Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 24
FRÆÐIGREINAR / HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR Table II. Symptoms of PTS* and use ofelastic stockings. Telephone interviews with all patients alive in December 1997 (n=17) at average 10.5 years after the diagnosis ofdeep vein thrombosis. Number (%) Total number of patients with any symptoms of PTS 12 (70.6) Total number of patients using elastic stockings at any time 11 (64.7) Patients with PTS using elastic stockings 8 (47.1) Patients with PTS not using elastic stockings 4 (23.5) Patients without PTS using elsastic stockings 3 (17.6) Patients without PTS not using elastic stockings 2 (11.8) Mean duration of using elastic stockings (known in 7 cases) 11 months * PTS = post thrombotic syndrome. Fig. 2. Individuals witli post thrombotic syndrome (PTS) diagnosed 10.5 years earlier vs. the location of deep vein thrombosis. sokka á einhverju tímabili, en aðeins tveir (12%) notuðu þá samfellt til lengri tíma. Notkun teygju- sokka stóð frá þremur mánuðum til fjögurra ára, að meðaltali í 11 mánuði. Ef við teljum ekki með þann einstakling sem lengst notaði teygjusokka er meðaltalið aðeins 4,8 mánuðir. Af þeim sem not- uðu teygjusokka hafði um helmingur einkenni um eftirsegakvilla (tafla II). Tengsl við aðra sjúkdóma og dánartíðni: Sam- kvæmt sjúkraskrám höfðu 16 einstaklingar sögu um hjarta- og æðasjúkdóma fyrir greiningu sega- myndunar (53%), en eftir greiningu bættust sex einstaklingar í þennan hóp (20%). Illkynja sjúk- dóma höfðu átta einstaklingar (26,7%), það er sjö fyrir greiningu segamyndunar í ganglimum (23,3%) og einn bættist við eftir að segamyndun var greind (3,3%). Sjö einstaklingar höfðu fyrri sögu um sega- myndun af einhverju tagi (thromboembolic event) (23%), þar af höfðu fimm verið greindir með sega- myndun í ganglimum án myndgreiningar (16,7%). Tólf einstaklingar (40%) voru látnir í árslok 1997. Fimm létust úr krabbameinum eða höfðu krabbamein sem meðvirkandi þátt (41,7%), fjórir úr hjarta- og æðasjúkdómum (33,3%). Einn lést af slysförum, einn úr lungnabólgu og einn af húðsýk- ingu. Endursegamyndun og eftirsegavandaniál: Tal- að var í síma við alla sjúklinga á lífi í árslok 1997, alls 17 einstaklinga (56,7%). Fimmtán sjúkling- anna svöruðu spurningum sjálfir en ættingjar í tveimur tilfellum, þar sem annar sjúklingurinn hafði elliglöp og hinn helftarlömun og málstol. Tólf sjúklinganna höfðu fengið segamyndun í hægri ganglim, en fimm í vinstri ganglim. Sextán sjúklinganna tilgreindu réttan ganglim samanbor- ið við sjúkraskrá. Einn einstaklingur með sega- myndun í kálfa hafði ekki einkenni frá þeim gagn- lim, heldur hinum og var því ekki tekinn inn í út- reikninga. Við athugun á eftirsegakvillum reynd- ust fimm einstaklingar (31%) ekki hafa nein ein- kenni, en 11 (69%) höfðu einhver einkenni frá þeim ganglim sem segamyndun var í. Allir þeir sem höfðu einhver einkenni höfðu bjúg (69%) að með- altali 2,6 á magnskala 1-5, átta höfðu verki (50%) að meðaltali 2,4, sex höfðu litabreytingar (38%) og tveir höfðu sár sem greru illa (13%). Fjórir ein- staklingar töldu þessi einkenni trufla daglegt líf sitt (25%) að meðaltali 3,3 á magnskala 1-5. Af þeim sem höfðu fengið miðlæga (central) sega- myndun höfðu 87,5% einkenni, en um helmingur þeirra sem höfðu nálæga (proximal) eða fjarlæga (distal) segamyndun (mynd 2). Einungis tveir einstaklingar fengu endursega- myndun á tímabilinu (6,7%). Einn karlmaður fékk segamyndun í sama gangliminn hálfu ári eftir greiningu og ein kona fékk segamyndun í hinn gangliminn fimm árum eftir greiningu. Hvorugt var á meðferð, hvorki lyfjameðferð né notaði teygjusokka á þeim tíma og hvorugt hafði þekkta áhættuþætti fyrir segamyndun í ganglimum. Umræða Hér á landi hefur tíðni segamyndunar í ganglimum ekki verið könnuð áður svo vitað sé. Takmarkandi þættir þessarar rannsóknar eru meðal annars stærð rannsóknarhópsins og að rannsóknin er afturskyggn, en sama er upp á teningunum í fjölmörgum öðrum erlendum rannsóknum sem kannað hafa segamynd- un í ganglimum. Þrátt fyrir þessa annmarka teljum við að heimfæra megi þessar niðurstöður á landið allt, þar sem rannsóknarþýðið samsvarar um það bil 10% landsmanna, en vissulega væri betra að gera enn stærri rannsókn til að fá nákvæmari niðurstöður. Al- mennt er nýgengi segamyndunar í ganglimum ekki vel þekkt, en í erlendum rannsóknum eru tíðnitölur á bilinu 5-10 á 10.000 íbúa á ári oftast nefndar (1-4), en hærri tíðnitölum hefur verið lýst, til dæmis hafa tvær rannsóknir frá Svíþjóð sýnt nýgengi á bilinu 14-16,6 á 10.000 íbúa á ári (5,26). Tíðnin hér reynist vera að minnsta kosti helmingi lægri, eða 2,3 á 10.000 íbúa á ári og skýrist það einungis að hluta til af því að mikið var enn greint klínískt á upphafsdögum bláæða- myndataka og þó við tökum allar greiningar með, nær tíðnin aðeins 3,5 á 10.000 íbúa á ári. Önnur hugs- anleg skýring er að betur sé hugað að fyrirbyggjandi 22 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.