Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREINAR / HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR Nýgengi: Fyrsta bláæðarannsóknin var skráð í júlí 1975. Heildarfjöldi rannsókna var 177, eða 6,0 rannsóknir á 10.000 íbúa á ári. Þar af voru 128 gerðar vegna gruns um segamyndun í ganglimum (72,3%), 45 vegna fyrirhugaðra æðahnútaaðgerða, ein vegna leitar að bláæðagræðlingi fyrir æðaað- gerð og í þremur tilfella fundust ekki gögn um rannsóknirnar. Við endurskoðun röntgenmynda breyttist greiningin í fjórum tilfellum, blóðsegi var nú talinn fyrir hendi í einu tilviki og í þremur öðrum tilvikum greindust blóðsegar ekki þar sem hið gagnstæða hafði áður verið talið rétt. Þannig höfðu 32 af 128 bláæðarannsóknum sýnt merki um blóðsega hjá 30 einstaklingum (tafla I). Nýgengi segamyndunar í ganglimum á þessu 15 ára tímabili reyndist vera ein á 10.000 íbúa á ári. Með klínísk- um greiningum fengnum úr sjúkdómaskrám FSA hækkaði það í 3,5 á 10.000 íbúa á ári fyrir sama tímabil. Til þess að fá raunhæfari tíðnitölur skoð- uðum við sérstaklega tímabilið 1986-1996 og var fjöldi rannsókna þá 9,3 á 10.000 íbúa á ári og nýgengi segamyndunar í ganglimum 2,3 á 10.000 íbúa á ári. Ef allar greiningar segamyndunar í ganglimum, bæði klínískar samkvæmt sjúkdóma- skrám FSA og staðfestar með bláæðamyndatöku, eru teknar fyrir þetta tímabil er nýgengið 2,7 á 10.000 íbúa á ári. Meðalaldur þeirra sem greindust með sega- myndun var 60 ár (36-90), karlar voru 20 (62%) og konur 12 (38%), meðalþyngd sjúklinga 80 kg (52- 88). Tuttugu og fimm (80,1%) sjúklingar komu frá lyflækningadeild, fjórir (12,9%) frá bæklunardeild og tveir (6,5%) frá handlækningadeild. Meðal- legudagar voru 15,6 (1-137), en sumir voru inni- liggjandi vegna annarra sjúkdóma. Samkvæmt upplýsingum fengnum úr sjúkra- skrám var reynt að meta tímann frá upphafi ein- kenna að greiningu. Að meðaltali liðu níu (0-75) dagar frá fyrstu einkennum þar til sjúkdómsgrein- ing var staðfest þar sem upplýsingar fengust (n=27). Útbreiðsla: Staðsetning segmyndunar var í 21 tilfelli í hægri ganglim (65,6%) og 11 í vinstri gang- lim (34,4%). Segamyndun reyndist vera staðsett eingöngu í kálfa hjá 12 einstaklingum (37,5%), í læri hjá 11 (34,4%) og upp í kviðarhol hjá níu (28,1%). Grunur var um segarek til lungna hjá átta sjúklingum (25%), en ekkert þeirra var stað- fest myndrænt. Einkenni og áhættuþættir: I öllum tilvikum nema einu var einkenna við greiningu getið í sjúkraskrám. Bjúg eða þrota höfðu 28 einstakling- ar (90%), verk 27 (87%), eymsli 23 (74%), hita í ganglim 16 (52%), roða 11 (35%), þreifanlega þrymla fimm (16%) og jákvætt Homans próf var aðeins getið um hjá tveimur sjúklingum (6%). Get- ið var sverleikamunar fótleggja hjá 13 sjúklingum og læra hjá fimm. Að meðaltali var munurinn 3,5 Table 1. Results of 128 phlebographies performed for suspected DVT*. Result Numbers (%) Phlebographies with positive signs of DVT 32 (25) Normal phlebographies 93 (73) Failure because of technical problems 3 (2) Total numbers of phlebographies 128 (100) * DVT = deep vein thrombosis. cm á fótleggjum (0-6 cm) og 5,4 cm á lærum (3,5- 7,5 cm). Skráðir áhættuþættir voru krabbamein hjá sex sjúklingum (23,3%), fjórir sjúklingar (13,3%) höfðu gengist undir aðgerð innan fjögurra vikna frá grein- ingu segamyndunar í ganglimum og tveir höfðu ný- lega brotasögu (6,7%). Fjórtán sjúklinganna reyktu (46,7%) og sex voru vel yfir kjörþyngd (20%). Eng- inn var í meðgöngu og enginn hafði notað estrógen- lyf skömmu fyrir greiningu segamyndunar. Enginn sjúklinganna hafði jákvæða ættarsögu um segamynd- un í ganglimum. Þriðjungur sjúklinga hafði ekki skráða neina þekkta áhættuþætti fyrir segamyndun. Meðferð: Tuttugu og níu sjúklingar (90,6%) fengu heparíndreypi í að meðaltali 6,4 daga (1-13) og 22 (68,8%) fengu áframhaldandi meðferð með warfarínlyfi. Fjórir (12,5%) fengu ekki warfarín, þar af einn vegna frábendingar (elliglöp) og í þrem- ur tilfellum var ekki talin þörf á warfarínmeðferð. Óvíst er um töflumeðferð hjá þremur sjúklingum (9,4%) og óvíst er um alla meðferð hjá öðrum þremur (9,4%). Einn sjúklingur með sega upp í kviðarholsbláæðar fékk að auki segaleysandi með- ferð með streptókínasa og opnaðist æðin við þá meðferð. Lengd warfarínmeðferðar var þekkt í 18 tilfellum af 32. Fjórir voru settir á ævilanga með- ferð (22%), þar af einn vegna mikilla einkenna um eftirsegakvilla, en hinir þrír höfðu krabbamein og létust allir innan árs frá greiningu segamyndunar (mynd 1). Teygjusokka fengu 13 sjúklinganna (41%) í sjúkralegunni, en samkvæmt símaviðtölum við þá 17 einstaklinga, sem voru á lífi í desember 1997, reyndust 11 (65%) aðspurðra hafa notað teygju- Fig. 1. Duration of warfarin rnanagement after diagnosis ofdeep vein thrombosis in 31 cases. Læknablaðið 2000/86 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.