Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FJARFUNDIR LÆKNA Læknar um allt land fylgjast með fræðslufundum frá FSA - Ný tækni í fjarskiptum og tölvusamskiptum rýfur einangrun landsbyggðar- lækna Fjarskipta- og tölvutækninni fleygir fram þessi misserin og nú hafa læknar á Akureyri og víðar á landsbyggðinni tekið hana í notkun með athyglis- verðum hætti. Á hverjum föstudagsmorgni er efnt til fræðslufundar í fundarsal Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og hann sendur með aðstoð fjarfundabún- aðar hvert á land þar sem áhugasamir þátttakendur finnast. Læknablaðið fékk að fylgjast með einum slík- um fundi ekki alls fyrir löngu og þar var umræðu- efnið ekki af verri endanum: Valur Þór Marteins- son sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum fjall- aði um efnið Ristruflanir Akureyringci. Eru að losna við feimnina Fylgst með erindi Vals Þórs Marteinssonar á Akureyri úr fjarfundaveri Lands- símans í Reykjavík. Fundurinn fór þannig fram að Valur Þór stóð við púltið norður á Akureyri og sást ýmist í eigin persónu eða þá hann sýndi glærur sem unnar voru í Power- Point forritinu. Nokkur hópur fólks hlýddi á hann nyrðra en auk þess sátu læknar hér og þar um landið, allt frá ísafirði til Norðfjarðar, og fylgdust með fyrir- lestrinum á sjónvarpsskjá. Að honum loknum svar- aði Valur Þór fyrirspurnum sem komu bæði úr saln- um og frá þeim sem fylgdust með úr fjarlægð. Að sögn Þorvalds Ingvarssonar bæklunar- skurðlæknis á FSA hófust þessir fræðslufundir þann 1. október síðastliðinn og hafa þeir verið á hverjum föstudegi síðan. Hann segir að reynslan af þessu hafi verið mjög góð, menn hafi að vísu verið dálítið feimnir til að byrja með og ekki alveg kunn- að að nýta þetta tjáningarform en það sé allt að lagast. Fram til þessa hafa allir fyrirlesararnir verið frá Akureyri en strax nú í janúar mun það breytast. Á mtr JHKíJp' / fundinum sem Læknablaðið fylgdist með voru þátttakendur frá Isafirði, Hvammstanga, Húsavík, Vopnafirði, Seyðisfirði og Neskaupstað, auk Ak- ureyri. Fylgst með frá Vopnafirði Hugmyndin að baki þessum fundum er fyrst og fremst sú að rjúfa faglega einangrun lækna sem starfa í hinum dreifðu byggðum og beita til þess nýjustu tækni. Við heyrðum hljóðið í einum þeirra sem fylgd- ust með fundinum, Baldri Friðrikssyni heilsugæslu- lækni á Vopnafirði, og fengum staðfestingu á því að þessi hugmynd hefur náð tilgangi sínum. Þetta var fyrsti fundurinn sem Baldur fylgdist með og hann var mjög ánægður með hann. „Þetta var vissulega ekki alveg eins og að vera á staðnum en er samt mikil bylting," sagði Baldur. „Ég sit hérna einn og á ekki gott með að komast í burtu. Ég hlakka því til að eiga þess kost að fylgj- ast með því sem er að gerast í faginu. Að vísu get ég ekki valið efnið að vild en fyrir okkur einyrkj- ana kemur öll fræðsla að gagni.“ Hann nefnir annað dæmi um gagnsemi þessarar nýju tækni. „Fyrir skömmu hélt landlæknir fund þar sem greint var frá breytingum á bólusetningum barna og sá fundur var sendur út frá Akureyri. Við sátum hér, ég og hjúkrunarfræðingurinn, í félagsheimil- inu á Vopnafirði og fylgdumst með, gátum varpað fram fyrirspurnum og fengið þær upplýsingar sem okkur vanhagaði um. Án þessarar tækni hefðum við orðið að leggja á okkur ferð til Egilsstaða eða Akureyrar og það hefði tekið okkur heilan dag hið minnsta. Á meðan hefði enginn verið hér til að sinna sjúklingum." 250 km á næsta sjúkrahús Á Vopnafirði hagar þannig til að sveitarstjórnin er búin að kaupa fjarfundabúnað sem settur var upp í félagsheimilinu og segir Baldur að hann sé töluvert mikið notaður af sveitarstjórn og fyrirtækjum á staðnum. Hann segir það ekki nauðsynlegt fyrir heilsugæslustöðina að eignast svona búnað, hann kosti töluvert fé og sé fljótur að úreldast. „Hins vegar væri gott að fá tæki til fjarlækninga hingað austur. Það byði upp á marga spennandi möguleika, ekki síst fyrir stað eins og Vopnafjörð sem er oft einangraður að vetrarlagi. Ég sit stund- um uppi með veikt fólk dögum saman án þess að koma því á sjúkrahús en það næsta er í 250 km fjarlægð," sagði Baldur Friðriksson. -ÞH Læknablaðið 2000/86 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.