gegn Val Feyenoord 1993 gegn ÍA Hamburg 1997 gegn Leiftri Aston Villa 2008 gegn FH Rauða stjarnan frá Belgrad 2013 gegn ÍBV Celtic 2014 gegn KR KÖRFUBOLTI Besti körfuboltamaður landsins verður í stúkunni klukk- an 19.00 annað kvöld þegar Ísland mætir Bretum í Laugardalshöll- inni en íslensku strákarnir ætla að sjá til þess að Jón Arnór Stef- ánsson geti spilað með liðinu á EM á næsta ári. Ísland er í riðli með Bosníu og Bretlandi og annað sætið í riðlinum gæti skilað lið- inu sæti á EM. Sigurvegarar fara áfram og sex af sjö liðum í 2. sæti. Missir ekki svefn Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bær- ingsson hefur ekki áhyggjur af andlegu áhrifunum af því að Jón Arnór verði ekki með. „Mér finnst mjög leiðinlegt að hann sé ekki með enda einn af bestu mönnum sem ég hef spilað með. Ég missi samt ekkert svefn yfir þessu og mæti bara í leikinn og spila. Ég held að flestir hugsi þannig þótt við vildum allir hafa hann með,“ segir Hlynur en stóra prófið verður strax í fyrsta leik. „Það er nánast strax úrslita- leikur. Það spá nú eiginlega allir Bosníu mönnum sigri í þessum riðli en við getum verið að berjast um annað sætið við Bretana og það sæti gæti skilað okkur áfram. Það er því mjög mikilvægur leikur á sunnudaginn,“ segir Hlynur. En hver fyllir skarð Jóns Arnórs? „Martin, Logi og Hössi þurfa allir að bæta eitthvað smá við sig en þeir vega ekki einir upp þessi 25 stig hans Jóns. Þetta verður að vera sameiginlegt átak og það er ekki hægt að leggja það á einn mann að bera ábyrgð á stigunum sem hefðu komið frá Jóni,“ segir Hlynur, og hann sér jákvæðu hlið- ina á fjarveru okkar besta manns. „Bretarnir þekkja þessa stráka töluvert minna en Jón því mig grunar að þeir hafi mest skoðað leik Jóns Arnórs og mest talað um hann í heimavinnunni sinni fyrir leikinn. Það er því möguleiki á því að koma þeim á óvart. Þetta gæti kannski riðlað undirbúningi þeirra ef maður reynir að finna eitthvað jákvætt,“ segir Hlynur. Þeir eru líka án sinnar stjörnu „Það væri magnað að ná þessu öðru sæti og komast á EM. Við höfum alveg fulla trú á því. Við erum að missa Jón Arnór en þeir eru líka án sinnar skærustu stjörnu,“ segir Hlynur og vísar þar til Lual Deng, nýs leikmanns Miami Heat í NBA og fyrrverandi leikmanns Chicago Bulls. Craig Pedersen stýrir þarna íslenska liðinu í fyrsta móts- leiknum en liðið vann tvo fyrstu leiki hans sem þjálfara en það voru æfingaleikir við Lúxemborg- ara. Góð byrjun en Bretar eru í allt öðrum klassa heldur en lið Lúxem- borgar. „Við þurfum að passa okkur á því að taka bara einn leik fyrir í einu og megum ekki fara að hugsa of langt fram í tímann. Við þurf- um að vinna á sunnudaginn og það er lykilleikur fyrir okkur. Við í þjálfarateyminu höfum verið að einbeita okkur að þessum leik frá fyrsta degi. Við lögðum upp leikina í Lúxemborg út frá þessum fyrsta leik við Bretland,“ segir Craig. „Við spöruðum nánast öll okkar leikkerfi í leikjunum við Lúxem- borg. Þess vegna var svo gaman að sjá liðið spila svona vel því við báðum leikmenn að spila kerfi sem við höfðum ekki eytt nema nokkr- um mínútum í á æfingum fyrir leikina. Við hefðum því auðveld- lega geta verið skipulagðari í þeim leikjum en okkar markmið var að læra að spila saman og spara eins mörg leikkerfi og við gætum,“ segir Pedersen sem getur orðið fyrsti íslenski landsliðsþjálfarinn frá 1996 (Jón Kr. Gíslason) sem vinnur sinn fyrsta mótsleik. Orka, barátta og stórt hjarta „Ég vona að við getum komið Bretum á óvart. Ef við getum spil- að leikkerfin okkar vel á æfing- um þegar varnarmennirnir vita nákvæmlega hvað er að fara að gerast þá ættum við að ná árangri á móti mönnum sem vita ekki hvað er að fara að gerast. Ég hlakka mikið til leiksins og bíð spenntur eftir því hvernig leikmenn standa sig. Ég veit að íslensku liðin eru orkumikil, baráttuglöð og með stórt hjarta. Það eru hlutir sem verða að vera með okkur á sunnu- dagskvöldið,“ sagði Craig Peder- sen að lokum. ooj@frettabladid.is Földu leikkerfi n sín fyrir Bretum Ísland mætir Bretlandi annað kvöld í fyrsta leiknum í undankeppni EM í körfu 2015. Hlynur Bæringsson fann út það eina jákvæða við fj arveru Jóns Arnórs. MIKILVÆGIR Haukur Helgi Pálsson (til hægri) og Hlynur Bæringsson fara yfir málin á æfingu íslenska liðsins í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.