Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2000, Qupperneq 28

Læknablaðið - 15.01.2000, Qupperneq 28
FRÆÐIGREINAR / GJÖRGÆSLA Fig. 1. Number ofpatients admitted to intensive care unit each year. Fig. 2. Deaths after head injury, no. of patients and mortality. fyrir heildarsýn yfir slíka áverka og afleiðingar þeirra. Samkvæmt yfirliti um innlagnir eru þetta um 5-10% allra innlagna á deildina en þeim hefur farið fækk- andi undanfarin ár (2). Ætla má að notkun bflbelta og aukinn áróður fyrir umferðaröryggi ásamt betra vegakerfi hafi skilað þessum árangri. Þessi þróun virðist einnig vera að eiga sér stað í nágrannalöndum okkar (3). Það er hins vegar áhyggjuefni að banaslysum fjölgaði í umferðinni árið 1998 (4) og í fljótu bragði virðist innlögnum á gjörgæsludeild vegna alvarlegra höfuðáverka hafa fjölgað. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort um marktæka aukningu hafi verið að ræða og einnig hvort eðli og orsakir áverkanna hefði breyst á einhvern hátt. Að okkar mati gætu slíkar upplýsingar nýst í auknu forvarnarstarfi enda er til mikils að vinna ef hægt er að fækka alvarlegum slysum í þjóðfélaginu. Efniviður og aðferðir Að l'engnu leyfi Vísindasiðanefndar Sjúkrahúss Reykjavíkur var farið yfir tölvuskrá allra sjúklinga sem lögðust inn á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur vegna höfuðáverka 1994-1998, eða á fimm ára tímabili. Kannaðir voru sjúklingar sem lagðir voru inn vegna meðvitundarleysis eftir áverka, höfuð- kúpubrota, heilamars eða innankúpublæðinga af völdum áverka. Ekki voru tekin með tilfelli þar sem um yfirborðsáverka á höfði var að ræða né heldur andlitsáverkar. Ekki voru heldur tekin með tilfelli þar sem um mikla fjöláverka var að ræða en einungis minniháttar höfuðáverka. Upplýsingum var safnað um orsök slyss, aldur, kyn, meðvitundarstig við inn- lögn, fjölda sem þurfti meðferð með öndunarvél, lengd meðferðar í öndunarvél, dvalardaga á gjör- gæsludeild, afdrif og hvort þurfti að framkvæma skurðaðgerð. Við mat á meðvitund var stuðst við Glasgow Coma Scale (GCS) en þar er athugað hvort viðkomandi opni augu sjálfkrafa, við tiltal, við sárs- auka eða engin svörun komi fram. Einnig er á sama hátt athugað hvort viðkomandi hreyfi sig og þá hvernig. Þá er athugað tal sjúklings og metið hversu áttaður hann er. Fyrir hvern þessara þriggja þátta fær sjúklingur stig sem geta lægst orðið 3 við algjört meðvitundarleysi og hæst 15 við fulla meðvitund (5). Víðast hvar er stuðst við þetta kerfi til mats á meðvit- und og hefur verið sýnt fram á tengsl þess við horfur sjúklinga. Sjúklingar sem fá GCS <8 eru taldir hafa mun verri horfur en þeir sem hafa GCS >8 (6). Upplýsingum um svokölluð APACHE stig (Acute Physiologic and Chronic Health Evalua- tion) var einnig safnað en það er kerfi sem víða er notað til mats á ástandi sjúklinga við innlögn. Allir sjúklingar sem leggjast inn á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eru metnir samkvæmt APACHE II kerfi og er þá tekið tillit til lífsmarka og niðurstaðna blóðrannsókna fyrsta sólarhring- inn eftir innlögn. Fundin eru verstu gildin þann sólarhringinn og fær sjúklingur mismunandi mörg stig eftir því hversu mikið frávik er frá eðlilegum gildum. Einnig er tekið tillit til meðvitundar- ástands við komu, aldurs sjúklings og hvort við- komandi sé með langvinna sjúkdóma (7). Með APACHE stigunarkerfinu hefur skapast alþjóð- legt og staðlað kerfi til mats á alvarleika ástands sjúklings við innlögn og sýnt hefur verið fram á tengsl þess við horfur sjúklingahópa (8). Við mat á afdrifum var sjúklingum skipt í þrjá hópa eftir því hvort viðkomandi hefði náð fullum bata, hefði minniháttar brottfallseinkenni eða væri verulega skertur líkamlega og/eða andlega. Fundið var ársmeðaltal hvers þáttar og árin síð- an borin saman með tilliti til marktæks munar og var stuðst við t-próf (Student's t-test) við útreikn- inga. Með marktækni var miðað við p<0,05. Við úrvinnslu var ekki stuðst við nein persónutengd gögn. Niðurstöður Alls lögðust 236 einstaklingar inn á gjörgæsludeild vegna höfuðáverka á því fimm ára tímabili sem rann- sóknin nær yfir, eða að meðaltali 47 einstaklingar á ári (mynd 1). Karlar voru alls 173 (73%) og konur 63 (27%). Umferðarslys voru orsök höfuðáverka í 42% tilfella, fall í 38% tilfella og vinnuslys í 6%. Aðrar or- sakir voru í 14% tilvika (tafla I). Ölvun var samverk- andi þáttur hjá 46% þeirra sem hlutu höfuðáverka eftir fall. Þetta hlutfall var hækkandi á seinni hluta tímabilsins og náði 75% árið 1998. Alls létust 27 26 Læknablaðið 2000/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.