Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 36
FRÆÐIGREINAR / UNGLINGAR Heimanfarinn unglingur (runaway adolescent) er skilgreindur sá sem fer að heiman án leyfis foreldra að minnsta kosti eina nótt með það fyrir augum að strjúka að heiman (1,2). Margir fræðimenn telja hugtakið heimanfarinn unglingur of alnrennt og vilja greina á milli þeirra sem fara að heiman og hinna senr reknir eru að heiman (3,4). Heimanfarnir unglingar fara oftast að heiman vegna deilna og minnkandi tilfinningatengsla við for- eldra og vegna neikvæðra félagslegra tengsla við vini og félaga (4). Heimanreknir unglingar fara hins vegar oft vegna hvatninga eða jafnvel þvingana foreldra. I sömu rannsókn nefndu fleiri heimanrekinna en heimanfarinna deilur við foreldra sem helstu ástæðu þess að þeir þurftu að yfirgefa heimilið og bentu niðurstöður rannsóknar (4) til þess að á heimilum heimanrekinna unglinga séu togstreita og rifrildi al- gengari en á heimilum heimanfarinna unglinga. Áætlað er að 30-60% allra unglinga sem að heiman fara séu reknir að heiman (5). Álitið er að í Bandaríkjunum hlaupist yfir ein milljón ungmenna að heiman árlega (6), en helming- ur þeirra snýr heim aftur innan fárra daga og um það bil 75-80% eru komin heim aftur eftir eina viku (7). Sá hópur sem ekki hefur snúið heim að viku liðinni er talinn í mestri hættu á að leiðast út í áfengis- og/eða fíkniefnamisnotkun, verða fyrir ofbeldi eða kynferð- islegri misnotkun. Rannsókn (8) leiddi í ljós að meðal heimanfarinna unglinga bjuggu 21% með báðum foreldrum, 26,5% með einu foreldri og stjúpforeldri, 34,4% hjá ein- stæðri móður og 18,1% bjuggu hjá hvorugu foreldra. Engin einhiít skýring liggur fyrir á því hvers vegna unglingar hlaupast að heiman, hins vegar benda slík- ar rannsóknir til margsvíslegs orsakasamhengis og skilyrða sem á víxlverkandi hátt leiða til brotthlaups að heiman. Rannsóknir (4,9) hafa sýnt að heiman- farnir nefna oftast vandamál í samskiptum við for- eldra sem ástæðu þess að fara að heiman. Yfir 70% heimanfarinna (4) kváðust hafa farið að heiman vegna deilna við foreldra. Tengsl innan fjölskyldunn- ar einkenndust aðallega af tjáskiptaerfiðleikum, deil- um og álagi. Foreldrum var lýst sem ströngum, ósveigj- anlegum og refsandi og fannst unglingunum að þau nytu lítils stuðnings þeirra. Auk deilna við foreldra virðast margir heimanfarnir unglingar hafa orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi. Niður- stöður rannsóknar (8) leiddu í ljós að samtals 27,7% heimanfarinna unglinga höfðu verið beittir líkam- legu og/eða kynferðislegu ofbeldi áður en þeir hlup- ust að heiman, 16,8% höfðu verið beittir líkamlegu ofbeldi, 5,4% kynferðislegu ofbeldi og 5,5% hvoru tveggja. Um það bil helmingur þeirra sem beittir höfðu verið líkamlegu ofbeldi voru stúlkur, þær voru 87,3% þeirra sem orðið höfðu fórnarlömb kynferðis- legs ofbeldis og 83,9% þeirra sem beittir höfðu verið hvoru tveggja. Sama rannsókn sýnir að heimanfarnir unglingar sem beittir hafa verið ofbeldi eigi við meiri persónuleg vandamál að etja en aðrir unglingar. Einn- ig hafa vandamál í skóla, áfengis- og fíkniefnaneysla og neikvæð sjálfsmynd heimanfarinna verið nefnd sem ástæður þess að unglingur fer að heiman (10-12). Niðurstöður rannsóknar (13) sýndu að heiman- farnar stúlkur kvörtuðu marktækt oftar yfir ströngu eftirliti og refsingum foreldra en allir aðrir hópar (heimanfarnir piltar, heimadveljandi stúlkur og piltar), en heimanfarnir piltar greindu sjaldnar frá eftirliti foreldra en hinir hóparnir. Vandamál unglinga sem fara oftar en einu sinni að heiman, eru yfirleitt örðugri viðfangs en þeirra sem fara einu sinni. Þeir eiga oftar við meiri persónuleg og félagsleg vandmál að glíma, eiga oftar í erfiðleik- um í skóla eða starfi og samband þeirra við eigin fjöl- skyldu er lakara (14). Auk hópa heimanfarinna og heimanrekinna var einn hópur sem leitar til Rauðakrosshússins greindur til viðbótar, það er hópurinn heimilislausir unglingar sem höfðu rofið félagsleg tengsl við fjölskyldu, skóla og heimili og áttu yfirleitt ekki fast heimili eða aðsetur. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman þessa þijá hópa hjálparþurfi unglinga, sem leituðu til Rauða- krosshússins og kanna meðal annars hvort munur væri á þeim með tilliti til kyns, aldurs, uppruna úr borg eða dreifbýli og frum- og endurkomu. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar í þessari grein. Efniviður og aðferðir Þátttakendun í rannsókninni voru notuð gögn allra unglinga sem leituðu til Rauðakrosshússins frá desem- ber 1985 til desember 1995. Á þessu tímabili voru skráð- ar 927 komur samtals 475 unglinga á aldrinum 10-18 ára. Unglingamir voru flokkaðir í þrjá flokka eftir ástæðu komu þeirra í Rauðakrosshúsið. I hóp heiman- farinna voru þeir unglingar flokkaðir sem ekki hafði verið vísað að heiman. Einnig vom þeir unglingar, sem komu af götunni en nefndu aðra ástæðu en húsnæð- isleysi fyrir komu sinni, settir í hóp heimanfarinna. Allir unglingar sem hafði verið vísað að heiman eða af stofnun sem þeir dvöldust á voru settir í hóp heimanrekinna. í hóp heimilislausra voru þeir unglingar flokkaðir sem ekki höfðu búið hjá forráðmönnum heldur komu úr leiguhúsnæði, í fylgd lögreglu eða að lokinni áfeng- is- eða vímuefnameðferð. Einnig voru þeir unglingar flokkaðir með heimislilausum sem komu af götunni og nefndu húsnæðisleysi sem ástæðu komu sinnar. Af 927 skráðum komum í Rauðakrosshúsið voru 476 (51 %) skráðar í hóp heimanfarinna (289 ungling- ar), 197 (21%) í hóp heimanrekinna (119 unglingar) og 254 (28%) í hóp heimilislausra (67 unglingar). í hópi heimanfarinna voru stúlkur nær tvöfalt fleiri en piltar, í hópi heimanrekinna er kynjaskipting nær jöfn, en meðal heimilislausra eru komur pilta nær tvöfalt fleiri en stúlkna (tafla I). 34 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.