Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 76

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 76
NÁMSKEIÐ / STYRKIR Náms- styrkir breska sendi- ráðsins og Glaxo Wellcome ehf. Breska sendiráðið býður ís- lenskum námsmönnum að sækja um nokkra styrki til fram- haldsnáms við breska háskóla skólaárið 2000/2001. Umsækjendur þurfa annað hvort að hafa tryggt sér skóla- vist eða hyggja á framhalds- nám við breska háskóla og eru styrkirnir ætlaðir til greiðslu á skólagjöldum. Sumir þessara styrkja eru fjármagnaðir með samvinnu sendiráðsins við fyrirtæki sem hafa sterk tengsl við breskt viðskiptalíf. í tilefni af 10 ára afmæli Glaxo Wellcome ehf. bjóða fyrirtækið og sendiráðið í samvinnu tvo slíka styrki til náms í einhverj- um heilbrigðisgreinum. Umsóknareyðublöð fást í Breska sendiráðinu, Laufásvegi 31, 101 Reykjavík (sími 550 5100), virka daga milli 9:00 og 12:00. Einnig er hægt að fá þau send. Sendiráðið veitir allar frekari upplýsingar um tilhögun styrkjanna. Umsóknum ber að skila í sendiráðið fyrir 28. janúar 2000. Umsóknir sem berast eftir það koma ekki til greina við úthlutun. Námskeið í heilsuvernd starfsmanna Dagana 9.-13. apríl næstkomandi verður haldið námskeið í heilsuvernd starfsmanna (High Quality in the Practice of Occupational Health Services) á Hótel íslandi í Reykjavík. Námskeiðið er ætlað sérfræðing- um sem starfa við heilsuvernd starfsmanna eða móta heilbrigðisstefnu. Markmið námskeiðsins eru þau helst að gera þátttakendur betur færa um að skipuleggja þjónustu af þessu tagi og að meta árangur starfsins. Námskeiðið er haldið á vegum NIVA (the Nordic Institute for Advanced Training in Occupational Health) sem hefur aðsetur í Finnlandi. Stofnunin nýtur styrkja frá Norrænu ráðherranefndinni og hefur það hlutverk að halda námskeið fyrir vísindamenn, sérfræðinga og aðra sem þekkingu hafa og starfa á sviði heilsuverndar starfsmanna eða við ann- að sem tengist atvinnulífinu. Stjórnendur námskeiðsins eru þrír prófess- orar í læknisfræði sem starfa við rannsóknarstofnanir í vinnuvernd í Finnlandi og í Svíþjóð. Markmið námskeiðsins eru • að gera þátttakendur færa um að greina þarfir starfsmanna og stjórnenda fyrir heilsuvernd og hvað leggja beri áherslu á í heilsu- vernd starfsmanna á hverjum vinnustað fyrir sig, • að fræða þátttakendur um stefnu og strauma í heilsuvernd starfs- manna, einkum hvernig meta skuli árangur heilsuverndar af þessu tagi, • að gera þátttakendum fært að beita þessum aðferðum í eigin starfi og • að kenna þátttakendum að beita aðferðum gæðastjórnunar við heilsuvernd starfsmanna Markhópur Þeir sem starfa við eða tengjast heilsuvernd starfsmanna (til dæmis læknar, einkum heilsugæslu- og trúnaðarlæknar, félagsfræðingar og félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðingar, hollustuháttafræðingar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, sjúkraþjálfarar, verkfræðingar og vinnuvistfræðingar) svo og stjórnendur, þeir sem móta heilbrigðisstefnu og aðrir sem hafa áhuga á þróun heilsuverndar starfsmanna og mati á slíkri starfsemi. Meginviðfangsefniefni verður • leiðbeiningar og líkanagerð við skipulagningu heilsuverndar starfs- manna, • aðferðir við mat á heilsuvernd starfsmanna, • heilsufarsskoðanir og eftirlit með heilsufari starfsmanna, • áhættumat á vinnustað og • íhlutandi aðgerðir og mat á þeim Á námskeiðinu er lögð jöfn áhersla á fyrirlestra, umræður, hópvinnu og æfingar. Þátttakendur eru hvattir til að kynna eigin verkefni og setja fram spurningar. Námskeiðsgjald er 2.600 finnsk mörk eða um 33.500 íslenskar krónur. Sérstök vefsíða verður opnuð á heimasíðu NIVA til að miðla upplýsing- um og koma tillögum á framfæri. Heimasíða NIVA er: www.niva.org Tekið er á móti skráningu á námskeiðið hjá NIVA fram til 25. febrúar. Ritari námskeiðsins er Pirjo Turtiainen. Nánari upplýsingar er hægt að fá á atvinnusjúkdóma- og heilsugæslu- deild Vinnueftirlits ríkisins í síma: 550 4600. 66 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.