Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR / HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR prótíns C, prótíns S eða vegna aukins viðnáms við virkjun prótíns C (APC). Nýleg íslensk rannsókn sýnir að tíðni þess síðastnefnda meðal heilbrigðra íslendinga er 6,3% en 15,3% hjá þeim sem fengið hafa segamyndun sem er svipað og hjá öðrum Evrópu- búum (7). Einnig er hár aldur, offita, notkun estrógen lyfja, meðganga og fæðing talin til áhættuþátta. Fylgikvillar segamyndunar í ganglimum eru einnig margir svo sem segarek til lungna (embolia pulmonalis, EP), endursegamyndun og ýmis síð- komin einkenni segamyndunar (post thrombotic syndrome, PTS) sem einkennast meðal annars af verkjum, bjúg, húðbreytingum og í versta falli fótasárum. Líkur eru á að allt að helmingur sjúk- linga með segamyndun í ganglimum muni fá ein- kenni um eftirsegakvilla (8,9). Rannsóknir hafa sýnt að klínísk greining er afar ónákvæm og óáreiðanleg. Stór hluti segamyndunar í ganglimum er einkennalaus og greinist því oft of seint, og einkenni frá sega í lungum geta verið fyrsta vísbending um segamyndun í ganglimum. Rann- sóknir sýna að af öllum klínískum greiningum á sega- myndun í ganglimum, staðfestir bláæðamyndataka (phlebography) aðeins 11-50% sem rétta greiningu (10-13). Slík myndataka hefur til margra ára verið talin áreiðanlegust til greiningar á sjúkdómnum. Hún er eina rannsóknin hingað til sem gefur mynd- ræna heildarmynd af öllu bláæðakerfi fótleggjanna. Lýst hefur verið allt að 97% greiningamákvæmni, en í heildina er talið að hún missi af um það bil 5- 15% allra sega (14). Rannsóknaraðferðin er hins veg- ar ekki gallalaus og krefst meðal annars æðaástungu og notkunar skuggaefnis með tilheyrandi óþægind- um og áhættu, jafnvel nýrri segamyndun. Vegna þessa hafa ýmsar aðrar aðferðir verið að ryðja sér til rúms síðustu ár og eru þá mest notaðar aðferðir sem sýna sjálfan segann, eins og ómskoðun með doppler, frekar en aðferðir sem eingöngu mæla blóðflæðið (pletysmography). Nú er víða farið að nota slíka ómskoðun sem fyrstu rannsóknaraðferð, meðal annars er það gert á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri (FSA), en gefi það ekki örugga greiningu er tekin bláæðamynd (15-17). I dag er mælt með blóðþynningarmeðferð með heparíni eða lágmólikúler heparíni (LWMH) og í kjölfarið töflumeðferð með warfarínlyfjum. Blóð- þynningu er síðan haldið áfram í þrjá til sex mán- uði og jafnvel lengur við alvarlegri segamyndun eða ef sérstakir áhættuþættir eru fyrir hendi. Slík meðferð er talin minnka hættuna á alvarlegum bráðakvillum svo sem segareki til lungna, en einn- ig krónískum fylgikvillum (9). Sýnt hefur verið fram á að regluleg langtímanotkun teygjusokka fækki eftirsegakvillum um helming hjá sjúklingum sem fengið hafa segamyndun í ganglimum og er eina meðferðin sem sannanlega fækkar eftirsega- kvillum í kjölfar segamyndunarinnar (18,19). Á undanförnum árum hafa birtst fjölmargar rannsóknir á segamyndun í ganglimum, greining- araðferðum, meðhöndlun í bráðafasa, meðferðar- lengd með blóðþynningu og horfum til skamms tíma. Sé hins vegar litið til lengri tíma er vanda- málið illa skilgreint. Lítið er vitað um langtíma- áhættu á endurteknum segamyndunum, tíðni og alvarleika eftirsegakvilla, dánartíðni og fleira. Nokkrar rannsóknir hafa verið birtar sem ná fram yfir bráðaskeiðið og leggja mat á langtímahorfur sjúklinga sem fengið hafa segamyndun í ganglim- um. Flestar ná yfir þriggja til átta ára tímabil (11, 12,20-24), en einungis tvær rannsóknir ná yfir 10 ár (8,25). Rannsóknir þessar hafa sýnt háa tíðni end- ursegamyndunar og eftirsegakvilla. Engin íslensk rannsókn hefur verið birt um tíðni segamyndunar í ganglimum eða langtímahorfur slíkra sjúklinga. Markmið þessarar rannsóknar var að líta á tíðni, dreifingu segamyndunar í ganglimum, fylgi- kvilla og langtímahorfur þessa sjúklingahóps og bera saman við erlendar rannsóknir. Efniviður og aðferðir Farið var yfir 20 ára tímabil (1970-1990) í dagbókum röntgendeildar FSA. Allar bláæðamyndir sem enn voru í vörslu deildarinnar voru endurlesnar af sér- fræðingi í röntgenlækningum. Skilmerki jákvæðrar rannsóknargreiningar á segamyndun í ganglimum var að innan æðar vantaði skuggaefnisfyllu að hluta eða alveg (intraluminal filling defect). Par sem mynd- ir voru ekki til staðar (n=27) lagði sérfræðingurinn mat á skrifleg svör. Eingöngu voru taldir með þeir einstaklingar sem reyndust hafa segamyndun við endurskoðun rannsóknanna. Skráð var útbreiðsla segamyndunar með tilliti til staðsetningar: kálfi (neð- an v. poplitea), læri (neðan lig. inguinale) og síðan ef segamyndun náði upp í kviðarhol. Einnig var skráð frá hvað deildum rannsóknarbeiðnir bárust. Úr sjúkraskrám, bæði á FSA og á Heilsugæslu- stöð Akureyrar, voru skráð einkenni og áhættu- þættir fyrir segamyndun. Safnað var upplýsingum um blóðþynningarmeðferð og fylgikvilla hennar svo og legutíma sjúklinganna. Einnig voru afdrif sjúklinganna könnuð, til dæmis hvort þeir fengu aðra sjúkdóma síðar á lífsleiðinni. Dánarorsakir þeirra er létust á tímabilinu voru fengnar hjá Hag- stofu íslands. Hringt var í alla sjúklinga sem voru á lífi í des- enrber 1997 af einum höfunda (GK)og lagður fyrir þá staðlaður spurningarlisti um eftirsegakvilla. Rannsóknaráætlunin var samþykkt af siða- nefnd læknaráðs FSA. Niðurstöður Upplýsingar fundust um alla sjúklinga nema einn er- lendan ríkisborgara sem hélt erlendis strax að lokinni bráðameðferð. 20 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.