Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2000, Side 20

Læknablaðið - 15.01.2000, Side 20
Voltaren® Rapid • við bráðum verk og bólgu • verkjastillandi innan hálftíma Voltaren Rapid (Noartis 930159) TÖFLUR; M 01 A B 05 R, E Hver tafla inniheldur: Diclofenacum INN, kalíumsalt, 50 mg. Eiginleikar: Lyfið inniheldur kalíumsalt af diklófenaki, sem hefur sterk bólgueyðandi, hitalækkandi og verkjastillandi áhrif. Lyfið hamlar myndun prostaglandína i líkamanum. Aðgengi lyfsins er nálægt 50%. Lyfið frasogast hratt og blóðþéttni nær hámarki að meðaltali 20-60 min. eftir inntöku Helmingunartimi i blóði er 1-2 klst. Próteinbinding i blóði er 99,7%. Lyfið skilst út sem umbrotsefni, um 60% i þvagi og 40% í saur. Ábendingar: Skammtimameðferð í eftirfarandi bráðatilfellum: verkir og bólga eftir slys og aðgerðir; tiðaverkir, bólgur í eggjaleiðurum, vöðvagigt, bakverkir; sem hjálparmeðferð við alvarlegum sýkingum i eyra, nefi eða hálsi. Frábendingar: Sár í maga eða skeifugörn, ofnæmi fyrir díklófenaki eða öðrum bólgueyðandi lyfjum sem ekki eru sterar (NSAID). Meöganga og brjóstagjöf: Lyfið ætti ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til og þá aðeins i lægsta skammti sem hefur virkni. Petta á sérstaklega við um siðustu 3 mánuði meðgöngu. Við inntöku 50 mg skammta á 8 klst. fresti skilst virka efnið út i brjóstamjólk, en i það litlu magni, að ekki er talið að það hafi áhrif á barnið. Aukaverkanir: Algengar (>1%): Óþægindi i meltingarvegi, höfuðverkur, svimi, útbrot, hækkun á transaminösum i blóði. Sjaldgæfar (0,1-1%): Sár i maga eða skeifugörn, blæðing í meltingarvegi, truflun á nýrnastarfsemi, lifrarbólga, ofnæmisviðbrögð. Mjög sjaldgæfar (<0,1%): Brisbólga, himnulík þrengsli i þörmum, mengisbólga (aseptic meningitis), lungnabólga, regnbogaroðsótt (erythema multiforme), Steven Johnson heilkenni, Lyell's heilkenni, roði í húð, purpuri, húðblæðingar, blóðmein (blood dyscrasias), truflanir i hjarta- og æðakerfi, sjón- eða skyntruflanir. Milliverkanir: Lyfið getur aukið blóðþéttni litíums og dígoxíns. Pað getur hindrað virkni þvagræsilyfja. Samtímis gjöf annarra bólgueyðandi lyfja af þessum flokki getur aukið tiðni aukaverkana. Lyfið virðist hvorki hafa áhrif á lyfjahvörf blóðþynningarlyfja né sykursýkislyfja, en rétt er að sýna aðgát ef slik lyf eru gefin samtímis díklófenaki. Varlega verður að fara ef NSAID eru gefin innan við 24 klst fyrir eða eftir gjöf metótrexats þar sem þéttni metótrexats i blóði getur hækkað og leitt til aukinna eituráhrifa lyfsins. Áhrif NSAID á prostaglandin i nýrum getur aukið nýrnaskemmandi áhrif ciklósporíns. í einstaka tilvikum hafa komið fram krampar, sem gætu stafað af samtimis gjöf kinólóna og NSAID. Varúð: Varúðar skal gæta hjá sjúklingum með einkenni/sögu um sjúkdóma i meltingarvegi, astma, truflun i starfsemi lifrar, hjarta eða nýrna. NSAID geta dulið sýkingar eða hindrað samloðun blóðflagna timabundið. Porfýría. Varúðar skal gæta við gjöf lyfsins hjá öldruðum. Einnig skal gæta varúðar hjá sjúklingum sem hafa skert utanfrumurúmmál. Truflun á starfsemi miðtaugakerfis getur haft áhrif á hæfni manna til stjórnunar ökutækja og véla. Við langtímameðferð þarf að fylgjast með lifrarstarfsemi og blóðhag. Skammtastærðir handa fullorðnum: 75-150 mg/dag gefið i 2-3 skömmtum Við tiðaverkjum allt að 200 mg á dag. Ekki er mælt með hærri dagsskammti en 200 mg. Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum. Pakkningar: Töflur 50 mg: 10 stk. (þynnupakkað); 30 stk. (þynnupakkað),100 stk. (þynnupakkað) Verð: (1.10. 1999): 10 stk:462, 30 stk.; 1254,100 STK, 3108 Umboösaðili á íslandi: Thorarensen Lyf, Vatnagarðar 18, 104 Reykjavik. Simi: 531 7000

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.