Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2000, Page 86

Læknablaðið - 15.01.2000, Page 86
NÁMSKEIÐ / STYRKIR / LAUSAR STÖÐUR XIV. þing Félags íslenskra lyflækna FÉLAG ÍSLENSKRA LYFLÆKNA Þing Félags íslenskra lyflækna, hið XIV. í röðinni verður haldið á Egilsstöð- um dagana 9.-11. júní næstkomandi. Á þinginu verður að venju frjáls erindafiutningur og kynning á veggspjöld- um auk þess sem vænta má gestafyrirlesara. Skilafrestur fyrir ágrip erinda og veggspjalda er 15. apríl. Höfundar taki strax fram: • Hvort þeir óska eftir að flytja erindi eða birta veggspjald • Hvaða útbúnað þeir óska eftir að nota við flutning erindis og hvort þeir hafi útbúnað meðferðis, svo sem fistölvur, og þá hvaða Frágangur ágripa verði eftirfarandi: titill, nöfn höfunda, nafn flytjanda feit- letrað, vinnustaðir með tilvísun til höfunda, inngangur, efniviður og að- ferðir, niðurstöður, ályktanir. Semja þarf sérstaklega um birtingu mynda og grafa. Hámarkslengd ágrips er 1800 letureiningar (characters). Ágrip skal senda í tölvupósti sem viðhengi til framkvæmdastjóra þingsins Birnu Þórðardóttur: birna@icemed.is Ágrip sem ekki er unnt að senda rafrænt sendist á disklingi með útprenti til Birnu Þórðardóttur, Læknablaðinu, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi. Þau ágrip erinda og veggspjalda sem stjórn Félags íslenskra lyflækna samþykkir verða birt í Fylgiriti Læknablaðsins sem kemur út í byrjun júní. Tilhögun þingsins, skráning og pantanir verða auglýstar nánar síðar. Siglufjörður Yfirlæknir Laus er staða yfirlæknis við Heilbrigðisstofnunina á Siglu- firði frá og með 1. mars næst- komandi eða eftir nánara sam- komulagi. Æskileg sérgrein er lyf- eða skurðlækningar. Laun eru greidd samkvæmt kjara- samningum sjúkrahúslækna. Gert er ráð fyrir að yfirlæknir sinni heilsugæslu til jafns við heilsugæslulækna. Umsóknir berist til fram- kvæmdastjóra Heilbrigðisstofn- unarinnar fyrir 10. janúar á þar til gerðum eyðublöðum sem fást hjá landlæknisembættinu eða á skrifstofu Heilbrigðisstofn- unarinnar á Siglufirði. Nánari upplýsingar um laun og önnur starfskjör veitir Jón Sig- urbjörnsson, framkvæmda- stjóri í síma 467 2100. f EILBRIGÐISSTD FN U NIN IsAFJARÐARBÆ Afleysinga- læknir Afleysingalæknir óskast að heilsugæslusviði Heilbrigðistofnunarinnar ísafjarðarbæ í sex mánuði frá 1. febrúar næstkomandi að telja. Nánari upplýsingar gefur yfirlæknir heilsugæslusviðs, Elínborg Bárðardóttir, í vinnusíma 450 4500 og í heimasíma 456 4521 Heilbrigðisstofnunin ísafjarðarbæ skiptist í sjúkrasvið og heilsugæslusvið og er vel búin stofnun, með frábærri og rúmgóðri vinnuaðstöðu á öllum sviðum og mjög vel búin tækjum. Stofnunin þjónar Vestfjörðum, einkum norðurhlutanum. Við veitum skjólstæðingum okkar alla almenna þjónustu, bæði á heilsugæslusviði og á sviði skurð- og lyflækninga, fæðingarhjálpar, öldrunarlækninga, slysahjálpar og endurhæfingar. Starfsemin hefur verið í örum vexti á undanförnum árum. Er það fyrst og fremst að þakka metnað- arfullu starfsfólki, góðum tækjabúnaði, fyrirmyndar vinnuaðstöðu og ánægðum viðskiptavinum. Starfsmenn Heilbrigðisstofnunarinnar eru rúm- lega 150 talsins og starfsandi er mjög góður. ísafjörður er höfuðstaður Vestfjarða og þar blómstrar öflugt lista-, menn- ingar- og félagslíf. íþrótta- og keppnisaðstaða er mjög góð, bæði innan- og utanhúss. Þrir golfvellir eru á svæðinu, fjögur íþróttahús og fimm sund- laugar. Einnig er líkamsræktarstöð i bænum. Tækifæri til útivistar eru mörg, skíðaland er frábært, stutt í veiðilönd og áhugaverð göngusvæði og að- staða til sjósports er engu lík. Veðursæld er mikil á (safirði og lognkyrrð algeng. Flugsamgöngur eru tvisvar til þrisvar á dag til Reykjavíkur og fjórum sinnum í viku til Akureyrar. 76 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.