Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 9
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN Taugavísindi Ný þekking kollvarpar eldri hugmyndum Elías Ólafsson Höfundur er prófessor í taugasjúkdómum viö lækna- deild Háskóla íslands og yfirlæknir taugalækninga- deildar Landspítalans. Á síðustu þremur áratugum hafa rannsóknir á heila og taugakerfi tekið mikinn fjörkipp og síðustu 10 árin hafa vísindamenn á sviði taugavísinda (neuro- sciences) þrívegis fengið Nóbelsverðlaun í læknis- fræði. Miklar framfarir hafa orðið á grundvallarþekk- ingu á starfsemi heilans og taugakerfisins og einnig í greiningu og meðferð heilasjúkdóma. Margt hefur skýrst í sambandi við þroska heilans. í heilanum eru 100 milljarðar (10") taugafrumna og talið er að hver þeirra tengist 1.000 öðrum tauga- frumum. Ljóst er að þau 50.000 gen eða svo, sem geyma upplýsingar um taugakerfið, geta ekki falið í sér upplýsingar um öll tengsl milli laugafrumna held- ur aðeins lagt meginlínur um uppbyggingu þessara tengsla. Nú er talið að þau áreiti sem barn verður fyrir á fyrstu mánuðum ævinnar, og þá fyrst og fremst sjón og mál, ráði þroska heilans og móti andlega hæfileika viðkomandi á fullorðinsárum. Þessar niður- stöður hafa einnig fengið stuðning úr annarri átt. Ár- um saman hefur stór rannsókn verið stunduð við Há- skólann í Minnesota, á eineggja tvíburum sem ekki eru aldir upp saman. Ulgangur rannsóknarinnar er meðal annars að meta að hve miklu leyti hæfileikar fullorðinna tengjast erfðum og að hve miklu leyti þeir tengjast umhverfisþáttum. Fjórðungi bregður til fósturs segir í Njálu og tvíburarannsóknin bandaríska styður þessa gömlu visku, því að niðurstöður benda til þess að um fjórðung andlegs atgervis megi beinlín- is rekja til áhrifa atlætis í æsku. Ný þekking hefur komið fram á sviðum sem áður voru talin fullkönnuð. Talið hefur verið að tauga- frumur skipti sér ekki eftir fæðingu, en á árinu 1998 var sýnt fram á að frumur í heila fullorðinna skipta sér. Enn er óljóst hvaða þýðingu þessi uppgötvun mun hafa, en hún hefur þegar glætt áhuga á rann- sóknum á endumýjun heilans. Mun verða hægt að græða skemmdan heila? Mun verða hægt að græða skaddaða mænu? Niðurstöður hafa sannarlega gefið sjúklingum og vísindamönnum nýjar vonir og rann- sóknaráhugi hefur aukist verulega við þessar nýju uppgötvanir. Taugameinafræðin hefur einnig lagt sitt að mörk- um. Það eru aðeins um tveir áratugir síðan talið var að vitglöp (dementia) hjá fullorðnum stöfuðu fyrst og fremst af skertri blóðrás til heilans, en þá uppgötvað- ist að Alzheimerssjúkdómurinn, sem þekktur hafði verið um áratugi sem orsök vitglapa hjá ungu fólki, var einnig algengasta orsök vitglapa hjá gömlu fólki. Þessi uppgötvun varð grunnur að þeim miklu rann- sóknum sem gerðar hafa verið á Alzheimerssjúk- dómi á síðustu árum. Það var fyrst árið 1973 að byijað var að taka tölvu- sneiðmyndir og þá fyrst var hægt að skoða heila lif- andi sjúklinga. Tölvusneiðmyndatæknin kom hingað til lands árið 1981 og síðan hefur segulómun (magn- etic resonance imaging, MRI) bæst við. Þessi tækni hefur gjörbreytt möguleikum á greiningu og með- höndlun sjúkdóma í miðtaugakerfi. Einnig hafa þró- ast aðrar rannsóknaraðferðir og merkust þeirra er svokallað PET skann (positron emission tomo- graphy) sem er sneiðmynd er sýnir efnaskipti heilans. Með þessari rannsóknaraðferð hefur verið hægt að staðsetja og rannsaka svæði í heilanum sem tengjast margvíslegri starfsemi hans svo sem sjón, hreyfingu, svefni, skynjun verkja og svo framvegis. Mikill árangur hefur náðst í leit að nýjum lyfjum. Fyrsta nútímalyfið við flogaveiki, fenemal, kom fram í upphafi aldarinnar og næstu 60 árin bættust aðeins fáein við. Á síðustu 15 árum hafa hins vegar komið á markað nær 20 lyf við flogaveiki. Mörg lyf við Park- insonssjúkdómi hafa einnig komið á markaðinn og lyf sem hægja á bæði motor neuron sjúkdómi og multiple sclerosis. Mikil áhersla hefur verið lögð á að finna lyf við heilaæðasjúkdómum og nú hillir jafnvel undir lyf sem nota má gegn heilaslagi. Heilaaðgerðir við flogaveiki hafa tekið miklum framförum og nú er hægt að lækna með skurðaðgerð stóran hluta sjúklinga með temporal lobe flog, sem er algengasta tegund illviðráðanlegra floga hjá fullorðn- um. Þegar hefur vel á annan tug Islendinga fengið góða lækningu með aðgerð af þessu tagi. Einnig hef- ur tekist að hafa veruleg áhrif á einkenni Parkinsons- sjúkdómsins, en hægt er að gera aðgerð vegna skjálfta (tremor) (thalamotomia) eða dyskinesia (pallido- tomia) sem tengjast langvarandi levódópameðferð. Miklar framfarir hafa orðið í erfðafræði á síðustu árum. Talið er að maðurinn hafi rúmlega 100.000 gen og um helmingur þeirra geymir upplýsingar um bygg- ingu og starfsemi taugakerfisins. Eingenasjúkdómar stafa af einu gölluðu geni og nú hefur tekist að finna og ákvarða gerð flestra þeirra. Þessi þekking hefur enn litlu skilað hvað varðar lækningu, en komið hafa fram aðferðir til að greina þessa sjúkdóma af öryggi. Stundum finnst ekki ákveðið gallað gen þó svo að tekist hafi að leiða svo og svo sterkum líkum að því að gen, mikilvægt fyrir erfðir sjúkdómsins, leynist í Læknablaðið 2000/86 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.