Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2000, Qupperneq 44

Læknablaðið - 15.01.2000, Qupperneq 44
FRÆÐIGREINAR / DAUÐAHUGTAKIÐ (soma, psyche, pneuma). Á mörgum þjóð- tungum merkir sama orðið bæði „andar- drátt“ og „anda“ og víða táknar síðasta and- varpið það, að andi mannverunnar eða andi náttúrunnar eða Guð hafi yfirgefið líkam- ann, sem hann áður veitti líf. Þess vegna vaknaði spurningin, hvort sá sem hefir gefið upp andann, sé ekki í raun- inni látinn, þrátt fyrir það að ytri einkenn- um lífs sé haldið við með tilgerðum ráðum: Ættum við að leyfa þessum sjúklingum að deyja? Ættum við að úrskurða þá látna nú þeg- ar? Spurningin um endurlífgun Árið 1957 ávarpaði Píus páfi XII. fjölþjóð- legan fund í Rómaborg. Þar svaraði hann spurningum, sem austurískur svæfingalækn- ir, Bruno Haid, hafði lagt fyrir hann um læknisfræðilegt siðferði við endurlífgun (3). Doktor Haid spurði a) hvort við eigum rétt á eða hvort okkur sé skylt að beita nú- tímalegri tilgerðri öndun í öllum tilvikum, jafnvel í þeim tilfellum sem læknirinn telur fullkomlega vonlaus og b) þegar því er að skipta, eigum við rétt á eða er okkur skylt að fjarlægja búnaðinn. I sem stytztu máli sagði Páfi, a) að í grunnatriðum sé mannveru aðeins skylt að nota „venjuleg úrræði“ til þess að viðhalda lífi, úrræði sem ekki eru alvarleg byrði fyrir mannveruna sjálfa eða aðra og b) að sé stuðningur við öndun „óvenjulegt úrræði", sé leyfilegt að láta hann niður falla. Það myndi hins vegar byggjast á leyfi sjúklings- ins sjálfs eða fjölskyldu hans (og sé það þá undir ætluðum óskum sjúklingsins komið). I síðari spurningunni benti doktor Haid á það, að blóðrás muni stöðvast innan fárra mínútna eftir að öndunarbúnaðurinn væri fjarlægður. Páfi svaraði á þá leið, að hér væri ekki um það að tefla að mannvera væri svipt lífi og ekki væri á nokkurn hátt um líknardráp að ræða. Slíkt verði aldrei leyft. Jafnvel þeg- ar tilraunum til endurlífgunar er hætt og af því hlýzt að blóðrásin stöðvast, er það aldrei meira en óbein orsök þess að lífs- hlaupinu lýkur. I þessu tilviki verði menn að beita meginreglunni um tvívirk áhrif (3). Þessi meginregla ræður úrslitum, þegar fjallað er um hugsanlega meðferð sjúklings, sem haldinn er ólæknandi sjúkdómi eða líð- ur óbærilegar kvalir eða er meðvitundar- laus og líffæri hans lítt starfhæf. Þá getur verið, að beitt sé ráðum, sem í sjálfum sér gætu gagnazt sjúklingnum, en hann deyr vegna hliðarverkana eða aukaverkana meðferðarinnar. Dæmi um slíkt eru áhrif lyfja, sem brjóta niður varnir líkamans gegn öðrum sjúkdómum en þeim er beint gegn eða að gefa þarf svo mikið magn deyfilyfja, að sjúklingurinn sljóvgast, nærist verr en ella, almenn mótstaða hans minnkar og þannig er flýtt fyrir dauða. Lykilatriðið er, að það er ekki ætlun læknisins að deyða sjúklinginn, en lækninum er Ijóst, að takist illa til, geti meðferðin valdið dauða eða orð- ið samverkandi að dauða (4). Páfi orðaði þriðju spurningu Haids af nýju: „(Hefir dauða þegar borið að höndum eftir alvarlegan heilaáverka, sem valdið hefir djúpu meðvitundarleysi og miðlægri öndunarlömun, [en] banvænum afleiðing- um engu að síður verið seinkað með til- gerðri öndun? Eða ber hann að höndum, samkvæmt núverandi skoðun lækna, þá fyrst þegar blóðrás hættir fullkomlega, þrátt fyrir tilgerða öndun?)“ (3). Píus XII. svaraði síðan: „Að því er varð- ar að færa sönnur í ákveðnum tilvikum, er ekki hægt að leiða svarið af neinum guð- fræðilegum eða siðrænum meginreglum og samkvæmt því viðhorfi fellur það ekki und- ir valdsvið Kirkjunnar. Þar til hægt verður að veita svar, verður spurningin að vera op- in. En íhugun almenns eðlis leyfir oss að trúa því, að mannlegt líf haldist svo lengi sem lífsnauðsynlegt starf - sem aðskilið er frá einföldu lífi [einstakra] líffæra - birtist sjálfkrafa eða jafnvel með hjálp tilgerðra ferla“ (3). Þegar páfi vék að dauðanum sem stað- reynd, sagði hann að það félli í hlut læknis- ins og þá sérstaklega svæfingalæknisins, að setja fram skýra og nákvæma skilgreiningu á „dauða“ og „dauðastundu“ hjá sjúklingi, sem hefir horfið brott í ástand meðvitund- arleysis. Hér væri hægt að viðurkenna hið venjulega hugtak fullkomins og endanlegs aðskilnaðar sálar frá líkamanum, en í reynd yrðum við að taka mið af því, hversu mikið vantar á nákvæmni hugtakanna „líkami“ og „aðskilnaður“ (3). Með túlkun sinni hafði páfi opnað leið til hagnýtrar skilgreiningar á heiladauða og enginn hefir efast um það opinberlega síð- an, að það væri verkefni lækna að sjá um þá skilgreiningu. Spurningin um meðvitundarleysi og heiladauða í klínískri læknisfræði eru ýmis hugtök not- uð af handahófi til þess að lýsa því, hverjar breytingar geta orðið á meðvitund, svo sem svefnhöfgi, svefndrungi, stjarfi, dvali og dá. I lok sjötta áratugarins voru tveir fransk- ir taugasjúkdómalæknar, Mollaret og Coul- on, að kanna hópa sjúklinga í afar djúpu dái og þeir gáfu þessu ástandi heitið „coma depassé", sem eiginlega merkir ástand handan við dá (5). Þetta hefir verið nefnt dauðadá á íslenzku og svarar það til enska heitisins „deep coma“. Það að engar rafbreytingar mældust í heilum sjúklinganna, tengdu Frakkarnir við óafturkallanlegt vanstarf heilans og í grein sinni um rannsóknirnar lýstu þeir öllum hefðbundnum svipkennum heiladauða (5). Coma depassé er því eins konar „heilkenni heiladauða“, sem greint verður með tækni- búnaði og hægt er að segja fyrir um það á áreiðanlegan hátt, að meðvitund komi aldrei á ný. Þetta gaf í skyn, að komin væri fram ný aðferð til þess að ákvarða dauða, sem bæta mætti við eða komið gæti í staðinn fyrir teikn öndunar og blóðrásar, sem not- azt hafði verið við um aldir. Þessi nýja þekking vakti áhuga svæfinga- lækna. Þeir voru að hasla sér völl á nýstofn- uðum gjörgæzludeildum og urðu nú að tak- ast á við þann vanda, sem fylgdi vaxandi fjölda sjúklinga með dauðan heila í líkama, þar sem hjartað sló enn. Vert er að veita því athygli, að þegar Mollaret og Coulon lýstu heiladauða 1959, voru ígræðslur nýma ný- lega hafnar og geislun alls líkamans var eina ráðið til þess draga úr ónæmissvörunum líkamans. Það var svo ekki fyrri en árið 1978 að klínísk notkun sýklóspóríns hófst. Mikil- vægt er að hafa þetta í huga, vegna þess, að sumir gagnrýnendur virðast trúa því, að taugasjúkdómasérfræðingar hafi fundið upp heiladauðann til þess að uppfylla eftir- spurn skurðlækna eftir líffærum. Brezki lögspekingurinn Ian Kennedy, sem sjálfur er þekktur fyrir harða gagnrýni á læknum, hefir hins vegar þetta að segja: „Ef flutning- ar líffæra yrðu úreltir á morgun vegna bættra aðferða við að meðhöndla nýrnabil- un á lokastigi, yrðu heiladauðir sjúklingar samt framleiddir á vel reknum gjörgæzlu- deildum í mörgum heimshlutum"!!! (6). Auðvitað höfðu læknar, sem stunduðu líffæraflutninga, áhuga á „coma depassé“. Vandamál þeirra var hins vegar það, hvern- ig mátti ná líffærum, sem myndu lifa áfram í þeganum og spurningamar voru hvorki ein- faldar né þeim auðsvarað: Er mannvera í dauðadái lík, sem hægt er 40 Læknablaðið 2000/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.