Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2000, Síða 25

Læknablaðið - 15.01.2000, Síða 25
FRÆÐIGREINAR / HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR meðferð við skurðaðgerðir og slys hér en annars staðar, þar sem 80,1% sjúklinga komu frá lyflækn- ingadeild en fáir frá skurðdeildum. Aðeins 20% höfðu sögu um nýlegar aðgerðir eða áverka, en í erlendum rannsóknum er þetta hlutfall mun hærra eða 37-62% (11,21,23,25,27). Erlendar rannsóknir hafa sýnt háa tíðni endur- segamyndunar eða 11-30%, en það samsvarar því að 1,1-6,4% fái árlega endursegamyndun (8,11,12, 20-23,25,28,29). Til vitnis um langtímaáhrif sjúk- dómsins má benda á að í einni rannsókn kom í ljós vaxandi tíðni endursegamyndunar allt að átta ár- um eftir segamyndun (11). f þessari rannsókn fengu hins vegar aðeins tveir einstaklingar endur- segamyndun á tímabilinu eða 6,7%, það er 0,67% á ári. Hugsanleg skýring er að margar segamynd- anir í ganglimum eru einkennalausar og í fram- skyggnum rannsóknum kemur fólk í reglulegt eftirlit, til dæmis með ómskoðun og þá finnast ef- laust einhverjar einkennalausar segamyndanir. Okkar rannsókn er hins vegar afturskyggn og því var eftirlit þessara sjúklinga ekki eins nákvæmt og er líklegt að þeir hafi aðeins verið rannsakaðir ef ný eða vaxandi einkenni komu til. Önnur hugsan- leg skýring er hátt hlutfall sjúklinga með krabba- mein í okkar rannsókn en margir dóu úr þeim sjúkdómi fljótlega eftir greiningu segamyndunar, og því tíðni endursegamyndunar líklega lægri en annars hefði orðið. Pað er hins vegar athyglisvert að í einni rannsókn með 24% endursegamyndun, komu 71% þeirra í hinn gangliminn, þar sem teygjusokkur var ekki notaður (8). Þessi rannsókn sýndi einnig að allir sem notuðu teygjusokka reglu- lega höfðu annað hvort engin einkenni eftirsega- kvilla eða mjög væg. Gagnsemi teygjusokka við segamyndun í ganglimum er óumdeild (18,19), en hugsanlega ætti einnig að ráðleggja notkun teygju- sokka á heilbrigða gangliminn, hafi viðkomandi ekki þekktan áhættuþátt sem einskorðast við þann ganglim sem segamyndunin greindist í. Fyrri saga um segamyndun í ganglimum var í 16,6% tilfella, þrátt fyrir að vera klínískar greiningar er þetta svipað hlutfall og erlendar rannsóknir hafa sýnt eða 18% (20,27). Klínísk einkenni og teikn við greiningu voru nokkuð klassísk og sambærileg við erlendar rann- sóknir í prósentum talið (20). Athygli vekur hversu lélegt klínískt próf Homans merki er, en hjá þeim sem þess var getið reyndust aðeins 18% hafa jákvætt Homans próf eða 6% allra og er það sambærilegt við aðrar rannsóknir (20). Meirihluti sjúklinganna fékk hefðbundna við- urkennda lyfjameðferð með heparíni í æð og síðan warfarín (68,8%). Erlendar rannsóknir sýna svip- að hlutfall (11,20). Minnihlutinn fékk ráðleggingar um langtímastuðningsmeðferð, svo sem notkun teygjusokka. Svo virðist sem bráðameðferð við segamyndun í ganglimum sé nokkuð góð og við- unandi, en langtímameðferð sé hins vegar ábóta- vant, þar sem einungis 12% sjúklinganna notuðu enn teygjusokka að meðaltali áratug eftir að sega- myndun greindist. Þetta er mikið lakara hlutfall en margar erlendar rannsóknir sýna, en samkvæmt þeim notuðu að meðaltali 70% teygjusokka að staðaldri, jafnvel allt að áratug eftir greiningu segamyndunar (8,21,23, 25,27). Þessar rannsóknir voru hins vegar allar framskyggnar og við hverja komu var notkun teygjusokka ítrekuð við sjúk- lingana. Hlutfall íslenskra sjúklinga er notuðu teygjusokka er hins vegar sambærilegt við norska rannsókn (22). Ekki er hægt með þessari rannsókn að segja til um hvort þeim sem notuðu teygju- sokka væri síður hætt við að fá eftirsegakvilla þar sem hún er afturskyggn, en aðrar rannsóknir hafa sýnt að þeir sem hafa einkenni noti frekar teygju- sokka en einkennalausir (21). Ein rannsókn sýndi að 55% þeirra sem einkenni höfðu notuðu teygju- sokka reglulega, en aðeins 7% einkennalausra (20). Margir höfðu veruleg einkenni áratug eftir greiningu segamyndunar í ganglimum og því að öllum líkindum varanleg einkenni um eftirsega- kvilla. Einhver einkenni um eftirsegakvilla höfðu 65% sjúklinga, sem er sambærilegt við það sem Strandness og félagar fundu (21). Við rannsókn á 81 sjúklingi, áratug eftir segamyndun í ganglimum, fundu Janssen og félagar að 75% sjúklinga höfðu einkenni um eftirsegakvilla. I annarri erlendri rannsókn reyndust einnig 79% hafa einhver ein- kenni eftirsegakvilla að meðaltali sjö árum eftir segamyndun í ganglimum (24). Flestar aðrar rann- sóknir sýna mun minna hlutfall eða 21-45% (8,11, 20,22,23,27). Af sjúklingunum fengu 11% sár sem er helmingi hærra en þekkt er úr erlendum rann- sóknum sem sýna 0-6,5% (8,20, 21,23,24). Einnig vekur athygli að fjórðungur sjúklinganna taldi ein- kennin trufia daglegt líf verulega og er það álíka og við aðra alvarlega langvinna sjúkdóma (20). Vangaveltur hafa verið uppi um hvort eftirsega- kvilla megi alltaf rekja til segamyndunar í gang- limum, þar sem rnargir hafa einnig svipuð ein- kenni frá þeim ganglim sem ekki var greindur með segamyndun. Greinilega kemur fram í þessari rannsókn, eins og búast mátti við og sýnt hefur verið fram á í er- lendum rannsóknum (21,23,25), að þeim sem höfðu segamyndun upp í kviðarhol er mun hættara við að fá eftirsegakvilla en öðrum. Rannsóknir hafa sýnt að vænlegasta leiðin til að fækka tilfellum eftirsegakvilla eftir segamyndun í ganglimum er regluleg notkun teygjusokka með réttum þrýstingi (18,19) og að nýjar bláæðalokuskemmdir geta ver- ið að koma fram allt að fjórum árum eftir greiningu segamyndunar (8,21). Því er ljóst að teygjusokka- notkun til lengri tíma er mikilvæg til að minnka lík- Læknablaðið 2000/86 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.