Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2000, Síða 69

Læknablaðið - 15.01.2000, Síða 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / GÖMUL LÆKNISRÁÐ skellt á vangann og tveir heimildarmanna nefndu að ánamaðkar væru notaðir þegar mikil bólga hljóp í kjammann: „...þegar þeir fyrstu er settir voru við voru dauðir þá voru sóttir aðrir nýir og líka látnir drepast, og svo þeir þriðju. Allt er þá þrennt er. Ef það dugði ekki var hætt við þá til- raun.“ Arfabakstrar, kornbakstrar og kaffibauna- bakstrar voru einnig nefndir. Heimildarmaður úr Eyjafirði segir um þetta: „Mjög algengt var nú að brenna vangann sem tannpínan lá í. Eftir að ég man eftir var oftast notuð til þess steinolía eða spanskfluguplástur, sem hægt var að kaupa. Þá heyrði ég talað um að notaðar hafi verið sóleyjar. Verra var þegar notað- ur var kúamykjuplástur, tekin volg kúamykja og látin í poka, sem lagður var svo við vangann. En verstur held ég þó að gylliniplásturinn hafi verið, en það var mannaskítur, sem látin var í poka og lagður við þrautir, bæði tannpínu og fleiri þrautir. Eftir að ég man til voru oft notaðir saltbakstrar bæði við tannpínu og innanþrautum. Svo var lagt tóbak við tönnina ýmist rjól, munntóbak eða bað- tóbak. En þeim sem óvanir voru tóbaki varð þá vanalega illt og seldu upp, en þá var sagt, að tannpínan batnaði. Þá heyrði ég talað um að þeir sem harðgerastir voru hafi glóhitað bandprjón eða annað grannt járn og rekið ofan í tönnina eða nið- ur með henni.“ Þá voru ráð sem höfðu það meðal annars að markmiði að dreifa huga sjúklingsins eða valda honum sterkum kenndum, til dæmis að reykja pípu þangað til mönnum varð óglatt eða féllu í rot, að drekka mikið brennivín eða tyggja munntóbak þangað til menn, einkum þeir sem óvanir voru, fengu uppköst og svima. Urðu menn þá oft ör- magna og sofnuðu á eftir. Áskrifendur Læknablaðsins sem ekki greiða áskriftargjald með félagsgjaldi til LÍ Einhverjir áskrifenda munu enn eiga ógreidda reikninga fyrir áskrift að Læknablaðinu árið 1999. Eru þeir beðnir að greiða það hið fyrsta. Áskrift innanlands er kr. 6.840 en fyrir áskrifendur er- lendis kr. 6.000, þar sem þeir greiða ekki virðisaukaskatt. Reikningar fyrir áskrift ársins 2000 verða sendir út í janúar, enda reiknað með því að áskrift sé greidd fyrirfram. í sumum sveitum drógu laghentir menn úr tennur með sérstökum töngum, tanntöngum, þeg- ar mikið lá við og ekki náðist í lækni. Það var nefnt að prestar hefðu stundum haft slíkar tengur til að grípa til í neyð. Og einstaka harðjaxlar fengu sterka menn til að kippa úr sér veikum tönnum með naglbít. Þá var til að menn drægju tennur úr sér sjálfir með bandi. Hér eru að lokum tvær sögur af slíku: „Það var brugðið seglgarni utan um sjúku tönn- ina, hinum endanum var vafið um hönd sér, síðan settist maðurinn á rúm og réri fram í gráðið, þá tók hann bakfall, stríkkaði þá snögglega á garninu og gátu sumir þannig losnað við sjúku tönnina, en aðrir sátu með hana eftir sem áður.“ „Ég man eftir því að móðir mín dró úr sér tönn. Hún brá lykkju af sterku bindigarni um tönnina, annarri lykkju um rúmstólpann og hviss, hún kippti snöggt í, og búið, hrossaaðferð.“ Læknablaðið 2000/86 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.