Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR / HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR Geir Karlsson' Pedro Riba2 Ingvar Þóroddsson3 Björn Guðbjörnsson' Frá 'lyflækninga- og 2röntgen- deild Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri, ’Heilsugæslustöö Akureyrar. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Geir Karlsson lyf- lækningadeild Fjóröungs- sjúkrahússins á Akureyri, v/ Eyrarlandsveg, 600 Akureyri. Sími: 463 0100. Lykilorö: segamyndun í djúp- um bláœðum ganglima, eftir- segakvillar, langtímahorfur, eftirmeðferð. Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima Uppgjör frá FSA 1975-1990 Ágrip Tilgangur: Að kanna tíðni segamyndunar í djúpum bláæðum ganglima (deep vein thrombosis, DVT), staðsetningu þeirra og langtímahorfur þessa sjúk- lingahóps með tilliti til eftirsegakvilla (post throm- botic syndrome, PTS). Efniviður og aðferðin Rannsóknin var afturskyggn. Farið var í dagbækur röntgendeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri (FSA) og teknar út allar skráðar bláæðamyndatökur (phlebography) frá upp- hafi og þær endurskoðaðar með tilliti til segamyndun- ar í ganglimum. Fengnar voru upplýsingar úr sjúkra- skrám sjúklinga með staðfesta segamyndun í ganglim- um. Einnig voru greiningarskrár allra legudeilda FSA kannaðar og fundnir þeir einstaklingar sem greindust með segamyndun í ganglimum án bláæðamyndatöku. Tekin voru símaviðtöl við alla eftirlifandi sjúklinga og þeir spurðir um einkenni eftirsegakvilla. Dánarorsak- ir Iátinna voru fengnar frá Hagstofu íslands. Niðurstöður: Árin 1975-1990 var heildarfjöldi blá- æðamyndataka 177, eða 6,0 rannsóknir á 10.000 íbúa á ári, þar af 128 vegna gruns um segamyndun í gang- limum. I 32 tilfellum reyndist vera merki um sega- myndun hjá 30 einstaklingum. Nýgengi segamyndun- ar í ganglimum var á tímabilinu 1,0 á 10.000 íbúa á ári, en fyrir tímabilið 1986-1996 var það hærra eða 2,3 á 10.000 íbúa á ári. Meðalaldur var 60 ár. Karlar voru 62%. Frá lyflækningadeild komu 80,1% sjúklinganna. I 37,5% tilfella reyndist segamyndunin einskorðast við kálfa, hjá 34,4% náði hún upp í læri en hjá 28,1% upp í kviðarhol. Krabbamein höfðu 23,3% sjúkling- anna, 13,3% höfðu sögu um nýlegar skurðaðgerðir og 6,7% um áverka. Af sjúklingunum reyktu 46,7%. Nær allir fengu hefðbundna meðferð með blóðþynningu. Rúmum 10 árum eftir greiningu segamyndunar í gang- limum reyndust 71% hafa einhver einkenni um eftir- segakvilla. í árslok 1997 voru 40% sjúklinganna látnir og var krabbamein algengasta dánarorsökin. Ályktanir: Samkvæmt þessari rannnsókn er tíðni segamyndunar í ganglimum að minnsta kosti helm- ingi lægri hér á landi en erlendar rannsóknir sýna. Það skýrist aðeins að hluta til af því að á upphafsdögum bláæðamyndataka var enn töluvert um klínískar greiningar. Stór hluti sjúklinganna hafði krabbamein og því aukna áhættu á segamyndun og reyndist krabba- mein tíðari dánarorsök hjá þessum sjúklingum en almennt er. Margir hafa veruleg einkenni eftirsega- kvilla áratug eftir greiningu segamyndunar í ganglim- um sem bendir til að bæta þurfi eftirmeðferð þeirra sem fá sjúkdóminn. ENGLISH SUMMARY Karlsson G, Riba P, Þóroddsson I, Guðbjörnsson B Deep vein thrombosis incidence at Akureyri Hospital, lceland 1975-1990. Long term prognosis Laeknablaðið 2000; 86:19-24 Objective: To evaluate the incidence of deep vein throm- bosis (DVT) in a rural area of lceland and the prevalence of post thrombotic syndrome (PTS) in patients with history of DVT. Material and methods: A retrospective study where all phlebographies (n=177) performed at the department of radiology, Akureyri Hospital, during the period 1975-1990 were re-evaluated. Information on patients with DVT (n=32) were taken both from the Hospital and the Health Center records. All patients alive in December 1997 (n=17), 10.5 years after the diagnosis of DVT were interviewed con- cerning PTS. Results: The incidence of DVT during the period 1975- 1990 was 1/10,000 inhabitants/year, but was 2.3/10,000/ year for the period 1986-1996. The mean age was 60 years and 62% of the patients were males. In 37.5% cases DVT was localized below the popliteal vein, in another 34.4% below the inguinal ligament and 28.1 % of the thrombosis extended to the pelvic vein system. Of the patients 23.3% had a history of malignancy and 20% had undergone a major operation or had trauma. Of the patients 46.7% were smokers. At 10.5 years follow-up, 71 % of the patients had some problems due to PTS, and these symptoms influenced significantly their quality of daily life. Conclusions: The prevalence of DVT in lceland seems to be only half of what foreign studies suggest and patients with history of DVT suffer frequently from PTS 10 years after the DVT. These data indicate that it is necessary to improve the long term treatment of patients with history of DVT. Key words: deep vein Ihrombosis, post thrombotic syndrome, prevalence, follow-up. Inngangur Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima (deep vein thrombosis, DVT) er algengur og alvarlegur sjúk- dómur. Tíðni sjúkdómsins er um það bil 5-10 á 10.000 á ári samkvæmt erlendum rannsóknum (1-5). Kostn- aður heilbrigðiskerfisins er mikill, ekki síst vegna langvinnra vandamála (6). Áhættuþættir eru margir, þeir helstu eru; skurðaðgerðir, beinbrot og aðrir áverkar, löng rúmlega, illkynja sjúkdómar, saga um fyrri segamyndun og ættlæga segahneigð (inherited thrombophilia), til dæmis vegna skorts á hindrurum storkukerfisins svo sem andþrombíns (antithrombin), Læknablaðið 2000/86 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.