Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / TÆPITUNGULAUST Árni Björnsson skrifar tæptungulaust Orðstír að utan Nýlega var í DV forsíðuviðtal með flannamynd af ungum íslenskum lækni sem hefur hlotnast sú ein- staka vegtylla að verða prófessor í læknisfræði á Bretlandseyjum, nánar tiltekið í sjálfri Lundúnaborg. Andlitið kom mér ekki kunnuglega fyrir sjónir, vænt- anlega hefur ungi prófessorinn ekki haft áhuga á lýta- lækningum á námsárum sínum og því farið framhjá mér, en upphefð hans gladdi mitt gamla hjarta. Hinu geðjaðist mér miður að, að ungi læknirinn notaði viðtalið til að hnýta í læknadeild Háskóla Is- lands og íslenska læknastétt yfirleitt og leiddi það til orðaskipta í æsingastíl við forseta læknadeildar í sama fjölmiðli. Vafalaust fjölmiðlinum til framdráttar en hvorki unga lækninum, læknadeild né íslenskri læknastétt til sóma. íslenskir læknar eru yfirleitt heimsæknir og taka að jafnaði heimferð framyfir frama með öðrum þjóðum en heimþrá þeirra hefur leitt það af sér að læknisfræði á íslandi getur talist í góðu meðallagi. Hitt er svo annað mál að smæð þjóðarinnar veldur því að „toppstöður“ hljóta að vera færri en gerist með stærri þjóðum. Það leiðir aftur af sér að metnað- arfullir ungir menn fá ekki alltaf stöður sem þeir telja sér við hæfi. Þá eiga þeir tveggja kosta völ. Að koma heim í von um að geta nýtt þekkinguna sem þeir hafa aflað sér á heimavelli eða brjótast til frama erlendis. Taki þeir hinn fyrri kostinn eiga þeir á hættu að ná ekki þeim toppi í fræðunum sem hugur þeirra stóð til. Hinn síðari kostur er að brjótast til frama með öðrum þjóðum. Slíkt er oft ekki heiglum hent því miklar fræðilegar kröfur eru gerðar um afköst og gæði í er- lendum vísindasamfélögum. Ég veit ekki hvort fleiri íslenskir fræðimenn hafa öðlast frama með erlendum þjóðum en svarar til fólksfjölda en í þeini hópi eru margir aðrir en læknar. Sumir ákváðu þegar á námsárunum að fræðasvigrúm þeirra hér á landi yrði of þröngt en aðrir fengu ekki störf sem þeim þótti við sitt hæfi. Allir eiga þessir menn það sameiginlegt að hafa hlotið grunnmenntun sína í íslenskum skólum en það segir okkur að ís- lenskir skólar, þar á meðal læknaskólinn, séu ekki al- vondir þó ýmislegt megi finna þeim til foráttu. Margir þessara „útlaga“ geta verið þakklátir fyrir að hafa ekki orðið rótfastir í litla þjóðfélaginu á ís- landi, því þeir hafa getað nýtt hæfileika sína á víðara vangi, ef ekki, þá vaknar spurning um hæfileikana. I stað þess að vera þakklátir fyrir þá menntun sem hef- ur gert þeim kleift að nota hæfileika sína víðar en með jaðarþjóðinni við Dumbshaf, hefur heimsóttar- þráhyggjan fyllt þá gremju útí Háskólann og jafnvel félagana sem starfa hér heima í fásinninu. Venjulega lýsir þessi gremja sér í því að tala í niðrunartóni um stofnunina sem fóstraði þá og félagana sem festust hér heima og hafa kannski ekki sýnt frama „útlag- anna“ viðunandi virðingu. í þessa gryfju fellur pró- fessorinn okkar í Bretlandi og hann notar kaldar við- tökur íslensku læknastéttarinnar við heimslausnara- komplex Kára Stefánssonar sem rök í máli sínu. Það gleymist oft í moldviðrinu sem þyrlað hefur verið upp í kringum fyrirtækið íslenska erfðagrein- ingu og svokallaðan gagnagrunn á heilbrigðissviði, að um miðja öldina færði íslenskur vísindamaður þjóð sinni heila rannsóknarstofnun í krafti fræðilegra yfirburða, sem hefði að margra mati nægt honum til Nóbelsverðlauna ef honum hefði enst aldur. Vera má að til hafi verið einstaklingar í stéttinni sem sáu of- sjónum yfir frama hans og skoðanir hans á þjóðmál- um ekki alltaf fallið í kramið hjá valdsmönnum en hann gekk hreint til verks og ástundaði hvorki bak- tjaldamakk, róg né hroka og því naut hann virðingar stéttarbræðranna, virðingar sem náði langt útfyrir þann þrönga hóp. Rannsóknarstarfsemi íslenskrar erfðagreiningar á vonandi eftir að skila góðum læknisfræðirannsókn- um í framtíðinni og vonandi veldur gagnagrunnur- inn, ef hann verður að veruleika, þjóðinni ekki þeim skaða sem gerð hans getur falið í sér. Það er ekki öf- und heldur aðdragandinn og aðferðirnar sem hafa snúið stórum hluta íslensku læknastéttarinnar til and- stöðu. Sem betur fer eru flestir heimavinnandi ís- lenskir læknar ekki enn tilbúnir til að fórna hagsmun- um sjúklinga sinna fyrir erlend gróðafyrirtæki. Getur verið að prófessorinn okkar í Bretlandi hafi ekki kynnt sér málin nægilega vel áður en hann felldi sleggjudómana í viðtalinu við blaðamanninn? Samt ætti hann, sem vísindamaður, að vita að sleggjudóm- ar eru völt undirstaða vísinda, þó þeir geti gagnast vel í fjölmiðla-, stjórnmála- og viðskiptaheiminum. Árni Björnsson Læknablaðið 2000/86 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.