Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2000, Qupperneq 70

Læknablaðið - 15.01.2000, Qupperneq 70
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ LANDLÆKNI Biðlistar sjúkrastofnana Samantekt frá landlæknis- embættinu, unnin af Aðalheiði Sigursveinsdóttur og Sigurði Guðmundssyni Landlæknir kallaði eftir stöðu á biðlistum á öll- um sjúkradeildum landsins í október síðastliðnum. Eftirleiðis munu biðlistar verða innkallaðir til land- læknis þrisvar sinnum á ári. Meðfylgjandi eru biðlist- ar þeir er bárust embættinu. Nú eru listarnir skráðir með nokkrum breytingum frá því sem verið hefur. Rétt er að útskýra þær breytingar. I stað þess að gera eingöngu grein fyrir fjölda einstaklinga sem bíður er einnig skráð sú forgangsröðun sem er skráð á biðlist- um einstakra deilda. Nýtt skráningarferli, lágmarks- skráning vistunarupplýsinga er að komast í gagnið hjá einstökum deildum. Tafla I sýnir stöðuna eins og hún var á sama tíma árin 1996, 1997 og 1998 eftir því sem upplýsingar leyfa hverju sinni. Einnig kemur fram meðalbiðtími sjúklinga á hverri deild í vikum talið eins og staðan var í október. Taka verður skýrt fram að vart er hægt að bera heildartölur ára saman þar sem aldrei hafa verið jafn margar deildir sem skila inn tölum til embættisins en sérstök áhersla var lögð á það nú að hafa alla biðlista heilbrigðisstofnana með. Biðlistar eru í eðli sínu ekki neikvæðir þó svo að of langir biðlistar og óhóflegur biðtími eftir meðferð séu það. Listi yfir sjúklinga sem óska eftir og þarfnast meðferðar og kallaður er biðlisti getur í sumum tilfellum verið að megninu til listi yfir sjúklinga sem hafa valið sér ákveðið tímabil sem þeir vilja gangast undir meðferð og eru í sjálfu sér ekki að bíða eftir að komast að heldur kjósa sjálfir að fá meðferð síðar. Hæfilega langir biðlistar eru í flestum tilfellum jákvæðir að því leyti sem þeir gera deildum sjúkrahúsa tækifæri til að halda uppi áætlunum og fullri starfsemi til nokkurra vikna í senn. Sé enginn biðlisti til dæmis á skurðdeild eyk- ur það verulega líkur á að hún nýtist ekki sem skyldi þar sem ekki er hægt að skipuleggja aðgerð- ir fram í tímann. Þess ber einnig að geta að biðlist- ar eru eðlilega breytilegir eftir deildum. A sumum biðlistum er nokkuð um einstaklinga sem geta ekki gengist undir meðferð vegna þess að beðið er eftir einhverri annarri meðferð eða að árangur náist hjá sjúklingnum sjálfum. Dæmi um þetta eru biðlistar barnadeilda þar sem stór hluti þeirra bið- lista er vegna þess að einstaklingarnir eru ekki lík- amlega tilbúnir að gangast undir aðgerð eða þurfa á einhverri annarri meðferð að halda fyrst. Vel gerðir biðlistar geta sýnt fram á heilbrigðisvanda og þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Þá geta biðlistar stutt ákvarðanir um áherslubreytingar í heilbrigð- isþjónustunni. Eftirlit með vel gerðum biðlistum getur leitt til jafnræðis og réttlátari þjónustu við sjúklinga. Biðlistar eftir deildum Almennar skurðlækningar Heildarbiðlistinn hefur lengst á almennum skurð- deildum. Undantekning er þó á Sjúkrahúsi Reykja- víkur þar sem biðlistinn hefur styst um helming. Rétt er að gera grein fyrir biðlista deildarinnar á Sjúkra- húsi Reykjavíkur. Sérstaklega voru athugaðir sjúk- lingar sem biðu eftir magaminnkun. það er aðgerð JDF 20. Alls bíða 25 eftir slíkri aðgerð og hafa beðið að meðaltali í tæp fimm ár eftir meðferð. Heildar- biðlisti deildarinnar telur því 148 einstaklinga. Margar deildanna sem skila inn upplýsingum nú hafa ekki sent inn biðlista til landlæknis fyrr. Ekki er hægt að ganga út frá því sem vísu að þar hafi ekki verið biðlistar árið 1997. Vænta má breytinga á biðlista Landspítalans fljótlega þar sem nú er verið að innleiða nýtt fyrirkomulag við skráningu þeirra, jafnframt sem biðlistinn er end- urskoðaður. Þegar teknir eru allir sjúklingar á biðlistum á almennum skurðdeildum, þar sem vitað er um biðtíma, kemur í ljós að meðalbiðtími þeirra er 24,7 vikur. Augndeildir í fyrsta sinn sendir augndeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri inn biðlista en hann er ekki nýtilkominn. Biðlistinn á Landspítalanum hefur lengst nokkuð frá árinu 1997 en ekki liggja fyrir tölur frá deildinni frá síðasta ári. Hugsanlegt er að þessi fjöldi nú eigi eftir að minnka aftur með vetrinum þar sem mikil aukn- ing beiðna kom til deildarinnar eftir sumarið. Þegar teknir eru allir sjúklingar á biðlistum augndeilda, kemur í ljós að meðalbiðtími þeirra er 16,3 vikur. Rarnadeildir Nú eru í fyrsta sinn birtir biðlistar frá barnadeildum og verður það gert framvegis. Eins og getið var um í inngangi er eðli biðlista barnadeilda annað en á öðr- um deildum þar sem oft á tíðum eru aðrir þættir sem orsaka bið eftir meðferð en vöntun á deildunum sjálf- um. Barna- og unglingageðdcild Landspítalans Biðlistar frá deildinni hafa borist embættinu frá árinu 1996. Á þeim tíma hafa verið á bilinu 60-93 skráðir á biðlista. Nú kemur í fyrsta sinn fram sundurgreining Framhald á bls. 62 60 Læknablaðið 2000/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.