Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 42
FRÆÐIGREINAR / UNGLINGAR algengasta orsök komu í Rauðakrosshúsið og er það í samræmi við fyrri rannsóknir (4,9). Fræðimenn hafa greint frá því að heimanfarnir unglingar hafi verið beittir kynferðislegu ofbeldi heima fyrir (8). Hlutfall heimanfarinna sem beittir höfðu verið kynferðislegu (6%) eða líkamlegu (11%) ofbeldi var ívið lægra í þessari rannsókn en í erlendri rannsókn (8). Sam- skiptaörðugleikar á heimili voru marktækt oftar nefndir af heimanreknum en heimanfömum sem er í samræmi við fyrri niðurstöður (4). Aberandi er að heimanfamar stúlkur kvörtuðu oftar en piltar undan samskiptaörðugleikum heima fyrir. Rannsóknir (13) hafa sýnt að heimanfarnar stúlkur kvarta oftar undan ströngu eftirliti og refsing- um foreldra. Kynþroski stúlkna gæti skipt máli hér. Vegna ótta við ótímabæra þungun dóttur reyna for- eldrar að hafa áhrif á samskipti stúlkna út á við, svo sem með því að setja strangar reglur um útivistartíma og eftirgrennslan. Munur er á aldurshópum heimanfarinna þegar litið er á ástæður komu í Rauðakrosshúsið og nefndi yngri aldurshópur fremur samskiptaörðugleika heima fyrir en hinn eldri. Mikill meirihluti yngri heimanfarinna eru stúlkur. Má draga þá ályktun að stúlkur þurfi að hlíta reglum um útivistartíma og svara nærgöngulum spurningum í upphafi kyn- þroskaskeiðs og ýti það undir samskiptaörðugleika. Einnig nefndi yngri hópur heimanrekinna fremur samskiptaörðugleika heima fyrir sem ástæðu komu í Rauðakrosshúsið en eldri hópurinn. Munur á unglingum af höfuðborgarsvæði og utan af landi kom í ljós þegar litið var á ástæðu komu í Rauðakrosshúsið. Helmingi fleiri borgarunglingar en landsbyggðarunglingar nefndu erfiðar heimilisað- stæður eða samskiptaörðugleika heima fyrir sem ástæðu komu. Hins vegar nefndu þrefalt fleiri heim- anfarnir landsbyggðarunglingar en borgarunglingar húsnæðisleysi sem ástæðu komu sinnar. Pennan mun má skýra á þann hátt að borgarunglingar komi frem- ur beint úr foreldrahúsum sem skýrir vægi fjölskyldu- vandamála hjá þessum hópi. A hinn bóginn kom stór hluti landsbyggðarunglinga frá systkinum, ættingjum og vinum þar sem þau höfðu fengið að dveljast um tíma, eða beint af götunni og var því húsnæðisleysi helsta vandamálið við komu. í öðru lagi kann að vera að landsbyggðarunglingar sem fara að heiman sækist eftir ævintýrum í borgarmenningunni og leiti síðan í Rauðakrosshúsið vegna húsnæðiserfiðleika. Þessi rannsókn staðfestir fyrri niðurstöður (14) um að unglingar sem hlaupast oftar en einu sinni að heiman eigi við meiri vandamál að stríða heldur en þeir sem hafa hlaupist einu sinni á brott. í hópi heim- anfarinna höfðu tvöfalt fleiri endurkvæmir en frum- kvæmir hætt skyldunámi. Fleiri endurkvæmir en frumkvæmir í hópi heimanfarinna höfðu verið í tengslum við félagslegar stofnanir. Auk þess kemur í ljós að fleiri endurkvæmir en frumkvæmir unglingar höfðu neytt vímuefna og komu oftar í Rauðakross- húsið vegna áfengis- og/eða fíkniefnaneyslu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að heimilis- lausir höfðu sérstöðu. Á flestum sviðum skáru þeir sig marktækt úr og staða þeirra var mun lakari en hinna hópanna tveggja. Flestir hinna heimilislausu voru iðjulausir er þeir leituðu til Rauðakrosshússins og meirihlutinn hafði hætt námi. Langflestir þeirra höfðu fyrri reynslu af stofnunum og nánast helming- ur hafði komist í kast við lögin. Að auki neyttu heim- ilislausir fremur áfengis og fíkniefna en heimanfarnir og heimanreknir unglingar. Olíkt hinum hópunum var húsnæðisleysi langalgengasta ástæðan fyrir komu heimilislausra í Rauðakrosshúsið og því næst eigin vímuefnaneysla. Pessi mikli munur á heimilislausum annars vegar og heimanförnum og heimanreknum hins vegar skýrist vísast af því að heimilislausir hafa ekki búið hjá foreldrum um hríð. Því eru fjölskyldu- vandamál ekki lengur efst á baugi hjá þeim heldur vandamál sem snerta bága stöðu þeirra. Niðurstöður þessarar rannsóknar árétta mikilvægi Rauðakrosshússins. Ljóst er að Rauðakrosshúsið fyllti í eyðu þegar það var sett á stofn. Ungmenni eiga oft undir högg að sækja og aðstæður heima fyrir ekki ailtaf sem skyldi. Athygli vekja erfiðar félagslegar aðstæður margra ungmenna og hve algeng vímuefna- neysla er í hópi þeirra. Þakkir Rauða Krossi fslands og aðildarfélögum hans, for- manni og framkvæmdarastjóra RKÍ, forstöðumanni Rauðakrosshússins og starfsfólki þess eru færðar þakkir fyrir stuðning meðan á rannsókn stóð. Heimildir 1. Kammer PP, Schmitdt D. Counseling runaway adolescents. School Counselor 1987; 35:149-54. 2. Regoli RM, Hewitt JD. Delinquency in society: a child- centered approach. New York: McGraw-Hill; 1991. 3. Gullotta TP. Runaway: reality or myth. Adolescence 1978; 13: 543-9. 4. Adams GR, Gullotta T, Clancy MA. Homeless adolescents: a descriptive study of similarities and differences between runaways and throwaways. Adolescence 1985; 21: 715-23. 5. Ingersoll GM. Adolescents. 2nd ed. New Jersey: Prentice Hall; 1989. 6. Conger JJ. Adolescence and youth: psychological develop- ment in changing world. 4th ed. New York: Harper Collins Publishers; 1991. 7. Steinberg L. Adolescence. 4th ed. New York: McGraw-Hill; 1996. 8. Kurtz PD, Kurtz GL, Jarvis SV. Problems of maltreated runaway youth. Adolescence 1991; 26:543-55. 9. Palenski JE, Launer HM. The "process" of running away: a redefinition. Adolescence 1987; 22:347-62. 10. Brennan T, Huzinga D, Elliott DS. The social psychology of runaways. Boston: DC Heath; 1978. 11. Johnson R, Carter MM. Flight of the young: why children run away from their homes. Adolescence 1980; 15:483-9. 12. Vaskovics LA. Nichtsesshaftigkeit, Verwahrlosung und Heim- erziehung von Jugendlichen. In: Marefka M, Nave-Herz, eds. Handbuch der Familien und Jugendforschung. Neuwied, Frankfurt M: Luchterhand; 1989. 13. Wolk S, Brandon J. Runaway adolescents' perceptions of parents and self. Adolescence 1977; 12:175-87. 14. Nielsen L. Adolescent Psychology: a contemporary view. New York: Holt; 1987. 38 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.